Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 34

Fréttatíminn - 25.10.2013, Side 34
S jálfsagt má rekja áhuga minn á náttúru og náttúruvernd aftur til þess þegar ég var unglingur og starfaði í Skátahreyf- ingunni. Þar er mönnum kennt að bera virðingu fyrir náttúrunni og ganga vel um landið,“ segir Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi umhverfisráðherra og sendiherra, sem tók þátt í mótmælunum vegna lagningar vegar yfir Gálgahraun. „Gálgahraun eða Garðahraun. Menn eru sífellt að þrasa um hvort nafnið eigi að nota en nöfnin eiga bæði við sama svæði, þetta er hluti af Búrfellshrauni sem rann til sjáv- ar. Mér hefur alltaf þótt hraun fal- legt. Við tölum öll um hversu fal- legt sé á Þingvöllum. Hér sjáum við Þingvallahraunið endurspeglast við bæjardyrnar.“ Eiður tekur á móti mér á heim- ili sínu í Ásahverfinu í Garðabæ sem er aðeins steinsnar frá Gálga- hrauni. Þar hefur hann búið ásamt eiginkonu sinni í um sex ár og fer reglulega í gönguferðir um hraunið. Hann býður mér kaffi og ég sest í stofuna hjá heimiliskettinum, fal- legri, grárri læðu. Eiður segist af- sakandi ekki eiga mikið með kaffinu en birtist brátt með fullan disk af piparkökuhjörtum og hraunbitum, sem mér finnst sérlega viðeigandi að teknu tilliti til efnis viðtalsins. Þar sem Eiður hefur undanfarin misseri verið iðinn við að benda á ambögur í málfari og ritun blaða- manna byrja ég á að viðurkenna að ég sé svolítið stressuð og hrædd um að misþyrma íslenskri tungu í við- talinu. Hann brosir og hughreystir mig: „Ég er nú ekki svo slæmur.“ „Tökum hann, tökum hann“ Ágreiningur hefur verið um lagn- ingu Álftanesvegar um Gálgahraun um árabil. Eiður er stjórnarmaður í Hraunavinum sem hafa barist gegn lagningu vegarins. Honum var mjög brugðið yfir aðförum lögreglu þegar friðsamir mótmælendur söfnuðust þar saman að morgni mánudagsins 21. október. „Þarna voru um 50-60 lögreglumenn, fleiri en mótmælend- ur. Ég mætti á sama tíma og Ómar Ragnarsson, vinur minn. Það var algjör tilviljun. Flestir mótmælend- urnir voru fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra. Satt að segja ofbauð mér framganga lögreglunnar. Það þurfti ekki að fara svona harkalega að fólki. Þeir tóku einn rólyndis- mann sem varð fyrir verulegu hnjaski þegar lögreglumaður setti hné í bakið á honum og mjóhrygg- inn eftir að það var búið að hand- járna hann. Ég held að lögreglan hafi gengið allt of langt.“ Eiður seg- ir að búið hafi verið að setja niður rauðar og hvítar keilur þegar hann mætti en ekki var búið að strengja nein bönd á milli þeirra. „Lögreglu- mennirnir komust að þeirri niður- stöðu að ég væri 20-30 sentimetra fyrir innan einhverja ímyndaða línu og fóru að hrinda mér. Ég er kominn á áttræðisaldur og hef ekki áhuga á að standa í stappi við lögregluna. Þeir hótuðu mér handtöku og einn þeirra hrópaði: „Tökum hann, tök- um hann.“ Ég gerði þeim það ekki til geðs að láta þá handtaka mig. Það var greinilegt að þeir voru í mikl- um ham.“ Eiður segist aldrei áður hafa upplifað slíkar aðfarir lögreglu. „Þegar ég var fréttamaður í gamla daga upplifði maður eitt og annað en þá stóð maður á hliðarlínunni. Ég hef aldrei verið þátttakandi í mót- mælum fyrr en núna. Ég geri ekki ráð fyrir að maður sem hefur verið ráðherra og sendiherra sé dæmi- gerður mótmælandi en það kemur að því að mælirinn fyllist og manni sé nóg boðið.“ Þeir Ómar eru gamlir félagar, kynntust á menntaskólaárunum og unnu lengi saman á Sjónvarp- inu. Eiður segir hafa verið afar sér- kennilegt að horfa upp á þennan vin sinn og rólyndismann handtekinn í mótmælunum. „Eiginlega trúði ég bara ekki mínum eigin augum. Það tók dálitla stund að melta það þegar ég sá lögregluna bera fólk í burtu. Þetta var eins og óraunveruleg sena úr bíómynd. Stuttu eftir að hann var handtekinn hringdi Ómar í mig og sagði: „Ég er í Steininum. Þú ert í hrauninu en ég er ekki enn komin á Hraunið.“ Hann var ekki búinn að missa húmorinn, þrátt fyrir allt.“ Hættulegt ábyrgðarleysi Að mati Eiðs eru það þrír aðilar sem bera ábyrgð á því að farið er í þessar umdeildu framkvæmdir á þessum tímapunkti. „Það er innan- ríkisráðherra, sem yfirmaður sam- göngumála og raunar einnig dóms- og löggæslumála, vegamálastjóri sem yfirmaður Vegagerðarinnar, og það er bæjarstjórnarmeirihlutinn í Garðabæ. Vegamálastjóri sendir upplýsingafulltrúann sinn í alla fjöl- miðla til að svara fyrir þetta og bæj- arstjórnarmeirihlutinn sendir bæj- arstjórann í Garðabæ sem er ekki kjörinn fulltrúi fólksins í Garðabæ heldur pólitískt ráðinn embættis- maður sem virðist aðeins starfa fyr- ir meirihlutann. Ég held að þessir menn sem hér eru í meirihluta hafi verið of lengi við völd fyrst þeir telja sig ekki þurfa að svara fyrir eitt né neitt og það er hættulegt.“ Þá finnst Eiði sérlega athugavert að ráðist sé í framkvæmdirnar þegar enn á eftir að kveða upp dóma í útistandandi dómsmálum þar sem tekist er á um lögmæti framkvæmdanna og þess þar að auki óskað að fengið sé ráð- gefandi álit frá EFTA um hvort nátt- úruverndarsamtökin geti talist eiga lögvarða hagsmuni í málinu. Eyðileggja sem allra mest Meðal þess sem Vegagerðin hefur borið fyrir sig er að ekki sé hægt að hætta við framkvæmdir því þá þyrfti að greiða verktakanum skaðabæt- ur fyrri stöðvun á umsömdu verki og jafnframt sé það meginregla ís- lensks réttarfars að höfðun dóms- mála fresti ekki framkvæmdum. Eiður mótmælir þessu. „Þegar um er að ræða svona umdeilt mál og framkvæmdin sem um ræðir er óafturkræf þá horfir þetta öðruvísi við. Ef fólk byggir hús og höfðað er mál er hægt að rífa húsið síðar og afmá öll ummerki um það. Það er aldrei hægt að laga það sem er búið að eyðileggja hér í hrauninu. Bæjar- stjórinn í Garðabæ sagðist að sjálf- sögðu ætla að hlíta úrskurði dóm- stóla en ég spyr hvernig hann ætlar að laga hraunið ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að framkvæmd- irnar hafi verið ólöglegar.“ Eiður starfaði hjá Vegagerð ríkisins, sem nú kallast einfaldlega Vegagerðin, á sínum yngri árum. „Ég held að það sé einsdæmi að vegaframkvæmd hefjist undir lögregluvernd. Ég man heldur ekki eftir öðrum eins aðför- um og hér, að það hafi verið feng- in stærsta ýta landsins og stærsta grafa landsins og þær látnar vaða yfir alla veglínuna á einum degi. Þetta er ekki unnið eins og venju- legur vegur. Það er bara búin til slóð í gegnum hraunið. Markmiðið var að eyðileggja eins mikið á eins stuttum tíma og mögulegt var og það tókst.“ Hann telur að burtséð frá því hvar fólk stendur í pólitík þá sé ansi mörgum misboðið vegna þess hvernig er gengið fram í málinu. „Ég finn það bara þegar ég fer út í búð, þá kemur fólk og segir hvað það sé mikilvægt að berjast gegn þessu. En nú er búið að eyðileggja þetta og næsta skref er þá að koma í veg fyrir að frekari skemmdir verði unnar á hrauninu. Það eru uppi hrikaleg áform um að skipta hraun- inu upp með hraðbraut og setja hringtorg þar í miðjunni. Það þarf að koma í veg fyrir.“ Prinsessa úr Stjörnustríði Þrátt fyrir að baráttan fyrir Gálga- hrauni hafi átt hug og hjarta Eiðs að undanförnu hefur hann áfram gefið sér tíma til að skrifa Mola um málfar og miðla, og segist hann hafa nýlokið við mola númer 1333. „Ég hef oft hugsað með mér að ég ætli að skrifa sjaldnar. Þetta tekur tíma en ég sit ekki við og leita að villum. Sjálfsagt þyki ég smámunasamur en ég á hauka í hornum sem senda mér ábendingar. Sumt finnst mér ég verða var við endurtekið, svo sem að fólk tali um „að versla mat“ og að „kjörstaðir opnuðu.“ Þeir opnuðu ekki neitt heldur voru þeir opnaðir. Ég veit að á fjölmiðlum eru allir að flýta sér og skrifa í kappi við tímann en það er til svo mikið af uppfletti- ritum og vefsíðum sem geta gagnast fólki. Auðvitað er líka sá munur að nú skrifar fólk beint á netið en áður fóru margir aðrir yfir textann.“ Ég hef séð í athugasemdakerfinu að það virðist hlakka í mörgum ef Eiður sjálfur gerir villu við mola- skrif. „Já, menn eru fljótir að benda á ef ég geri innsláttarvillur. Ég hef aldrei lært að vélrita og nota bara tvo putta. Ég reyni að lesa yfir eins oft og ég get. Menn gleðjast mikið þegar þeir finna villur hjá mér en það er bara gaman að því. Ég bara þakka fólki fyrir og leiðrétti mig.“ Kötturinn lætur aftur á sér kræla eftir að hafa blundað lítillega og sog- ar að sér athyglina um stund. „Við tókum hana að okkur til að bjarga henni. Dóttir mín var með tvo ketti þegar dætur hennar, barnabörnin mín, fundu hana úti í strætóskýli nær dauða en lífi. Hinir kettirnir á heimilinu ofsóttu hana, komu í veg fyrir að hún gæti étið og farið í kass- ann. Þá tókum við hana að okkur. Hún er voðalega elskuleg. Dóttur- dætur mínar nefndu hana Leiu eftir einhverri prinsessu. Hún er voðaleg prinsessa en mér finnst þetta ekki þjóðlegt nafn,“ segir Eiður brosandi og bætir við: „Ég hef samt ekki gert neinar athugasemdir.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Eiður Guðnason hefur látið til sín taka í baráttunni gegn lagningu vegar um Gálgahraun. Hann er ekki dæmigerður mótmælandi, fyrrverandi umhverfis ráðherra og sendiherra, en segir að stundum komi einfaldlega að því að mælirinn sé fullur. Eiður hefur vakið athygli fyrir mola sína um málfar og miðla. Hann tekur því með stóískri ró þegar lesendur benda á hans eigin villur og hefur engar athugasemdir gert við að barnabörnin nefndu heimilisköttinn Leiu. Eiður Svanberg Guðnason er mikill náttúruunnandi og hefur barist ötullega gegn því að vegur verði lagður um Gálgahraun. Honum var hótað handtöku þegar hann mótmælti við vinnuvélarnar. Ljósmyndir/Hari Sendiherra gerist mótmælandi Ég er kominn á áttræðisaldur og hef ekki áhuga á að standa í stappi við lögregluna. 34 viðtal Helgin 25.-27. október 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.