Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 60

Fréttatíminn - 25.10.2013, Qupperneq 60
60 bílar Helgin 25.-27. október 2013  Skoda EfStur í vali í danmörku og á íSlandi Octavia bíll ársins í Danmörku  rEynSluakStur kia SorEnto Mikið fyrir peningana Er bíllinn þinn klár fyrir veturinn? Löður kynnir Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X er ekki bara fyrir framrúðuna Rain-X fylgir öllum bílaþvotti í svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 og er fáanlegur á snertilausu þvottastöðum Löðurs á Grjóthálsi og Fiskislóð 29 Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is k ia er orðin þriðja vinsælasta bílategundin á Íslandi, á eftir Toyota og Volkswagen. Það er í raun ekki skrýtið því óhætt er að segja að sá sem kaupir Kia bíl fái mikið fyrir peningana. Endursöluverð Kia er gott og bil- anatíðni er lág. Svo segir að minnsta kosti syst- ir mín sem er nú að íhuga að kaupa nýjan fjöl- skyldubíl. Og hún gerir aldrei neitt vanhugsað. Foreldrar mínir hafa átt Kia í hátt í áratug, fyrst Sorento og síðan Kia Cee'd sportswagon og hafa verið mjög ánægðir með báða bílana. Sjálf keypti ég Kia Picanto fyrir sex árum og reyndist hann fínasti annar bíll eins og hann var hugsaður. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég reynsluók nýjum Kia Sorento á dögunum. Hann er þægilegur í akstri, rúmgóður og vel hannaður að innan sem utan. Það sem ég er hrifnust að við Sorentoinn er að hann er sjö sæta! Ég hef áður talað um nauð- syn þess að eiga sjö manna bíl, meira segja þótt börnin séu ekki fleiri en þrjú (sem er reyndar ekki tilfellið hjá mér). Ef tvö börn vilja bjóða tveimur vinum í heimsókn eftir skóla eða leik- skóla vandast málið nema bíllinn sé sjö sæta. Skottið verður að sjálfsögðu frekar lítið þegar öll sætin eru í notkun, en sæmilegt þó. Þegar einungis fimm sæti eru í notkun er það hins vegar mjög rúmgott. Sorentoinn er búinn öllum nútíma tækninýj- ungum og öryggislausnum. Hann skorar mjög hátt á öryggisprófum enda með loftpúðum að framan, til hliðar og loftpúðagardínum í fram- og aftursæti. Kia Sorento kostar frá 7,3 milljónum sem er mjög samkeppnishæft verð fyrir jeppling – svo ekki sé talað um sjö manna jeppling. Mér fannst hann minna dálítið á Hyundai Santa Fe, sem ég átti einu sinni, enda alls ekki ósvipaðir bílar. Hann er sæmilega eyðslugrannur af svo stórum bíl að vera, eyðir 6,7 lítrum á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Nýr Kia Sorento er fallegur og þægilegur fjölskyldubíll. Stærsti kostur hans er að hann er sjö manna sem er óneitanlega þægilegt þegar skutlast þarf með börn og vini þeirra milli staða. 7 manna Gott verð Fallegur Þægilegur í akstri Gluggar í aftursæti hátt uppi Verð 7.300.000 kr Hámarkshraði 190 km/klst Eldsneytisnotkun 6,4 l/100km í blönduðum akstri Breidd 1,621 m CO2 blandaður akstur 175 g/km Sorento er fallegur bíll með ýmsa kosti sem henta vel nútímafjölskyldum. Skoda Octavia var valinn bíll ársins 2014 í Danmörku. Alls komu 24 bílar til greina í vali dönsku bílablaðamannanna en að lokum stóð slagurinn milli fimm bíla, Skoda Octavia, Mazda 3, Peugeot 308, Citroën C4 Picasso og Volkswagen Golf. Þegar upp var staðið fékk Octavian 144 stig, Mazdan 130, Peugeot-bíllinn 129, Citroën-bíllinn 100 og Golfinn 97. Þetta er annað árið í röð sem Skoda er valinn bíll ársins í Danmörku en í fyrra deildi smábíllinn Skoda Citigo sætinu með systurbílum sínum, Volkswagen Up og Seat Mii. Volkswagen Up er mest seldi bíllinn í Danmörku á þessu ári, að því er fram kemur í Jótlandspóstinum. Þeir bílar sem komu til greina í valinu í Danmörku í ár voru eftirtaldir: Nissan Note, Dacia Sandero, Mazda 3, Peugeot 308, Seat Leon, Skoda Octavia, Toyota Auris, VW Golf, Mazda 6, Citroën C4 Picasso, Dacia Lodgy, Kia Carens, Ford Kuga, Mitsubishi Outlander, Peugeot 2008, Renault Captur, Subaru Forester, Suzuki SX4 S-Cross, Toyota RAV4, BMW 3 GT, BMW 4 coupé, Opel Adam, Renault Zoe og Tesla S. Þess má geta að Skoda Octavia var einnig valinn bíll ársins 2014 í vali íslenskra bílablaðamanna nýverið. Skoda Octavia er bíll ársins í Danmörku, rétt eins og hér á landi. Kraftmikill Kia Cee'd GT Kia Cee'd GT er sportútgáfan af metsölubíl suður-kóreska bílaframleiðandans Kia Cee'd, sem selst hefur mjög vel hér á landi. Cee'd GT er sportlegur og aflmikill bíll með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu og 204 hestöfl. Togið í Kia Cee'd GT er 265 Nm og hann er aðeins 7,7 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir mikið afl er vélin sparneytin og umhverfismild. Kia Cee'd GT skartar 18 tommu álfelgum, glerþaki, LCD sportmælaborði, Recaro sætum, fótstigum úr áli, LED ljósum, tvöföldu pústkerfi og sportfjöðrun. Bíllinn er talsvert frábrugðinn venjulegum Kia Cee'd í útliti en hönnun hans er sportlegri bæði að utan sem innan. Innanrýmið þykir mjög vel heppnað, þar sem efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur, segir í tilkynningu Öskju, umboðsaðila Kia. „Bíllinn var teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi en aðalhönnuður Kia er Þjóðverjinn Peter Schreyer sem á heiðurinn af flottri og endurhannaðri línu Kia bíla á undanförnum tveimur árum,“ segir enn fremur. Kia Cee'd GT er smíðaður í verk- smiðju Kia í Slóvakíu. Sportútgáfan Kia Cee'd GT.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.