Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 28

Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 28
Ú r ljó ði nu F ja llg an ga e ir Tó m as G uð m un ds so n ÞARNA FÓR ÉG SJÁIÐ TINDINN! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 3 -2 2 0 6 Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti4. stiga flokkunarkerfi tryggir að veikasta fólkið fái þjónustu fyrst. Þeir sem eru minna veikir geta þurft að bíða lengur. Bráðamóttakan er ein þeirra deilda sem gert er ráð fyrir á nýjum spítala. Árið 2010 var ráðist í talsverða endurnýjun á hús- næði bráðamóttökunnar í Fossvogi þegar bráðamóttakan á Hringbraut og bráðamót- takan í Fossvogi sameinuðust. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðsviðs, segir að þjónusta við sjúklinga hafi batnað við sameininguna en hún hafi einnig haft í för með sér talsverða hag- ræðingu. „Þegar sameiningin átti sér stað var litið svo á að hún væri einungis fyrsta skrefið í áttina að frekari sameiningu sem myndi eiga sér stað í nýjum spítala. Nú er hins vegar ljóst að nýr spítali verður ekki að veruleika innan þess tíma sem við væntum á allra næstu árum og við því þarf að bregðast,“ segir Guðlaug Rakel. Húsnæðiskostur bráðadeildar er úr sér genginn þrátt fyrir að endurbæturnar sem gerðar voru fyrir þremur árum hafi bætt nokkuð úr skák. Vandamálið er stærra en svo að hægt sé að laga það með smá endur- bótum – algjörrar umbyltingar er þörf og í hana verður ekki ráðist í núverandi hús- næði, ekki síst þegar fyrirætlanir eru uppi um að byggja nýjan spítala á næstu árum. Ragna Gústafsdóttir hjúkrunardeildar- stjóri fer yfir vankantana: „Það þarf að útbúa fleiri einbýli með salernum á bráða- móttökunni þannig getum tryggt meira öryggi sjúklinga í því húsnæði sem við erum. Það eru allt of fá einbýli til þess að við getum með góðu móti komið í veg fyrir smithættu. Hér deila sjúklingar herbergj- um og baðherbergjum,“ bendir hún á. Á stærstu stofunni liggja allt að níu sjúk- lingar. „Það er algjörlega óásættanlegt. Við þurfum að taka sjúkrasögu sjúklinga sem fela oft í sér viðkvæmar upplýsingar þótt við reynum að komast hjá því að hafa viðkvæma sjúklinga, svo sem fólk sem hefur gert sjálfsvígstilraunir, í herbergi með öðrum þótt það sé ekki alltaf hægt að koma í veg fyrir það,“ segir hún. Bráðaherbergi deildarinnar er allt of lítið og rúmar vart þau tæki og starfs- fólk sem þarf til að sinna einum sjúklingi í alvarlegum tilfellum. Að auki er deildin vanbúin tækjum þótt hún sé ekki eins tækjaþurftarfrek og margar aðrar deildir spítalans. Krabbameinssjúklingar þurfa betri aðstöðu Bráðamóttakan sér einnig um að taka á móti krabbameinssjúklingum sem veikjast vegna þess að þeir eru með bælt ónæmis- kerfi vegna krabbameinslyfjagjafar. „Að- Hjalti Már Björnsson lærði bráðalækningar í Virginíu í Bandaríkjunum en flutti til Ís- lands fyrir um tveimur árum. Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi komið heim segir hann ástæðuna sambland af vinnu eig- inkonu sinnar og fjölskylduaðstæðum. „Það voru sannarlega ekki launin eða vinnuað- stæðurnar sem freistuðu mín,“ segir hann og hlær. „Það er hins vegar dálítið áhugavert að fá að taka þátt í því að byggja upp heilbrigðis- kerfið á Íslandi. Það er mun auðveldara að hafa áhrif hér en út í hinum stóra heimi enda landið lítið með stuttum boðleiðum. Það er auðvelt að fá fólk með sér til að byggja upp og breyta,“ segir hann. Hjalti hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur í íslensku heilbrigðiskerfi á undanförnum árum. „Það hefur alltaf verið þannig að íslenskir læknar hafa farið út í sér- nám og komið heim með einhverjar nýjungar með sér. Það hefur hins vegar breyst eftir hrunið því nú koma sárafáir heim. Það er því ákveðin hætta á að stöðnun verið í heilbrigð- iskerfinu í jafn einangruðu útkjálkalandi og Ísland er,“ segir Hjalti. Hann segir að það sé samt sem áður áberandi hversu áhugasamt og öflugt starfsfólkið sé í íslensku heilbrigð- iskerfi enda hafi það brennandi áhuga á að veita góða þjónustu. „Aðbúnaður og tækjakostur er hins vegar langt að baki því sem gerist að jafnaði í Bandaríkjunum, ekki aðeins á okkar deild heldur er á öðrum deildum sem hefur mikil áhrif á störf okkar. Það er til að mynda mjög áberandi hvað röntgendeildin á Landspítal- anum hefur verið svelt af tækjabúnaði, en það hefur umtalsverð áhrif á þær rannsóknir sem við þurfum að gera og háir okkur mikið,“ segir Hjalti. Húsnæðið óhentugt fyrir bráðastarfsemi „Húsnæðið er að auki mjög óhentugt fyrir bráðastarfsemi. Verst er að sjúklingar eru ekki einir á stofum, við þurfum að biðja fólk að segja sjúkrasögu sína bak við tjald þar sem aðrir geta heyrt sem er mjög óþægilegt fyrir sjúklinga. Annað er að deildin er mjög þröng og hólfaskipt og því erfitt að hafa yfirsýn yfir sjúklingana. Ákjósanlegt væri að hjúkrunarfræðingar væru með sjónlínu inn á stofu þegar þeir eru að vinna gagnavinnu í tölvu. Einnig eru hér mjög langir gangar sem umtalsverður tími fer í að ganga. Við höfum mælt að á hverri átta tíma vakt ver hjúkr- unarfræðingur heilli klukkustund í að ganga á milli staða. Það er tími sem fer þá ekki í að sinna sjúklingum,“ segir Hjalti. Hann bendir á að það skipti líka mjög miklu máli að verið sé að reka bráðaþjón- ustu á nokkrum stöðum á Landspítalanum. „Auk bráðamóttökunnar hér í Fossvogi er bráðamóttaka fyrir hjartasjúklinga, hjarta- gáttin, á Hringbraut og svo er bráðamóttaka geðdeildar á þriðja staðnum, síðan er það bráðamóttaka barna og kvennadeildin. Það væri mikið hagræði að hafa það allt á einum stað. Þegar við þurfum samvinnu við lækna á öðrum deildum sem eru ekki í sama húsi verða boðleiðirnar einfaldlega lengri og hætta á að samskiptin verði ekki eins örugg,“ segir Hjalti. Góður starfsandi á deildinni Aðspurður segir Hjalti andann á bráðadeild- inni mjög góðan. „Fólk er mjög samhent í að reyna að veita sjúklingunum góða þjónustu. En það er mjög mikil þreyta komin í allt starfsfólk í heilbrigðiskerfinu, á okkar deild eins og öðrum. Fólk sýndi því skilning að það kreppti að eftir hrun og fann að það var nauðsynlegt að allir sneru saman bökum og tækju á sig aukið álag. Núna er hins vegar komið ákveðið vonleysi í fólk þegar það sér ekki fram á betri tíð miðað við núverandi stefnu stjórnvalda. Þess vegna eru margir í hlutastarfi annars staðar og flestir af yngri sérfræðingunum vinna hluta af árinu er- lendis til að hífa upp tekjurnar. Það gerir það hins vegar erfiðara að manna deildina þegar læknar neyðast til að taka sér launalaust frí til þess að fara utan og vinna. Vandræði við mönnun eykur álagið á þá sem eftir eru,“ segir hann. Hjalti segir að bráðadeildin búi að því að á henni starfa allmargir mjög reyndir læknar, margir komnir yfir sextugt. „Margir þeirra myndu gjarnan vilja draga úr vaktaálagi en það er ekki hægt vegna mann- eklu,“ bendir hann á. Sett hefur verið upp tveggja ára kennsluprógramm í bráðalækningum sem núna er fullmannað í. „Þetta er tveggja ára grunnur að sérnámi en síðan hvetjum við læknana okkar til að ljúka sérnáminu erlend- is. Þannig bæta þeir við sig þekkingu,“ segir Hjalti. Hann vonast til þess að með þessu megi tryggja að nægilegur fjöldi bráðalækna verði til að þjóna Íslendingum í framtíðinni. „Svo er hins vegar annað mál hvort þeir hafi yfirleitt áhuga á að starfa á Íslandi í framtíð- inni ef áfram verður svona mikill munur á að- stöðu og launum. Það er áríðandi að bregðast við því fljótt,“ segir Hjalti. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir Hætta á stöðnun í heilbrigðiskerfinu 28 fréttaskýring Helgin 25.-27. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.