Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 38
Sungið með Stuðmönnum
E
Einna frægust hljómsveita á Íslandi er
unglingaveitin Stuðmenn, rokkhljóm-
sveitin eilífa sem stofnuð var í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð árið 1970. Smellir
hljómsveitarinnar eru fleiri en taldir
verða í stuttu máli, auk kvikmynda sem
slegið hafa í gegn og klassískar teljast.
Sveitina skipa enda hæfileikamenn á
hverju borði, afbragðs hljóðfæraleikarar,
söngvarar og lagahöfundar.
Það hlýtur að vera draumur hvers
hljóðfæraleikara að grípa í hljóðfæri með
þessum öðlingum eða fá að syngja með
þeim, þótt ekki sé nema einu sinni á æv-
inni. Það hafa margir gert en á engan er
hallað þótt sá frægasti sé nefndur, sjálfur
bítillinn Ringó Starr, sem steig á svið
með Stuðmönnum á frægri samkomu í
Atlavík árið 1984.
Sagt er að gestgjafar bítilsins eystra
hafi viljað gera vel við hann og útvegað
fínasta koníak sem völ var á en trommar-
inn hefur einfaldan smekk, eins og fleiri,
og skellti því kókpela út í eðaldrykkinn
svo betra væri að koma honum niður.
Haft hefur verið eftir Jakobi Frímanni
Magnússyni stuðmanni að matarsmekk-
ur Ringós hafi ekki verið flóknari. Hann
hafi fúlsað við humri og viðlíka fíniríi en
beðið þess í stað um það sem á útlensku
kallast „fish and chips“ en við þekkjum
betur sem ýsu með kartöflum.
Einfaldur matarsmekkur er dyggð.
Á það var minnt í helgarpistli fyrir viku
þegar til stóð fundur menntaskólabræðra
þar sem bjóða átti upp á mat í tilefni
sláturtíðarinnar. Það stóð heima. Á boð-
stólum voru sviðakjammar, hrossabjúgu,
slátur, rófustappa, kartöflumús, grænar
baunir og rauðkál. Allt eins og við mátti
búast þótt ekki lægi fyrir matseðill fyrir-
fram. Það var vel valið. Fordrykkur var
heldur alþjóðlegri, gin og tónikblanda
með súraldinsneið en ketmetinu var
skolað niður með öli og snafs.
Við allt þetta góða atlæti kættust
menntaskóladrengirnir og hófu marg-
raddaðan söng. Ekkert fékk hamið
gleðina í góðra vina hópi þegar ölið og
snafsinn hittu fyrir kjamma og reykt
grjúpán. Á slíkum samkomum kann það
að henda að söngur verði nokkuð ómark-
viss eins og menn þekkja á réttardögum
þegar pelinn gengur full ört milli manna.
Það átti ekki við um þessa samkomu
menntaskóladrengjanna því forsöngvarar
á háborði voru einmitt laukar hópsins á
þessu haustblóti MH-drengja ´72, sjálfir
Stuðmenn sem útskrifuðust með hvíta
kolla það sæla vor, engir aðrir en fyrr-
nefndur Jakob Frímann, Valgeir Guðjóns-
son og Sigurður Bjóla.
Stuðmenn hafa áður sungið með
karlakór en samstarfsverkefni hljóm-
sveitarinnar og karlakórsins Fóstbræðra,
tónleikaplatan Íslenskir karlmenn, sló öll
sölumet árið 1998. Karlakórinn sem söng
með Stuðmönnum liðið föstudagskvöld
var annarrar gerðar en Fóstbræður – fóst-
bræður að sönnu en tæpast eins þjálfaður
sönghópur – en einlægur var hann og
sparaði hvergi við sig á hæstu tónum og
munaði þar um hvert staup.
Á söngskrá sem dreift
var til öryggis, ef
textinn væri ekki
alveg á
hreinu, mátti sjá alkunna smelli Stuð-
manna eins og Icelandic cowboy, Strax í
dag og Popplag í G-dúr. Hver maður má
vera sæmdur af því að skella á skeið með
Stuðmönnum í þeim lögum en einhverra
hluta vegna þróaðist lagaval á annan veg
þessa kvöldstund, kannski vegna þess
að hinir eiginlegu Stuðmenn treystu
kærum skólabræðrum ekki til að finna
G-dúrinn. Því var horfið aftur í tímann,
jafnvel í þýskutíma MH-áranna og talið í
O Tannenbaum, o Tannenbaum, Wie treu
sind deine Blätter. Þessi texti reyndist
mörgum stærðfræðideildarmanninum
tungubrjótur á sínum tíma og því var
sungin íslensk þýðing hirðskálds hópsins
– sem styðst við listamannsnafnið RØn.
Óhætt er að segja að sá texti sé talsvert
meðfærilegri þeim sem þýskan er ekki
töm en í þýðingunni er setningin „Við
stingum út“ endurtekin sextán sinnum.
Flóknara er það ekki.
Kátir söngvasveinarnir voru nú orðnir
vel heitir, undir öruggri stjórn Stuð-
manna við undirleik Valgeirs Guðjóns-
sonar, og skelltu sér því í næsta lag,
sænska vísu sem sama hirðskáld hafði
snúið á íslensku. Sú runa var heldur erfið-
ari máladeildarmönnum en í íslenskri
þýðingu er textinn svona – og var mál
manna á fundinum að mest hefði reynt á
þýðandann í síðasta vísuorðinu. Á texta-
blaðinu sagði, fyrir þá sem vilja spreyta
sig heima, að það væri sungið við lagið
„Ritsch ratsch filibom bom bom“:
1, 12, 75, 6, 7,
75, 6, 7,
75, 6, 7,
1, 12, 75, 6, 7,
75, 6, 7, 73.
107, 103, 102, 107, 6, 19 ,27,
17, 18, 16, 15, 13, 19, 14, 17,
19, 16, 15, 14, 8, fjörutíu og sjö!
Þar sem þessi fjölmenni sönghópur Stuð-
manna setti upp stúdentshúfur árið 1972
má hverjum manni ljóst vera að hann er
kominn á virðulegan aldur – en hugurinn
er ungur sem fyrr þótt skrokkurinn
stirðni. Því fylgdi hugur máli þegar söng-
og skólafélagarnir minntust skáldsins
ljúfa, Páls Ólafssonar, og sungu einni
röddu við lag sama höfundar, Sólskríkjan
mín situr þarna...:
„Aldrei bilar beinharkan í besefanum.
Ég hef gigt í útlimonum
öllum – nema bara honum.“
Áður en menn slitu þingi og héldu heim
til kvenna sinna sungu þeir kveðjukvæði,
tárvotir af tómri hamingju – en þá var
saftin sem rann niður kverkar, eða öllu
heldur snafsinn sem borinn var fram með
ölinu, farinn að hafa áhrif á framburðinn
– sem var nokkurn veginn svona – og enn
þýðir hirðskáld hópsins, RØn, úr sænsku:
Þeþþi þaft,
er beþta þaftin þem ég fæ,
þeþþi þaft,
er beþta þaftin héð.
Og þá þem ekki þolið þaft,
þá þkal baða halda kjaft-,
-i í kvöld,
því þaftin eð við völd!
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
VEIÐIDEILD INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA – OPIÐ ALLA DAGA!
SÍMI: 585 7220 / bildshofdi@intersport.is / OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18. Lau. 10 - 18. Sun. 13 - 17.
HAGLABYS
SA, VESTI
OG BELTI
CBCC170 SKOTABELTI
25 skota nylonbelti.
MOSSBERG MAVERICK
M88 12GA 28DR til 29 st. Haglabyssa.
MAX RJÚPNAVESTI
Rjúpnavesti með 2 renndum vösum,
hólfi á baki og að framan. Litur:
Rautt og svart.
ALLT
FYRIR
SKOTV
EIÐINA
20%
AFSLÁT
TUR
AF ÖLL
UM
HAGLA
SKOTU
M
52.990(Fullt verð: 70.470)GLÆSILEGUR PAKKI Í STARTIÐ VERÐ AÐEINS:
38 viðhorf Helgin 25.-27. október 2013