Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 25.10.2013, Blaðsíða 20
L eiðir leikaranna Pálma Gestssonar og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur liggja saman á tveimur sviðum Þjóðleikhúss- ins um þessar mundir. Þau leika bæði í hinu umtalaða verki Maður að mínu skapi og í lok mánaðarins frumsýna þau verkið Pollock? í Kassa Þjóðleikhússins. Þar eru þau tvö á sviðinu undir stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar og leika ólíkar manneskjur sem takast á um eðli og gildi listarinnar. Ólafía Hrönn leikur almúgakonu sem býr í hjólhýsi og telur sig hafa fundið ómerkt málverk eftir hinn mikilsmetna málara Jackson Pol- lock. Pálmi mætir í hjólhýsið í hlut- verki virts listfræðings sem gerður er út til þess að skera úr um hvort verkið sé alvöru Pollock. Gríntaugin er sterk í báðum leik- urunum en að þessu sinni segja þau alvöruna svífa yfir vötnum og þau séu ekki með neinn fíflagang þegar Pollock? er annars vegar. „Fyndið? Það er nú ekki lagt upp með það þótt verkið, eða að- stæðurnar, séu kannski fyndnar í sjálfum sér,“ segir Ólafía Hrönn. „En við erum ekkert að gera út á það. Mér er sagt að úti í Ameríku hafi verið gert mjög mikið út á að hafa þetta sem fyndnast en það er mikill tregi í þessu leikriti.“ „Ætli það megi ekki segja að þetta sé svona tragikómík bara?“ Leggur Pálmi til. „Jú. Ég er bara orðin svo leið á þessu orði,“ svarar Ólafía Hrönn ákveðin. „Já, já. Þetta er svona leikrit um tvær dálítið ólíkar manneskjur sem eru kannski þegar til kemur ekkert svo ólíkar.“ „Hjörtun eru alltaf eins,“ skýtur Ólafía Hrönn inn í og horfir spek- ingslega til himins. Og Pálmi rengir það ekki. „Já, þau slá eins.“ Hilmir Snær er orðinn frekur til fjörsins sem leikstjóri í Þjóð- leikhúsinu og leikstýrir á þessu leikári Pollock? og söngleiknum Spamalot. Og Pollock-dúettinn er hæstánægur með að vinna undir stjórn hins leikreynda leikstjóra. „Það er alveg skelfilega gaman að honum,“ segir Ólafía Hrönn og Pálmi tekur undir. „Mér finnst bara frábært að vinna með honum.“ „Hann þekkir leikaravinnuna svo rosalega vel og á svo gott ein- hvern veginn með að segja til. Hann stýrir þessu eins og tón- verki,“ segir Ólafía Hrönn og bætir við: „Þetta er búið að vera rosalega hugljúft æfingaferli. Við höfum mikið getað spekúlerað og farið hægt í þetta.“ Hin eilífa spurning um smekk „Þetta er bara svo skemmtilegt efni. Leikritið er svo gott og vel skrifað,“ segir Pálmi. „Já, það er bara langt síðan maður hefur fengið svona skothelt leikrit,“ bætir Ólafía Hrönn við og Pálmi nær orðinu svo aftur: „Þarna fer fram mjög heillandi og áhuga- verð umræða sem ég held að komi öllum við eða að allir geti samsam- að sig svolítið við. Þetta snýst ekki síst um þessa umræðu um hvað er list og hvað er ekki list. Hvað finnst fólki og hvað er smekkur? Og hve- nær er hvað hvað? Og hver ákveður það? Þetta eru svona þessar stóru spurningar og svo er bara sagt að það sé ekki hægt að deila um smekk og eitthvað svoleiðis. Bara eins og er að gerast í krítíkinni núna með til dæmis Hús Bernhörðu Alba. Sumum finnst það snilldarverk en Jón Viðar gefur því eina stjörnu. Það er alltaf stuð þegar hann er annars vegar,“ segir Pálmi og glottir út í annað. „Hann er svolítið í einnar stjörnu stuði þessa dagana og er búinn að fleygja einni stjörnu í allar áttir,“ bendir Ólafía á. „Já, það er svolítið stemningin. En Jón Viðar skrifar bara það sem honum finnst,“ segir Pálmi og þau sammælast um að Jón Viðar sé heiðarlegur og sjálfum sér sam- kvæmur í leikhúsrýni sinni. „En þessi umræða í leikritinu sem verkið hverfist kannski svolítið um er áhugaverð pæling. Hvenær er list list? Og hver ákveður hvort list er list? Þetta er einhvers konar pólitík. Þarna hittast fræðimaður og almúgakona og eiga í samtali um það hvað sé raunveruleg list.“ Ólafía Hrönn grípur vangaveltur Pálma á lofti. „Sko, mér finnst þetta frekar snúast um hvað sé verðmæt list og hver ákveður hvað er verð- mætt? Þú ert kannski með mynd sem er alveg eins og eftir Pollock en af því þú veist ekki alveg hvort þetta sé hann þá getur þú ekki sagt til um hvað þetta málverk kostar. Þetta er á markaði og það er ein- hver sem ákveður verðmætið. Bara eins og gerðist á sínum tíma úti í Ameríku þegar þeir ákváðu bara að gera nokkra myndlistarmenn þar verðmikla. Svona var þetta með Pol- lock, það var hreinlega bara ákveð- ið að verkin hans væru hundrað milljón dollara virði.“ Raunveruleg umræða „Þetta leikrit fjallar um raun- verulega atburði,“ bendir Pálmi á. „Það er skrifað upp úr heim- Eðli listarinnar er ekkert grín Leikararnir Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson hittast í hjólhýsi í hlutverkum ólíkra manneskja sem takast á um hvort ómerkt slettuverk sé eftir listmálarann Jackson Pollock eður ei í leikritinu Pollock? sem Þjóðleikhúsið frumsýnir í næstu viku. Leikararnir eru hins vegar líkari en margan grunar og eiga skotveiði sem sameiginlegt áhugamál og bæði ganga þau á fjöll. Þau ræða hér gildi listarinnar, Pollock og leiðrétta út- breiddan misskilning um sýninguna Maður að mínu skapi sem þau leika einnig í. 20 viðtal Helgin 25.-27. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.