Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 23
viðtal 23 Helgin 25.-27. október 2013
Pollock? Er
glænýtt verk eftir
Stephen Sachs sem
sýnt hefur verið við
miklar vinsældir
víðs vegar um
Bandaríkin og
hlaut Elliot Norton
gagnrýnendaverð-
launin árið 2012.
Maude Gutman,
fyrrverandi bar-
þjónn á miðjum
aldri, býr ein í hjól-
hýsi sem hún hefur
skreytt með ýmsu
dóti af hinum og
þessum flóamörk-
uðum.
Einn hlutur sker
sig úr, risastórt
málverk sem hún
keypti til að stríða
vinkonu sinni. En
nú hefur vaknað
sá grunur að þetta
slettuverk, sem
Maude fannst í
fyrstu hlægilega
ljótt, geti verið
listaverk eftir
sjálfan Jackson Pol-
lock, himinhárra
fjárhæða virði. Hér
gæti verið um að
ræða listaverka-
fund aldarinnar!
Og nú er Lionel
Percy, einn virtasti
listfræðingur sam-
tímans, kominn til
að reyna að meta
hvort verkið sé
ekta.
Hilmir Snær
Guðnason leik-
stýrir en Mikael
Torfason þýddi.
Spaugað með absúrdkómík
Pálmi er einnig á fleygiferð með
félögum sínum í Spaugstofunni
sem gera enn ótrauðir grín að póli-
tíkinni og samfélaginu vikulega á
Stöð 2. En umræðan er öll orðin svo
geggjuð að það er hægara sagt en
gert að grínast með djókið.
„Við erum stundum alveg í bull-
andi vandræðum, segir Pálmi. „Það
er eiginlega ekki hægt að finna
neinn snúning á hlutunum. Það er
ekkert grín. Þetta er svo absúrd
allt saman að það er alveg ferlega
snúið að finna á þessu einhverja
fleti. Oft nægir bara að sýna beint
frá atburðum,“ segir hann og síðan
tekur við stutt umræða um hvernig
í veröldinni sé til dæmis hægt að
skrumskæla það að lögreglumenn
beri Ómar Ragnarsson á milli sín
og færi í fangageymslur.
„Um daginn, ég held það hafi
verið í síðasta þætti þá sýndum
við bara beint frá Alþingi þar sem
Vigdís Hauksdóttir var að tala. Það
var engu við það að bæta.“
„Ég er búin að vera svolítið í
músíkinni, ef þú vilt vita eitthvað
um mig,“ segir Ólafía Hrönn sem
er söngkona í hjáverkum. „Ég var
með tónleika á Rósenberg um dag-
inn, með frumsamið efni. Ég var í
kvennahljómsveit þegar ég var um
þrítugt. Rokkkvennahljómsveit.
Svo er hljómsveitin Þryðjy koss-
ynn hérna í Þjóðleikhúsinu. Ég tek
nokkur lög með henni. Þetta er bara
það skemmtilegasta sem ég geri.
Mér finnst það eitt æði bara að æfa.
Þetta er svolítið frí frá leikhúsinu.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Pálmi er í svo flottu formi að
ljósmyndarinn grunar hann
um að vera dottinn í cross-
fitið og þjarmar að honum
með þá kenningu sína. Pálmi
þvertekur fyrir það en segist
vera genginn í 52 fjalla hópinn
og hafi í fjallgöngu fundið þá
allra bestu líkams- og andans
rækt sem hann hefur kynnst.
Ólafía Hrönn gengur einnig
á fjöll einu sinni í viku með
tveimur vinkonum sínum.
Hún segir Helgafell enn sem
komið er vera helsta afrekið
en Pálmi státar af því að hafa
farið á Hvannadalshnjúk í
sumar. Ljósmynd/Hari
Þessi vinna er nú
þannig að maður
kemst ekkert á
þessar fuglaveiðar
sínar. Rjúpuna
og svona, sem er
afleitt.
Pollock?