Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 59
maður þarf hverju sinni. Það var oft mjög erfitt að fá föt og fólk til að vinna fyrir sig í tökum sérstaklega á fyrsta árinu þegar ég talaði ekki né skrifaði ítölsku. En þetta var einnig skemmti- legasta við námið að þurfa að bjarga sér og sjá svo útkomuna að lokum. Þetta varð til þess að maður þurfti að læra á það sjálfur, hvernig þessi tísku- heimur virkar. Ég lagði strax mikla áherslu á að læra ítölskuna þar sem mjög fáir skilja enskuna. Til að kom- ast inn í samfélagið er nauðsynlegt að tala tungumálið.“ Hvað hefurðu verið að bralla eftir námið? „Ég var svo heppin að fá góð með- mæli frá kennaranum mínum og hann kom mér að í viðtali hjá Calv- in Klein, þar sem það voru um 1000 aðrir umsækjendur, og komst ég þar að í lærlingsstöðu. Þetta var frábær reynsla en einnig mjög erfið og krefj- andi, langir vinnudagar og oft einnig um helgar svo það var lítill frítími. Ég kom svo heim eftir þessa reynslu núna síðustu jól eftir mín 7 ár úti og er ég búin að vera vinna ýmis verk- efni sjáfstætt bæði í myndböndum og ljósmyndatökum. Síðustu helgi var ég að stílisera myndatöku með frá- bæru fólki og vorum við að mynda föt frá búðinni Kasettu. Ég hef mikið dálæti að því að stílisera ljósmynda- tökur það er mín leið á að fullnægja sköpunarþörf minni. Einnig hef ég gaman að skriftum en í náminu tók- um við einmitt blaðamennskukúrs og ég hef verið að blogga þegar ég hef haft tíma.“ Hvernig er að fá verkefni sem stílisti? „Það sorglega við að vera búin að mennta sig í 3 ár í háskóla erlendis og koma svo heim þar sem annar hver maður titlar sig stílista eftir ein- hver námskeið. Þar sem þetta fag er ekki löggilt fag hér heima er staðan slæm fyrir mig. Við erum bara örfá hér á landi sem erum búin með þetta nám. Á Ítalíu er það allt annað mál og krefjast fyrirtæki og tískuhús að fólk sé með háskólagráðu sem stílisti eða annað nám tengt tísku til að komast þar að. Planið mitt er að komast aftur út til Ítalíu í byrjun næsta árs enda er komið ár síðan ég kom heim og er Ítalía farin að toga í mig. Ég er farin að sakna lífsins þar, en ég er mjög hrifin að þessu afslappaða „caos“ sem Ítalir eru svo miklir snillingar að búa til.“ Einhver ráð fyrir þá sem hafa áhuga á þessu námi/starfi? „Þetta nám er mjög dýrt og mjög krefjandi, maður þarf að vera sterk- ur og mjög sjálfstæður til að þrífast í þessum tískuheimi. Stílisti sér um allt í tengslum við myndatöku svo í þessu starfi þarf maður að hafa sterkt tenglanet og mikla samskipta- hæfileika. Einnig er mikilvægt að hafa brennandi áhuga á tísku því fórnarkostnaðurinn er mikill enda er ekkert starfsframboð hér á landi fyr- ir menntaða stílista og er því framtíð- in öll erlendis. Kosturinn hinsvegar við þetta nám er fjölbreytileikinn í starfsvali, margir fara í almanna- tengsl þar sem mikil áhersla er lögð á það í náminu og einnig fara margir í að vera „personal shopper“ sem og stílistar í búðum. “ Sigrún Ásgeirsdóttir sigrun@frettatiminn.is tíska 59Helgin 25.-27. október 2013 Aldur: 29. Sambandsstaða: Einhleyp. Börn: Nei, hef ekki haft tíma í það ennþá. Gæludýr: Nei því miður er ég á of miklu flakki til að eiga dýr annars væri ég löngu búin að fá mé pug. Borg/bær: Reykjavík eins og er. Menntun: Tískustílisti. Starf: Stílisti. Stíll: Ég get ekki flokkað mig undir einn stíl, ég er mjög hrifin af fötum sem ég skil ekki eða veit ekki hvað er. Helst eitthvað sem ég þarf að vefja mig og festa mig í. Ég er mjög hrifin af fötunum hans Yohji Yamamoto, dökkt og „oversized“. Uppháhalds flík: Er „vintage“ Valentino taska sem ég keypti í Elizabeth the first í Mílanó sem er ein fallegasta „vintage“ búð sem ég hef farið í. Tískan í dag: Tískan í dag hentar mér afskaplega vel þar sem ég er svo hrifin af svörtu og dökkum fatnaði. Ég er þessa dagana mest skotin í dökku í „make-up“ og í flíkum. Þá er ég æðislega ánægð með hattatískuna en ég er í leit að hinum fullkomna hatti. Búðir: Hér á Íslandi kaupi ég mest allt á netinu eða fer í „vintage“ búðir og leita af einhverju sérstöku. Litur: Grænn í öllum litbrigðum. Kaffihús/veitingastaður: Trattoria toscana í Mílanó, bæði er æðislegur matur þar og kokteilar. Bar/skemmtistaður: Kaffibarinn. Samfélagsmiðilar: Vogue, Dazed & Confused og einnig NET-A-PORTER. Staður á Íslandi: Er bara óskaplega hrifin af Reykjavík. Staður erlendis: Positano á Ítalíu er einn fallegasti bær sem ég hef farið til, varð ástfangin af þessum litla sveitabæ þegar ég fór þangað í frí. Anna Björg/Ansy Tískustílisti.  Viðtal ég hafði sterkar skoðanir á þVí hVernig ég Vildi klæðast frá fjögurra ára aldri Ég er mjög hrifin af fötum sem ég skil ekki Síung í 75 ár Laugavegi 63 • S: 551 4422 Frá Laxdal Laugavegi, glæsilegar vetrakápur og dúnúlpur frá þekktum framleiðendum, Frank Lyman glæsikjólar, gæði og glæsileiki, skoðaðu úrvalið á laxdal.is Augnhreinsir Hentar vel viðkvæm augum hverjum hentAr gArnier BB mirAcle skin Perfector? • Nauðsynlegur raki og andoxunarefni • C vitamin og steinefni • Jafnar húðlitinn, lítalaus og einstaklega falleg áferð • SPF 15 hverjum hentAr gArnier nordic essentiAls? • Venjuleg/blönduð húð • Góður raki • Húðin verður frískari hverjum hentAr gArnier eye roll-on? • Dregur úr baugum, þrota og pokum á augnsvæði • Gefur frískleika og raka • Einnig til litað, þekur bauga og dökk svæði undir augum með mineral pigmentum 798.- 798.- 1.498.- 1.498.- Garnier fyrir allar húðGerðir Úr Kasettu tökunni um síðustu helgi. Stílisti//Ansy Fyrirsæta/Gabríela Ósk Mynd/Heiða HB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.