Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 29

Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 29
stæður fyrir ákveðna sjúklinga eru ekki eins og best verður á kosið, við viljum bæta aðstöðu fyrir við- kvæma sjúklingahópa eins og krabbameinssjúklinga sem þurfa sannarlega betri aðstöðu,“ segir Ragna. Bára Benediktsdóttir, mannauðs- ráðgjafi bráðasviðs, segir að sviðið sé þokkalega sett hvað varðar starfsfólk þótt auðvitað sé einhver skortur á læknum. Síðustu þrjú ár hafa hins vegar fimm sérfræðingar í bráðalækningum ráðið sig til sviðsins sem hafa nýverið lokið sér- menntun í faginu erlendis og fleiri séu væntanlegir. Alls eru 18 sérfræðilæknar starf- andi á sviðinu auk 16 deildarlækna. Auk sérfræðinga í bráðalækning- um séu þar sérfræðingar í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar, svo sem í lungnalækningum, heim- ilislækningum, skurðlækningum, nýburalækningum, bráðabarna- lækningum og fleira. Alls starfa um 90 hjúkrunarfræðingar á bráða- móttöku og 15 sjúkraliðar auk 25 móttökuritara. Undir hádegi fer sjúklingum að fjölga. Þeir koma með sjúkrabílum, með aðstandendum eða sjálfir og eru meðhöndlaðir eftir því hve veikindi þeirra sýnast bráð við fyrstu skoðun. Veikustu sjúkling- arnir, sem eru í bráðri hættu, eru meðhöndlaðir á jarðhæð en þeir sem eru ekki í bráðri hættu flytjast upp á aðra hæð. Á annarri hæð eru meðhöndluð langflest beinbrot, nema þau sem eru talin ógna lífi fólks. „Hingað kemur þverskurður af samfélaginu,“ segir Guðlaug Rakel. „Og allir fá sömu þjónustu. Við leggjum metnað okkar í að koma eins fram við alla, sama í hvaða ástandi fólk er,“ segir hún og bendir á að kjörorð bráðadeildar séu „Við fyrir þig“. Smáslys og beinbrot algengust Algengustu ástæðurnar fyrir komu á bráðamóttöku eru smá- slys, svo sem skurðir, tognanir eða minniháttar beinbrot, að sögn Hjalta Más Björnssonar, sérfræð- ings í bráðalækningum. Einnig er mikið um alvarleg bráð veikindi á borð við kransæðastíflur og heilablóðföll. „Hér áður fyrr var bráðadeildin móttökueining þar sem sjúklingar fóru í gegn til að leggjast á aðrar deildir. Nú er það hins vegar svo að ef sjúklingar koma frá öðrum læknum úti í bæ leggjast þeir beint inn á deildir. Á bráðadeild koma þess í stað þeir sem eru með bráð veikindi eða óljós einkenni. Okkar verkefni er þá að greina sjúklingana og finna út á hvaða deild þeir eigi að leggjast,“ segir Hjalti. Algeng ástæða komu er eitrun vegna ofneyslu lyfja eða áfengis- og fíkniefna. Á vikulegum fundi lækna og hjúkrunarfræðinga deildarinn- ar, svokölluðum L &L fundi, sem stendur fyrir „lærum og lagfærum“ er farið yfir tvö tilfelli sem þykja þess eðlis að það geti reynst lær- dómsríkt fyrir deildina að fara yfir þau saman. „Ýmist eru tekin dæmi þar sem við teljum að eitthvað hefði ef til vill mátt betur fara, eða dæmi þar sem sérstaklega vel tókst að leysa úr flóknum vandamálum sem við teljum að allir geti ef til vill lært af,“ segir Guðlaug Rakel. Þennan morguninn er sagt frá tveimur til- fellum sjúklinga sem komu inn með einkenni sem bentu fyrst í stað til eitrana. Annað reyndist eitrun vegna langvarandi lyfjanotkunar en hitt reyndist sýking. Farið er yfir tilvikin skref fyrir skref og læknar og hjúkrunarfræðingar beðnir að leggja til hvaða rannsóknir skuli panta og lesa úr niðurstöðum þeirra. Í þessu tilfelli voru viðstadd- ir almennt sammála um að vel hefði verið leyst úr málum sjúklinganna þótt fáein atriði hefðu mátt betur fara en þau eru lítilvæg í þessum tilfellum. Starfsfólk er almennt ánægt með starfsandann þótt allir séu sammála um að starfsað- staðan sé langt undir því sem ásættanlegt mætti teljast. Hér starfar stór og góður hópur frábærra starfsmanna sem hefur metnað til að sinna sjúklingum af fagmennsku og umhyggju. Ragna óttast að fólk sé farið að fyllast vonleysi yfir ástandinu. „Það þarf að vekja vonina aftur,“ segir hún. „Við erum föst í þessu erfiða ástandi. Við verðum að fá að vita að það vari ekki að eilífu. Þá kemur gleðin aftur,“ segir hún. Spurð hvernig hægt sé að bæta ástandið til skemmri tíma segir hún að nauðsyn- legt sé að ráðast í tækjakaup sem allra fyrst. „Starfsfólkið var byrjað að leita á eBay að stól fyrir háls-, nef- og eyrna- lækna því skoðunarstóllinn brotnaði um daginn og við höfum ekki efni á að kaupa nýjan,“ bendir hún á. Guð- laug Rakel tekur undir þetta. „Við erum með langan lista af tækjum sem bráðnauðsynlegt er að festa kaup á. Ég myndi áætla að tækjakaup hafi numið 6 milljónum á síðasta ári. Þörfin var að minnsta kosti 60 milljónir,“ segir Guð- laug Rakel. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Blöndun krabbameinslyfja í æð Í framleiðslueiningu apóteksins, sem heyrir undir bráðasvið, fer fram blöndun á krabbameins- lyfjum og næringu í æð. Unnið er með smitgát til að koma í veg fyrir bakteríumengun og tryggja gæði framleiðslunnar og öryggi sjúklinganna. Til þess þarf sérútbúið húsnæði og sérþjálfað starfsfólk sem vinnur samkvæmt gæðastöðlum. Í blöndunar- einingunni fer fram blöndun á öllum krabbameinslyfjum fyrir Landspítala, ásamt næringu í æð, bæði fyrir börn og fullorðna. Auk þess eru í apótekinu búnir til augndropar úr stungulyfjum sem annars væru ófáanlegir. Þar er líka blandað töluvert af flóknum verkjadreypum, bæði fyrir inniliggjandi sjúklinga og sjúklinga í heimahúsum. Alls eru allt að 23 þúsund blöndur blandaðar á ári í einingunni bæði fyrir Landspít- ala og sjúklinga í heimahúsi en að meðaltali er blönduð næring eða verkjalyf fyrir 5-10 sjúklinga utan spítalans á hverjum tíma. Þessi þjónusta gerir sjúklingum kleift að dvelja heima og er hægt að útskrifa þá fyrr en ella, spara þannig peninga og auka lífsgæði sjúklinganna. Starfsfólkið var byrjað að leita á eBay að stól fyrir háls-, nef- og eyrnalækna því skoðunarstóllinn brotnaði um dag- inn og við höfum ekki efni á að kaupa nýjan. fréttaskýring 29 Helgin 25.-27. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.