Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 32
L íf mitt hefur einkennst af tilviljunum og margt hefur farið öðruvísi en ég hef ætlað. Ég hef þá lífsskoðun að maður verði ævinlega að taka bestu ákvörð- unina miðað við þá stöðu sem maður er í hverju sinni, “ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins og jafnframt fyrsta konan til að sinna því starfi. Unnur er lög- fræðingur frá Há- skóla Íslands en hún gegndi áður starfi yfirlögfræð- ings hjá Fjármála- eftirlitinu. Hún hefur víðtæka reynslu við verkefni tengd f jár- málaþjónustu. Starfaði hún meðal annars um árabil hjá bankaeftir- liti Seðlabanka Íslands og sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA skrifstofunni í Brussel. Unnur hefur einnig víðtæka reynslu úr opinbera geiranum sem skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu og sem settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Unn- ur er dóttir Helgu Ólafsdóttur hús- móður og Gunnars Sigurðssonar byggingarverkfræðings en hann lést aðeins 45 ára árið 1978. Hún er elst fjögurra systkina. „Mér datt alls ekki í hug að ég yrði forstjóri en eftir fyrri reynslu úr fjármálageiranum fann ég löngun hjá mér í kjölfar hrunsins að koma og taka þátt í uppbyggingunni. Mér fannst að ég gæti kannski gert eitt- hvert gagn,“ segir Unnur. ,,Ég hef alltaf reynt að sinna því vel sem ég hef tekið að mér hverju sinni. Ég hef aldrei verið róleg þeg- ar mér hefur fundist ég vera hætt að vaxa í umhverfinu sem ég er í. Þá hef ég viljað breyta til og sóst eftir því. Ég hef trúlega alltaf verið frem- ur metnaðarfull og ég hef horfst í augu við það seinni árin, en lengi vel taldi ég mér trú um það að svo væri ekki. Stundum hefur maður haft áhuga á einhverju og það ekki gengið eftir og maður jafnvel orðið afskaplega feginn eftirá. Það er best að vera varkár varðandi það hvers maður óskar sér. Mitt líf hefur að mörgu leyti einkennst af tilviljun- um,‘‘ segir Unnur. „Ég vona að ég skili starfinu sem ég hef tekið að mér með sóma. Ég á enn mikið eftir í að ná þeim ár- angri sem ég og samstarfsfólk mitt stefnum að í uppbyggingu og þróun stofnunarinnar. Mér finnst ég vera að hefja nýja vegferð sem er heil- mikil áskorun að takast á við,'' segir Unnur. Aldrei róleg vaxi ég ekki í starfi Unnur Gunnarsdóttir er fyrsta konan til þess að stjórna Fjármálaeftirlitinu. Segir hún athygli beinast mun meira að eftirlits- stofnunum eftir hrun og er ánægð með þá þróun að konur eru orðnar sýnilegri stjórnendur víðsvegar í Evrópu. Í sínu starfi segist hún upplifa í flestum tilfellum góðan samstarfsvilja. Leiddist og vildi læra meira Unnur ólst upp í Garðabænum en fyrstu árin bjó hún í Kaliforníu þar sem faðir hennar stundaði dokt- orsnám og segir hún að henni hafi lengi verið eftirsjá í að hafa ekki verið þar lengur. „Ég ólst upp við að það væri sjálfsagður hlutur að fara í skóla og að líta á nám sem vinnu. Að maður ætti að forgangsraða í námi og gefa sér tíma í það. Ég lærði snemma að skipuleggja mig við nám og þegar ég var 11 ára tók ég upp á því að hlaupa yfir einn bekk og lærði námsefni 12 ára bekkjarins á nokkrum vikum. Ég skipulagði hvað ég ætlaði að gera á hverjum degi og stóð við það og ég lenti ekki í stressi. Þessi þjálfun nýttist mér mjög vel í öllu námi eftir það,“ segir Unnur. „Ég var fremur alvörugefinn krakki og hafði gaman af því að læra, en mér bara leiddist. Ég hafði ekki nóg að gera,“ segir Unnur. Hún á eiginmann og tvær dætur í dag sem og tvö barnabörn. ,,Mér fannst oft erfitt að vinna úti með ung börn og réttindi foreldra á vinnu- markaði voru ekki á við það sem þau eru í dag. Maður bjó við stöðugt óör- yggi varðandi barnagæslu. Þetta var oft erfitt og mér finnst þjónustan og réttindin hafa stórlega batnað, enda verið mikið baráttumál undanfarna áratugi. Þá finnst mér frábært að sjá hvað ungir feður sinna börnum sínum til jafns við mæðurnar,“ segir Unnur. Hún er mikil fjölskyldumann- eskja og enginn vafi er á forgangs- röðinni. „Ég reyni að hafa tíma fyrir barnabörnin. Þau eru miklir gleði- gjafar og ég legg heilmikið upp úr því að vera með þeim og ég reyni að hafa annað heimili fyrir þau,'' segir Unnur. „Áhugamál eru eitthvað sem ég hef ekki náð að leysa mjög vel í mínu lífi. Vinnan tekur yfir en ég finn að ég þarf að hreyfa mig og vera úti. Ég reyni að gera eitthvað fyrir mig og finna jafnvægi,“ segir Unnur. Konur þurfa að vera vakandi Unnur segir að konur séu í meira mæli að komast í stjórnunarstöður. „Þetta gerist fyrst í opinbera geir- anum og ástæðurnar eru margar, til dæmis er ráðningarferlið faglegra og frelsið við ráðningar minna,“ segir Unnur. Segir hún að opinberi geirinn borgi minna og þess vegna sæki karlar minna í hann. „Ég hef aldrei viljað fara í það hlutverk að segja að konur séu fórnarlömb enda finnst mér þær ekki vera það. En það er heldur ekki réttlátt að konur fái lægri laun fyrir sína vinnu,“ segir Unnur. „Ég held að breytingarnar séu kynslóðabundnar. Með hverri kyn- slóð er minni munur á sjálfstrausti kvenna og karla og unga fólkið í dag truflast ekki af þessu. Aftur á móti geta ungar konur átt það til að sofna á verðinum og treysta á jafn- rétti. Þær þurfa að halda vöku sinni í þeim efnum. Það er lítillækkandi fyrir konur að þurfa að vera í þessari baráttu,“ segir Unnur. „Ég skil mjög vel að ungum kon- um finnist kynjakvótinn í stjórnum fyrirtækja ekki heppilegur en hann er nauðsynlegur. Það er ekki fyrr en núna sem tekið er á vandamálinu. Það þurfti að taka til í þessum mál- um. Búið var að reyna mýkri aðferð- ir í mjög langan tíma. Mér finnst jafnvægi kynjanna nauðsynlegt og skemmtilegt. Og menn átta sig á því að það er gagnlegt fyrir fyrirtæki og þjóðfélagið að finna jafnvægi og að heyra sjónarmið bæði karla og kvenna,“ segir Unnur. „Við konur getum lært margt af karlmönnum, til dæmis að hafa skarpa sýn á hvar maður á að taka ábyrgðina og hvar ekki. Mér finnst það líka til fyrirmyndar að geta gert eitt í einu og gefa því fulla athygli,“ segir Unnur. Við tökum óvinsælar ákvarðanir Unnur segir hlutverk Fjármálaeftir- litsins sérstakt og því fylgi mikið vald sem og mikil ábyrgð. Segir hún að það þurfi að beita því valdi af hóg- værð og fagmennsku. „Við erum alltaf að vanda okkur við að þróa vinnuna okkar og erum enn að takast á við eftirmál hruns- ins og taka óvinsælar ákvarðanir. Við erum með inngrip í starfsemi hjá fyrirtækjum þar sem margt vel menntað fólk starfar sem veit hvað það er að gera og vill fá að vinna í friði,“ segir Unnur. „Okkar hlutverk er ekki vinsælt en vægi þess hefur aukist með tímanum. Þær kröfur eru gerðar til okkar að vera með virk afskipti,“ segir Unnur. Segist hún upplifa góðan vilja hjá flestum til samstarfs og að gera hlutina í góðri sátt. Hitt séu undan- tekningar sem geti verið fyrirferða- miklar. „Ástæðan fyrir því að fólk hefur áhyggjur af framtíðinni er að við erum ekki alveg búin að sjá út úr erfið leikunum og við vitum ekki hvernig þetta allt endar. Það er mik- ið af góðu fólki að vanda sig og að leggja hönd á plóg til að koma okk- ur út úr þessu. En sumt er ekki svo auðvelt að sjá fyrir. Það þarf að leysa margt sem ekki búið að sjá fyrir end- ann á,“ segir Unnur. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is „Ég vona að ég skili starfinu með sóma sem ég hef tekið að mér. Ég á enn mikið eftir í að ná þeim árangri sem ég og samstarfsfólk mitt stefnum að í uppbyggingu og þróun stofnunarinnar. Mér finnst ég vera að hefja nýja vegferð sem er heilmikil áskorun að takast á við.“ „Ég hef alltaf reynt að sinna því vel sem ég hef tekið að mér hverju sinni,“ segir Unnur Gunnarsdóttir for- stjóri Fjármálaeftir- litsins. Myndir Hari 32 viðtal Helgin 25.-27. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.