Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Page 41

Fréttatíminn - 25.10.2013, Page 41
Jólahlaðborð Helgin 25.-27. október 2013 Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Opið 08.00 - 16.00 www.flora.is | info@flora.is | Réttarhálsi 2 | 110 Rvk | Sími: 535 8500 Jólaandinn svífur yfir Laugarvatni Í ágúst síðastliðnum opnuðu þeir Sverrir Steinn Sverrisson og Sveinn Jakob Pálsson gistiheimili í Héraðs- skólanum á Laugarvatni sem hefur fengið góðar viðtökur á fyrstu mánuðunum. Frá miðjum nóvember verður boðið upp á jólahlaðborð og gistingu fyrir stærri og minni hópa. Að sögn Sverris er einstak- lega jólalegt um að litast á Laugarvatni í desember. „Héraðsskólinn og þorpið allt er baðað jólaljósum svo hér verður mikil jólagleði og við lýsum upp skammdegið hérna á Suðurlandi. Ég er ekki frá því að jólasveinninn búi hérna,“ segir hann og hlær. Lions-klúbburinn á Laugarvatni stendur fyrir kertafleytingum á vatninu laugardaginn 30. nóvember. „Þetta er ár- legur viðburður hérna þar sem fólk sam- einast í frið og kærleika. Þann sama dag verður Kvenfélagið með jólamarkað sem er mjög skemmtilegur.“ Þeir Sverrir og Sveinn ætla að standa fyrir luktagöngu í desember sem nánar verður auglýst þegar nær dregur. Helgin 1. og 3. nóvember verður alls- herjar afmælishelgi á Laugarvatni en þá verður Héraðsskólinn 85 ára, veitinga- húsið Lindin 20 ára, Gallerí Laugarvatn tíu ára auk þess sem veitinga- og gisti- staðurinn Efstidalur fagnar árs afmæli sínu. „Þessa sömu helgi verður safna- helgi Suðurlands svo það verður mikið um að vera hérna. Í Héraðsskólanum verður opið hús alla helgina svo fólk get- ur gengið um og skoðað gamla skólann og þá starfsemi sem hér er. Á afmælis- degi skólans, 1. nóvember, bjóðum upp á kaffi og Héraðsskólavöfflu á 550 krónur. Þá verður tveir fyrir einn tilboð í Fontana, sérstök jólaopnun í Galleríinu, Lindin mun gefa súkkulaðimús í kaupbæti og Efstidalur verður með opið hús. Þetta verður samstillt átak ferðaþjónustuaðila á svæðinu og viljum við opna dyrnar upp á gátt og bjóða fólk velkomið í kyrrðina hér á Laugarvatni.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Héraðsskólinn býður upp á jólahlaðborð fyrir stærri og minni hópa frá miðjum nóvember. Helgina 1. til 3. nóvember fagnar Héraðsskólinn á Laugarvatni 85 ára afmæli sínu. Þar var opnað gistiheimili í ágúst síðastliðnum. Jólalegt verður um að litast á Laugarvatni á aðventunni. Boðið verður upp á jólahlaðborð í Héraðsskólanum frá miðjum nóvember og fyrstu helgina í aðventu verður kertafleyting í þágu friðar á vegum Lions-klúbbsins og jólamarkaður hjá Kvenfélaginu. Helgin 1. til 3. nóvember verður allsherjar afmælishelgi á Laugarvatni. Jólaljósin á Laugarvatni munu lýsa upp skammdegið. Sumir telja jafnvel að jólasveinninn búi þar. Ljósmynd/Pálmi Hilmarsson.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.