Fréttatíminn - 25.10.2013, Síða 6
Vertu velkomin!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
• Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur
• Stærð - engin takmörk
• Áklæði - yfir 3000 tegundir
VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18
Torino
Lyon
Lyon
Havana
Landsins mesta úrval
af sófum og sófasettum
ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM
Útivist Eitt vinsælasta Útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins
Tveggja milljóna króna styrkur til endurbóta í Esjuhlíðum
Íslandshótel hf. veittu Skógræktarfé-
lagi Reykjavíkur tveggja milljóna króna
styrk til að gróðursetja og bæta aðstöðu
ferðafólks í Esjuhlíðum, einu vinsæl-
asta útvistarsvæði höfuðborgarsvæðis-
ins. Þúsundir manna fara upp á fjallið
í viku hverri og leiðin upp á Þverfells-
horn er einn fjölfarnasti göngustígur
landsins.
Síðastliðinn áratug hefur Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur staðið fyrir um-
fangsmikilli gróðursetningu á um 400
þúsund plöntum í um 130 hektara lands
í hlíðum Esju. Jafnframt hefur verið
unnið átak í stígagerð, merkingum og
kortagerð af svæðinu fyrir ferðafólk.
Starf þetta er aðallega unnið í sjálfboða-
vinnu en jafnframt hafa fyrirtæki lagt
fram vinnuframlag á svæðinu.
„Skógrækt hefur alltaf verið mér hug-
leikin og er það sönn ánægja að leggja
tvær milljónir til styrktar málefninu,“
segir Ólafur Torfason, stjórnarformað-
ur Íslandshótela. „Okkur langaði til að
leggja hönd á plóginn og bæta aðstöðu
þeirra þúsunda ferðalanga sem leggja
leið sína á Esjuna og þar með að fyrir-
byggja að spjöll verði unnin á gróðri og
jarðmyndunum og jafnframt að tryggja
öryggi göngufólks með bættum göngu-
stígum og bæta svæðið með gróður-
setningu á trjám.“
Útivistarsvæðið í Esjuhlíðum nær
yfir ríkisjarðirnar Kollafjörð og Mó-
gilsá og er rekið af Skógræktarfélagi
Reykjavíkur. Engar fastar tekjur eru til
rekstursins og uppbyggingar svæðisins
og byggist hann því eingöngu á tekjum
þeirra styrktaraðila sem vilja styðja
málefnið.
Ólafur Torfason, stjórnarformaður
Íslandshótela hf. og Þröstur Ólafsson,
formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
h andvömm varð þegar 903-5000 númer söfnunará-taksins Á allra vörum var
stillt. Það leiddi til þess að þeir
sem hringdu í númerið voru rukk-
aðir um virðisaukaskatt, 25,5%,
ofan á gjafaféð. Upphæðin hækk-
aði því um 1.250 krónur á reikn-
ingi.
„200 af þeim 829 sem gáfu
5.000 krónur til söfnunarinnar
með þessum hætti höfðu greitt
símareikninga sína þegar málið
uppgötvaðist,“ segir Gunnhildur
Arna Gunnarsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, sem hafði um-
sjón með símasöfnuninni. „Okkur
tókst að leiðrétta þá reikninga sem
ekki höfðu verið greiddir. Við biðj-
umst velvirðingar á þessum mis-
tökum og þökkum árvökulum við-
skiptavini fyrir að láta okkur vita.
Við hefðum séð þessa handvömm
í reglubundnu eftirliti okkar, en
gátum blessunarlega breytt fleiri
greiðsluseðlum í heimabönkum í
tíma þar sem málið uppgötvaðist
svo fljótt,“ segir hún. Málið hef-
ur ekki áhrif á heildarupphæðina
sem safnaðist til bráðageðdeildar-
innar í átakinu því forsvarsmenn Á
allra vörum fengu réttar upplýs-
ingar í hendur.
Í ár beindi Á allra vörum kast-
ljósinu að geðheilbrigðismálum,
málaflokkurinn er fjársveltur og
enn margir haldnir fordómum í
garð geðsjúkra. Átakið stóð frá 6.
- 20. september og var alls safnað
47 milljónum króna til byggingar
nýrrar bráðageðdeildar á Land-
spítalanum, en ríkið fjármagnar
aðeins hluta af kostnaðinum.
Lagt var upp með að safna
40 milljónum í átakinu með
frjálsum framlögum og sölu
á varaglossum þannig að við-
tökur fóru fram úr vonum.
„Síminn hefur þegar endur-
greitt þeim sem þess hafa óskað
og endurgreiðir að sjálfsögðu
öllum hinum líka með því að leið-
rétta formlega á næsta reikningi
til viðskiptavina. Síminn er stolt-
ur bakhjarl átaksins. Starfsmenn
hans settu upp innhringiaðstöð-
una á Rás 2, keyptu gloss fyrir
meira en 300 þúsund krónur og
gáfu alla umsýslu af 900 númer-
unum svo styrktarfjárhæðin rynni
óskert til bráðageðdeildarinnar,“
segir Gunnhildur Arna.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
góðgErðarmál virðisaukaskatti bætt á styrktarupphæð
Síminn ofrukkaði
í góðgerðarátaki
Síminn endurgreiðir að sjálfsögðu öllum hinum
líka með því að leiðrétta formlega á næsta
reikningi til viðskiptavina.
Fyrir mistök voru þeir sem gáfu 5 þúsund krónur í símasöfnum átaksins Á allra vörum rukkaðir
um virðisaukaskatt ofan á styrktarupphæðina. Upplýsingafulltrúi Símans segir að 200 af þeim
ríflega 800 sem gáfu þessa upphæð hafi verið búnir að greiða símreikninga sína þegar málið
uppgötvaðist. Öllum verður endurgreitt og hefur þetta ekki áhrif á heildarsöfnunarféð.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir
um að um handvömm hafi verið að ræða og að öllum verði endur-
greitt. Mynd/Síminn
74,6% ... kvenna 35 - 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 35 – 49 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent jan - mars 2013
850 svör
6 fréttir Helgin 25.-27. október 2013