Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 42

Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 42
Icelandair hótel Reykjavík Natura Sígild hátíðarstemning á glæsilegum nýjum veitingastað „Jólahlaðborðið okkar á sér fastan sess á aðventunni, það er orðið að dásamlegri hefð. Hlaðborðið okkar er klassískt með fersku ívafi, en til dæmis erum við með sérstakt heilsuborð að hætti Satt veitingahúss fyrir þá sem kjósa léttari kost. Fyrsta hlaðborðið hefst þann 14. nóvember og er bæði í hádeginu og á kvöldin, en þá fylgir tilheyrandi hátíðarstemn- ing og hugljúfir tónar sem Guðrún Árný sér um yfir borðhaldinu öll fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. Sunnudagshádegin eru svo tileinkuð fjölskyldum þar sem jólasveinninn mætir við mikla gleði barnanna og jólalögin óma. Auk þessa verður okkar víðfræga skötuveisla á Þorláksmessu,“ segir Brynhildur Guðmundsdóttir, hótelstjóri á Reykjavík Natura. „Á Reykjavík Natura eru jólin alltaf hátíðlegur og skemmtilegur tími. Hótelið er skreytt hátt og lágt með skrauti úr náttúrunni og allir gestir okkar fá í skóinn þegar jólasveinarnir koma í bæinn,“ segir Brynhildur. Verð: Fullorðnir kr. 9.400.- á kvöldin / 4.900.- í hádeginu Börn 6-12 ára greiða hálft verð Börn 0-5 ára fá frítt Fyrir bókanir í jólahlaðborð vinsamlegast hringið í síma 444 4050 eða á satt@sattrestaurant.is Fyrir hópabókanir er hægt að hafa sam- band í síma 444 4020 eða á naturameetings@icehotels.is www.sattrestaurant.is Icelandair hótel Reykjavík Marina Öðruvísi jól á Slippbarnum! „Við meistarakokkarnir á Slipp- barnum setjum mikinn metnað í jólahlaðborðið sem er bæði óhefð- bundið og létt. Það fær enginn bjúg af jólahlaðborðinu okkar! Jólin á Slippbarnum eru í raun ágætis skjól frá jólaasanum sem getur verið yfirþyrmandi. Við bjóð- um upp á stuð og gífurlega góðan jólamat og jólapúnsinn okkar er sérblandaður af einstakri snilld kokteilmeistara Slippbarsins. Hann hringir jólin inn,“ segir Jó- hannes Steinn Jóhannesson, yfir- matreiðslumeistari Slippbarsins. Jólahlaðborðið okkar hefst að kvöldi föstudagsins 29. nóvember og er svo alla daga bæði í hádegi og á kvöldin til 23. desember. Verð á hlaðborði: Hádegi: 3.900 kr. kl. 11.30-14.00 Kvöld: 6.450 kr. kl. 18.00-22.00 Börn 6-12 ára greiða hálft verð Börn 0-5 ára fá frítt Pantanir og fyrirspurnir sendist á slippbarinn@icehotels.is eða í síma 560 8080 www.slippbarinn.is KYNNING jólahlaðborð Helgin 25.-27. október 201342 Asískt jólahlaðborð á Bambus Þ etta er eina asíska jólahlaðborðið þar sem boðið verður upp á allt það besta úr asískri og íslenskri matargerð,“ segir Betty Wang, eigandi veitingastaðarins Bambus í Borgartúni. Bambus er eini veitingastaðurinn í Reykjavík sem býður upp á hátíðarmat frá Asíu. Á hlaðborð- inu verður einnig hefðbundinn íslenskur jólamatur en tveir kokkar standa vaktina í eldhúsinu, asískur og íslenskur, og töfra fram það besta úr báðum menningarheimum. Betty segir hádegishlaðborðin hefjast 23. nóvember og standa til 23. desember. „Við stillum verðinu í hóf, við verðum með sértilboð fyrir hópa, 3290 krónur ef pantað er fyrir 20 manns eða fleiri. Einstaklingar njóta einnig afsláttarkjara ef pantað er fyrir 15. nóvember.“ Hangikjötið verður á sínum stað Betty kemur frá Kína og hún segir Kínverja ekki síður spennta fyrir jólunum en Íslendinga. Hún er mjög spennt fyrir því að bjóða upp á þessa nýjung og blanda saman íslenskri og asískri matarmenn- ingu. Hangikjöt, hamborgarhryggur og grafinn lax verður á sínum stað en um leið verður boðið upp á asískan jólamat. „Margir halda að við höldum ekki upp á jólin en það er ekki rétt, jólin eru mjög stór hátíð hjá okkur Kínverjum og þá er mikið um að vera. Við eigum okkar hefðbundnu jólarétti sem verða að sjálfsögðu á hlaðborðinu. Þar má meðal annars nefna steikta önd með sítrónusósu, svína- steik með stökkri puru og kalkún með asískri fyll- ingu ásamt ýmsu öðru góðgæti,“ segir Betty. Betty Wang, eigandi veitingastaðarins Bambus í Borgartúni, býður gestum upp á jólahlaðborð þar sem verður að finna allt það bestu úr asískri og íslenskri matargerð. Ljósmynd/Hari Jólin byrja með jólahlaðborðum á Icelandair hótelunum Við kynnum nýjan möguleika í mat og gistingu sem mun opna fljótlega. Hlið á Álftanesi Jólahlaðborð Fjörukráarinnar Hefst 23. nóvember og stendur fram að jólum Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan Ólafsson, Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason. Þau munu ásamt öðrum sem skipa Víkingasveitina okkar sjá um að halda uppi jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur. Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir einstaklinga sem og hópa, Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka. farðu inn á www.fjorukrain.is og og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig. Verð á jólahlaðborði er 7.900 krónur á mann Gerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat. w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3 Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með stórkostlegum söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér í áraraðir og því heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.