Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Síða 78

Fréttatíminn - 25.10.2013, Síða 78
 TónlisT HljómsveiTin Drangar gefur úT plöTu og ferðasT um lanDið Blanda af Siggu Beinteins, Bó og GCD „Við erum hrikalega spenntir að sjá hvað fólki finnst því okkur finnst þetta geðveik plata. Mamma er hrifin af lagi sex og ellefu enda syng ég mest í þeim. Pabbi kom á eina æfingu og sagði bara jamm og já og fór strax út. En svo höfum við verið að heyra frá fleira fólki sem er ánægt og sjálfstraustið er að koma aftur,“ segir Örn Elías Guðmunds- son, Mugison. Mugison skipar hljómsveitina Dranga ásamt Ómari Guð- jónssyni og Jónasi Sigurðssyni en fyrsta plata sveitarinnar kom út í vikunni. Útgáfutónleikar Dranga voru í Iðnó á mið- vikudagskvöld og liðsmenn sveitarinnar eru nú lagðir upp í tónleikaferð um landið. Allar upplýsingar um tónleikana má finna á Drangar.is. Drangar urðu til þegar Jónas og Ómar voru að rúnta um landið og Mugison bað um að fá að troða upp með þeim á Vagninum á Flateyri. „Eftir það kvöld vorum við svo spennt- ir að það voru uppi hugmyndir að ég héldi áfram með þeim á ferðalaginu. Svo fattaði ég að ég ætti tvö börn, konu og einhverjar skuldbindingar,“ segir Mugison. Í febrúar komu tvímenningarnir vestur til Mugisons og þá sömdu þeir 30 lög á tveimur sólarhringum. „Það reyndist helvíti auðvelt að búa til lögin og við héldum að við værum með einhverja náðargáfu. Svo var bölvuð þrautaganga að semja textana og syngja inn á plötuna.“ Og hvernig músík er þetta, við hverju má fólk búast? „Fyrstu lögin sem við sömdum... þá var augljóst að þarna væru miðaldra karlar sem langaði til að spila rokktónlist. Svo þegar við náðum þeim hrolli úr okkur þá kom slatti af lögum í rólegri kantinum. Annars eru þetta bara ótrúlega næs blanda af Siggu Beinteins, Bó og GCD.“ -hdm Ómar, Mugison og Jónas eru lagðir upp í hringferð um landið. Fyrsta plata Dranga er komin út. Ljósmynd/Hari Airwaves að hefjast Fimmtánda Iceland Airwaves-tónlistarhá- tíðin fer fram í miðborg Reykjavíkur í næstu viku. Hátíðin sjálf hefst á miðviku- dag og stendur fram á sunnudag. Löngu er uppselt og eru þeir sem tryggðu sér miða eflaust þegar farnir að skipuleggja dagskrána í appi hátíðarinnar. Þeir sem ekki eru svo heppnir geta huggað sig við að boðið er upp á yfir 600 tónleika utan dagskrár og ókeypis er inn á þá alla. Dagskráin hefst þegar á mánudag í Lucky Records við Hlemm og næstu vikuna geta áhugasamir fundið forvitnilega tónleika um alla borg. Einn af nýju tónleikastöð- unum í ár er Kvosin Downtown Hotel þar sem John Grant treður meðal annars upp. Bó vinsæll sem fyrr Miðasala á Jólagesti Björg- vins Halldórssonar hófst með látum í gærmorgun. Allir miðar, um þrjú þúsund talsins, seldust upp á innan við tíu mínútum. Ákveðið hefur verið að bæta við aukatónleikum klukkan 16 sama dag, laugardaginn 14. desember, og er sala á þá hafin. Vinsæl stuttmynd Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmunds- sonar, Hvalfjörður, hefur verið valin besta stuttmyndin á þremur virtum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum á undanförnum dögum. Myndin hlaut Golden Starfish verðlaunin þegar hún var frumsýnd á Hamptons há- tíðinni í Banda- ríkjunum og er þar með orðin gjaldgeng fyrir tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2015. Þá var hún valin besta stutt- myndin á Film Fest Gent hátíðinni í Belgíu en með þeim sigri hlaut hún tilnefningu til Evrópsku kvikmynda- verðlaunanna 2014. Síðast en ekki síst var Hvalfjörður valin besta leikna stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Pól- landi sem lauk um síðustu helgi. v ið erum að tala um æsispennandi skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Nýr skemmtiþáttur fer í loftið á RÚV hinn níunda nóvember næstkomandi og verður á laugardagskvöldum til áramóta. Þátturinn heitir Vertu viss og er byggður á erlendri fyrir- mynd. Hann hefur notið mikilla vinsælda sem The Money Drop í Bandaríkjunum, The Million Pound Drop í Bretlandi og Pengene på bordet í Svíþjóð og Danmörku. Kynnir þáttar- ins verður hinn þrautreyndi Þórhallur Gunnarsson, fyrrum dagskrárstjóri RÚV og ritstjóri Kastljóssins. Munu eflaust margir fagna endurkomu hans á skjáinn en hann starfar nú sem framleiðslustjóri hjá Saga Film. Það fyrirtæki framleiðir einmitt umræddan þátt svo það hafa verið hæg heimatökin við ráðninguna. Skarphéðinn segir að tveir keppendur taki saman þátt í leiknum og þurfa þeir að svara spurningum til að eiga mögu- leika á að vinna tíu milljónir króna. „Þú færð 10 milljónir í upp- hafi þáttar og það er þitt að klúðra þeim. Eina sem keppendur þurfa að gera er að svara átta spurningum en með hverri spurningu eru fjórir svarkostir og keppendur leggja peninga undir þau svör sem þeir telja líklegust. En þetta er engan veg- inn aðalatriðið. Aðalatriðið er skemmtunin sem þessu fylgir, spennan, togstreitan og skemmtunin.“ Þátturinn er gerður í samstarfi við Íslandsspil – sem er söfnunarfélag Rauða krossins, SÁÁ og Landsbjargar – og leggur það til verðlaunafé. Um leið verður vakin athygli á söfn- unarstarfinu og þeim þörfu málefnum sem það stendur fyrir, að sögn Skarphéðins. „Þátturinn er mjög í anda hins vinsæla Viltu vinna milljón?, nema hvað að í þessum þætti byrja kepp- endur með fúlgur fjár og verða að spila vel til að halda því.“ Og dagskrárstjórinn er ánægður með þessa viðbót í dag- skrána. „Mér finnst hafa sárlega vantað slíka þætti undanfarin ár. Þátt sem sameinar alla fjölskylduna við sjónvarpstækið á laugardagskvöldi. Þannig þætti á RÚV líka að bjóða upp á. Eins og hefur sýnt sig svo vel með Fólkinu í blokkinni þar sem hálf þjóðin hefur setið fyrir framan tækið á sunnudög- um,“ segir Skarphéðinn. Nýjustu dagskrármæl- ingar Capacent styðja þessa fullyrðingu Skarphéðins. Um síðustu helgi var meðaláhorf á þáttinn 44,2 prósent og var hann lang- vinsælasti dagskrárliðurinn í íslensku sjónvarpi þá vikuna. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is  sjónvarp ÞórHallur gunnarsson sTýrir nýjum ÞæTTi á rúv Tíu milljóna verðlaunafé í nýjum fjölskylduþætti Þórhallur Gunnarsson snýr aftur á skjáinn í nýjum fjölskylduþætti á RÚV í nóvember. Dagskrárstjórinn vonast til að þátturinn sameini fjölskylduna fyrir framan sjónvarps- tækið. Þátttakendur geta unnið sér inn tíu milljónir króna. Þórhallur Gunnarsson snýr aftur á skjáinn sem kynnir í skemmtiþætt- inum Vertu viss sem fer í loftið á RÚV í nóvember. Vetur 2013 Laugavegur 58 • S. 551 4884 • stillfashion.is PHILOSOPHY BLUES ORIGINAL anne 1994 78 dægurmál Helgin 25.-27. október 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.