Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 56
56 heilsa Helgin 25.-27. október 2013
Rannsókn Mikilvægi sundlauga hefuR ekki veRið Rannsakað fyRR en nú
www.hafkalk.is
Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt
Slakandi steinefnablanda - Náttúrulega
■ Haf-Ró inniheldur magnesíum extrakt unnið
úr sjó og Hafkalk sem unnið er úr
kalkþörungum úr Arnarfirði. Haf-Ró inniheldur
einnig B6 (P5P) og C vítamín sem styðja við
virkni efnanna.
Magnesíum úr hafinu
■ Magnesíum sem notað er í Haf-Ró er ein
sterkasta náttúrulega uppspretta magnesíums
sem völ er á. Þetta gerir það kleift að hafa
mikið magn virkra efna í hverju hylki.
■ Magnesíum er líkamanum nauðsynlegt til að
viðhalda jafnvægi í vöðva- og taugakerfinu.
Magnesíumskortur getur lýst sér í þreytu og
streitu en leiðrétting á þeim skorti getur því
gefið slakandi áhrif, samhliða aukinni orku.
www.birkiaska.is
Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika
og verkjum í liðamótum og styrkir
heilbrigði burðarvefja líkamans.
2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt
að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur
hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Bodyflex
Strong
Fæst í næstu verslun
Nánar á www.heilsa.is
Frábær fyrir þvagrásina
og blöðruna!
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Sundlaugarnar
eru torg norðursins
Kennarar og meistaranemar við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands vinna nú í sameiningu að þverfag-
legri rannsókn um sundmenningu Íslendinga en þrátt fyrir mikilvægi sundlauganna hefur slík rann-
sókn aldrei verið gerð áður. Umfjöllun um rannsóknina verður í Þjóðarspegli í Háskóla Íslands í dag.
h ugmyndin sem liggur til grundvallar er að sundlaug-arnar gegna mjög veiga-
miklu hlutverki í íslensku samfélagi
og miðað við hversu mikilvægar
þær eru þá vitum við mjög lítið um
þær. Sundmenningin hefur aldrei
verið rannsökuð og þess vegna
erum við að leitast við að gera það
og reynum að fá aðstoð fólks til þess
að taka þátt með því að svara spurn-
ingum,“ segir Valdimar Tryggvi
Hafstein, dósent við félags- og
mannvísindadeild.
Háskóli Íslands, í samstarfi við
Þjóðminjasafn Íslands, sendir nú
spurningaskrá um sundlaugamenn-
ingu en hún er hluti af þvegfaglegri
rannsókn sem meistaranemar og
kennarar úr þremur deildum HÍ
taka virkan þátt.
„Þetta er hópverkefni og það eru
þrír kennarar við HÍ og þrír meist-
aranemar sem vinna með okkur og
fleiri undir merkjum Sundstofunnar.
Þetta er margra ára rannsóknar-
verkefni sem er tiltölulega nýfarið af
stað,“ segir Valdimar.
Hvað má tala um?
Ólafur Ingibergsson meistaranemi
er að rannsaka allt sem viðkemur
því þegar fólk kemur saman í heita
pottinum og ólíka hópa í heitum
pottum landsins. Hvað gerist í
heitu pottunum, um hvað er talað
og hvernig eru þjóðmálin rædd? „Í
raun er verið að rannsaka þennan
vettvang því það má segja að heiti
potturinn á Íslandi sé sambærilegur
torgum sem suðrænni þjóðir hafa
eða krána sem Bretar hafa,“ segir
Valdimar.
„Potturinn er almennur vettvang-
ur þar sem fólk kemur saman af
ólíkum stéttum og ólíkum störfum á
hlutlausum opinberum vettvangi og
hann er í raun hlutlausari á Íslandi
en í öðrum löndum því menn skilja
eftir öll merki um félagslega stöðu
á bílastæðum og búningsklefum
þar sem fólk er nánast nakið ofan í
pottinum og hittist á meiri jafningja-
grundvelli en víðast annars staðar,“
segir Valdimar. Telur hann að það
gildi hins vegar alls konar óskráðar
reglur í pottinum, eins og til dæmis
hvernig fólk beri sig að og hvað
megi gera. „Óskráðar reglur eru
um hvað megi tala um og hvað ekki
og hvað fólk forðast að ræða sem
og mikilvægi aðskilnaðar þessara
háfnöktu líkama,“ segir Valdimar.
Katrín Dröfn Guðmundsdóttir
meistaranemi er að skoða líkams-
menningu, hvað fólk er að sækjast
eftir þegar það fer í sund og með
hvaða hætti lyktin, viðkoma vatns-
ins, bragðið og snertingin hefur
áhrif á líðan þess. Ólíkar árstíðir og
ólíkar tegundir sundlauga, eins og
inni- og útilaugar, sem og áhrif um-
hverfisins og hönnunar á upplifun
fólks.
„Ég er alveg sannfærður um að
niðurstöður rannsóknarinnar munu
hafa áhrif á hönnun og breytingar á
sundlaugum á Íslandi í framtíðinni.
Þetta er alveg ný tegund af upplýs-
ingum um upplifun og þarfir fólks í
sundlaugum,“ segir Valdimar.
Niðurstöður munu birtast með
ýmsum hætti á næstu misserum
og til dæmis verður verkefnið til
umfjöllunar í Þjóðarspeglinum í
Háskóla Íslands í dag, föstudag,
þar sem þrjú veggspjöld úr rann-
sókninni verða kynnt og fyrir-
lestrar haldnir. Málþing verður
líklega haldið á næsta ári sem og
að meistararitgerðir verða opnar
almenningi. Allar upplýsingar um
rannsóknina er hægt að sjá á forsíðu
vefs Þjóðminjasafnsins, thjodminja-
safn.is
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Brátt verður hægt að
lesa um þær óskráðu
reglur sem gilda hjá
þeim sem stunda
sundlaugar á Íslandi.
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör