Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 10
Ég þekki til margra HIV- jákvæðra sem hafa eignast börn á undan- förnum árum. NÝJAR UMBÚÐIR SAMA GÓÐA INNIHALDIÐ Súrmjólkin skipar sígildan sess í matarmenningu Íslendinga og er sjálfsagður hluti af morgunverðarborðinu. S Ú R M J Ó L K H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 3 -2 4 9 0 V eruleiki HIV-jákvæðra er gjörbreyttur frá því fyrir um 10-15 árum, hvað þá ef við horfum lengra aftur. HIV-jákvæðir lifa lengur og eru heilbrigðir, það er þeir fá ekki sýkingar vegna smitsins,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, smit- sjúkdómalæknir á Landspítalanum. Hún er nýkomin af ársþingi HIV-sam- taka í Evrópu þar sem helstu sérfræð- ingar álfunnar deildu þekkingu sinni. „Áherslan nú er að meðferð við HIV sé einnig forvörn til að fyrirbyggja útbreiðslu sjúkdómsins. Hugmyndin að baki þessu er að þó fræðsla sé til staðar þá hættir fólk ekki að stunda kynlíf og þrátt fyrir hættuna af HIV þá eru einstaklingar sem eiga marga rekkjunauta og nota ekki smokk. Við viljum því fá fólk í greiningu og bjóða því meðferð ef það er smitað. Með því að meðhöndla sjúkdóminn er hægt að stöðva fjölgun veirunnar í blóðinu og sömuleiðis í leggöngum og sæði. Þannig lágmörkum við líkur á að einstaklingurinn smiti aðra,“ segir Bryndís. Hún leggur áherslu á að það sé ekki komin lækning við HIV þó hægt sé að halda sjúkdómnum í skefjum. Veiran sé enn í líkamanum og vel heppnuð lyfjameðferð leiðir einfaldlega til þess að hún leggst í dvala í eitlum ónæmis- kerfisins. Létust því þeir tóku ekki lyfin Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá embætti landlæknis, sem sinnir forvörnum og fræðslu um HIV og al- næmi, segir að HIV sé hættur að vera þessi lífshættulegi sjúkdómur sem allir hræðast. „Hann er þess í stað orð- inn krónískur sjúkdómur sem haldið er niðri með lyfjagjöf alla ævi. Fólk er ekki mikið að spá í sjúkdóminn dags- daglega nema kannski við lyfjatöku og kynlíf,“ segir hún. Fyrstu lyfin gegn HIV virkuðu ekki sem skyldi fyrr en árið 1996. Fólk þurfti að taka allt að 20 töflur á dag, á 6-8 tíma fresti allan sólarhringinn. „Aukaverkanir gátu verið af lyfjunum og töflurnar voru stundum það stórar að þær gátu fest í hálsinum. Ég veit um fólk sem hrein- lega lést vegna þess að það treysti sér ekki til að taka lyfin inn reglulega. Í dag þarf fólk bara að taka eina töflu á dag, þetta fólk væri því líklegast á lífi ef lyfin hefðu verið orðin þróaðri og lyfjatakan auðveldari eins og nú er,“ segir Sigurlaug. Alls hafa 304 einstaklingar greinst með HIV frá upphafi á Íslandi, þar af fjórir á þessu ári, og 39 hafa látist úr lokastigi sjúkdómsins, alnæmi. Í fyrsta sinn eru gagnkynhneigðir með HIV fleiri en samkynhneigðir hér á landi. Á undanförnum árum hefur orðið mikil fjölgun í hópi fíkniefna- neytenda sem smitast með sýktum nálum. Bryndís telur að um 130-140 HIV-jákvæðir séu búsettir á Íslandi og er veruleiki þeirra allt annar en HIV- jákvæðra fyrir aðeins örfáum árum. Þáttaskil í rannsóknum á HIV Það markaði tímamót árið þegar sviss- neskir sérfræðingar, í samstarfi við þarlend HIV-samtök, gáfu árið 2008 út að HIV-jákvæðir sem hafa haldið veirumagni í lágmarki yfir hálfs árs tímabil með lyfjameðferð og eru ekki með aðra kynsjúkdóma smiti ekki aðra með kynmökum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru vægast sagt umdeildar og því jafnvel haldið fram að það væri óábyrgt að birta slíkar niðurstöður sem gætu leitt til þess að HIV-jákvæðir hættu að vera varkárir. Frekari rannsóknir voru gerðar og árið 2011 birtust niðurstöður rann- sóknar sem sýndi fram á 96% minni líkur á að smita rekkjunaut hjá þeim sem fóru strax í meðferð samanborið við þá sem biðu með að fara í meðferð. Almennt var talað um að líkur á smiti með hefðbundnum kynmökum væri 1% en þegar þær líkur minnka um 96% eru þær orðnar hverfandi. Þetta þótti marka þáttaskil í rannsóknum á HIV og sama ár gaf Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin út að hún viðurkenndi þessar niðurstöður. Nú síðast í sept- Að greinast með HIV er ekki lengur sá dauðadómur sem það eitt sinn var. Nýjustu lyfin við sjúkdómnum eru svo áhrifarík að með þeim er hægt að halda veirumagni í blóði ómælanlegu. Hverfandi líkur eru á að HIV-jákvæður ein- staklingur sem tekur lyfin sín daglega og heldur veirumagni í lágmarki geti smitað aðra við kynmök. Heilbrigðisstarfsfólk hvetur þó alltaf til þess að fólk noti smokk og lykilatriði er að upplýsa rekkjunauta um smit. HIV er eftir sem áður ólæknandi. Gjörbreyttur veru- leiki HIV-jákvæðra ember sendu samtökin HIV-Danmörk frá sér yfirlýsingu á sama veg. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV- Ísland, tekur í sama streng og segir nýjustu lyfin hafa gert kraftaverk fyrir HIV-jákvæða og möguleika þeirra til að taka þátt í samfélaginu eins og aðrir. Margir nota ekki smokkinn Öllum sem greinst hafa HIV-jákvæðir er boðið upp á gjaldfrjálsan aðgang að göngudeild smitsjúkdóma á Landspít- alanum í Fossvogi, viðtöl við lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráð- gjafa auk lyfja, sem eru sjúklingum að kostnaðarlausu en kosta allt að 200 þúsund krónur á mánuði. Þrír til fjórir læknar hafa á undanförnum árum sinnt HIV-jákvæðum. Bryndís segir að sínir sjúklingar séu almennt meðvitaðir um nýjustu rannsóknir og minnkandi smithættu. „Margir minna sjúklinga sem eru í langtímasambandi stunda yfirleitt kynlíf án smokka. Þeir sem greindust fyrir 10-20 árum nota flestir smokka áfram en ég held að það sé nokkuð algengt að þeir sem greinast síðar noti ekki alltaf smokka. Það er erfitt fyrir okkur sem lækna að gagnrýna það því vísindin segja okkur að þetta sé nánast öruggt að uppfyllt- um skilyrðum. Við læknar hvetjum HIV-jákvæðir eru margir hverjir í samböndum og hafa jafnvel eignast börn eftir að þeir greindust. Staða þeirra í samfélaginu er því allt önnur en fyrir örfáum áratugum. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages 10 fréttaskýring Helgin 25.-27. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.