Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 41
Jólahlaðborð Helgin 25.-27. október 2013 Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Jólaandinn svífur yfir Laugarvatni Í ágúst síðastliðnum opnuðu þeir Sverrir Steinn Sverrisson og Sveinn Jakob Pálsson gistiheimili í Héraðs- skólanum á Laugarvatni sem hefur fengið góðar viðtökur á fyrstu mánuðunum. Frá miðjum nóvember verður boðið upp á jólahlaðborð og gistingu fyrir stærri og minni hópa. Að sögn Sverris er einstak- lega jólalegt um að litast á Laugarvatni í desember. „Héraðsskólinn og þorpið allt er baðað jólaljósum svo hér verður mikil jólagleði og við lýsum upp skammdegið hérna á Suðurlandi. Ég er ekki frá því að jólasveinninn búi hérna,“ segir hann og hlær. Lions-klúbburinn á Laugarvatni stendur fyrir kertafleytingum á vatninu laugardaginn 30. nóvember. „Þetta er ár- legur viðburður hérna þar sem fólk sam- einast í frið og kærleika. Þann sama dag verður Kvenfélagið með jólamarkað sem er mjög skemmtilegur.“ Þeir Sverrir og Sveinn ætla að standa fyrir luktagöngu í desember sem nánar verður auglýst þegar nær dregur. Helgin 1. og 3. nóvember verður alls- herjar afmælishelgi á Laugarvatni en þá verður Héraðsskólinn 85 ára, veitinga- húsið Lindin 20 ára, Gallerí Laugarvatn tíu ára auk þess sem veitinga- og gisti- staðurinn Efstidalur fagnar árs afmæli sínu. „Þessa sömu helgi verður safna- helgi Suðurlands svo það verður mikið um að vera hérna. Í Héraðsskólanum verður opið hús alla helgina svo fólk get- ur gengið um og skoðað gamla skólann og þá starfsemi sem hér er. Á afmælis- degi skólans, 1. nóvember, bjóðum upp á kaffi og Héraðsskólavöfflu á 550 krónur. Þá verður tveir fyrir einn tilboð í Fontana, sérstök jólaopnun í Galleríinu, Lindin mun gefa súkkulaðimús í kaupbæti og Efstidalur verður með opið hús. Þetta verður samstillt átak ferðaþjónustuaðila á svæðinu og viljum við opna dyrnar upp á gátt og bjóða fólk velkomið í kyrrðina hér á Laugarvatni.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Héraðsskólinn býður upp á jólahlaðborð fyrir stærri og minni hópa frá miðjum nóvember. Helgina 1. til 3. nóvember fagnar Héraðsskólinn á Laugarvatni 85 ára afmæli sínu. Þar var opnað gistiheimili í ágúst síðastliðnum. Jólalegt verður um að litast á Laugarvatni á aðventunni. Boðið verður upp á jólahlaðborð í Héraðsskólanum frá miðjum nóvember og fyrstu helgina í aðventu verður kertafleyting í þágu friðar á vegum Lions-klúbbsins og jólamarkaður hjá Kvenfélaginu. Helgin 1. til 3. nóvember verður allsherjar afmælishelgi á Laugarvatni. Jólaljósin á Laugarvatni munu lýsa upp skammdegið. Sumir telja jafnvel að jólasveinninn búi þar. Ljósmynd/Pálmi Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.