Fréttatíminn - 25.10.2013, Síða 24
www.facebook.com/optibaciceland
Magaró
jafnvægivellíðan
Í vörulínunni eru 9 tegundir sem eru sérsniðnar til
að leysa ýmis vandamál í meltingu, þær helstu eru: For daily wellbeing
til að viðhalda daglegri heilsu. Daily Immunity til
að styrkja ónæmiskerfið. For a flat stomach til að
losa út loft og koma jafnvægi á meltinguna. Bowel Calm til að
stoppa niðurgang. For maintaining Regularity
minnkar harðlífi. For those on antibiotics er til að taka með sýklaly um.
Sölustaðir: Lyf & heilsa Austurveri, Domus, Firði, Glerártorgi, JL-Húsinu, Keflavík og Selfossi,
Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnararðar, Árbæjarapótek, Lifandi markaður, Reykjavíkurapótek,
Lyaval Hæðarsmára, Mjódd og Álftamýri, Lyaver, Apótek Suðurnesja og Apótek Vesturlands.
Gott jafnvægi á veinveittum
bakteríum stuðlar að betri
meltingu og öflugra
ónæmiskerfi.
KYNNIN
GAR
TILBOÐ!
Flat stom
ach kúrin
n
fylgir hv
erjum pa
kka
af Daily w
ellbeing
meðan b
irgðir end
ast.
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –
Í S L E N S K U R
GÓÐOSTUR
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
M
SA
6
55
52
0
9/
13
Gunnar Eyjólfsson er brautryðjandi í iðkun qigong á Íslandi. Hann stýrir hér hugleiðslu og æfingum hjá Krabbameinsfélaginu. Mynd/Hari.
Þ etta er lífsmáti sem þú átt hik-laust að ganga til móts við. Hann svíkur þig ekki,“ segir
Gunnar um qigong-leikfimina. Gunn-
ar og Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, hafa æft saman í um það
bil tuttugu ár. Þeir stofnuðu ásamt
fleirum gigong-félagið Aflinn fyrir
ellefu árum og þeim fjölgar jafnt og
þétt sem stunda æfingarnar.
Gunnar er 87 ára gamall og enn í
fullu fjöri og hann segist svo sannar-
lega þakka qigong þá lífsorku sem
hann býr enn yfir. Og Björn segir
Gunnar vissulega sjálfan vera lifandi
sönnun þess hversu áhrifaríkar þess-
ar ævafornu kínversku æfingar eru.
Qigong-félagarnir hafa nú tekið sig
til og gefið æfingakerfið sem Gunn-
ar hefur þróað í gegnum tíðina út í
bókinni Gunnarsæfingarnar í félagi
við Þorvald Inga Jónsson. Þeir höfðu
þann háttinn á að Þorvaldur hljóðrit-
aði æfingar Gunnars og Björn færði
þær í letur. Bókin er skreytt myndum
af æfingastellingunum og textinn er
dýpkaður með ýmsum fróðleik um
qigong sem Kínverjar hafa stund-
að sér til andlegrar og líkamlegrar
heilsubótar í 5000 ár eða þar um bil.
„Það geta allir stuðst við bókina
og gert æfingarnar einir síns liðs,“
segir Björn sem mælir þó með því
að leikfimin sé stunduð í hópi. „Það
er öflugra að gera þetta í hópi,“ segir
Björn. „Um leið og sagt er frá þessum
æfingum er líka dregin upp heildar-
mynd af qigong-æfingum og gildi
hugleiðslu og qigong-æfinga al-
mennt.“
Björn kynntist qigong á námsárum
sínum í París og langt er liðið síðan
hann og Gunnar báru saman bækur
sínar og byrjuðu að æfa saman. „Ég
var alltaf einn áður og gerði æfing-
arnar í Þjóðleikhúsinu,“ segir Gunn-
ar. „Ég þurfti ekki að vera mættur
fyrr en klukkan tíu á morgnana og
var kominn klukkan níu og gerði þá
æfingar. Meira að segja úti á þaki
Þjóðleikhússins. Það var svo gaman
að fljúga yfir úthafið.“
Gunnar segir að í Þjóðleikhúsinu
hafi fólk byrjað að æfa með honum
og hann hugsar hlýlega til síns gamla
vinnustaðar fyrir að hafa lagt honum
til pláss til æfinganna.
Æfingakerfi Gunnars tekur 40
mínútur og hann, Björn og félagar
í Aflinum hittast reglulega á morgn-
ana og fara í gegnum prógrammið.
„Það hefur fjölgað mjög mikið í hópn-
um sem stundar qigong,“ segir Björn
og leggur áherslu á að þeir félagar
séu þó alls ekki í neinu trúboði.
„Neineinei. Og við erum alls ekki
að boða að við séum að lækna eitt-
hvað eða neitt slíkt. Það er engin inn-
ræting í þessu, nema síður sé.“
Qigong-æfingarnar tengjast mjög
öndun og hugleiðslu og hér er ekk-
ert verið að puða og púla eins og
víða tíðkast í líkamsrækt nú til dags.
„Þarna er lögð áhersla á allt annað
en slíkt. En það eru til dæmi um
og lýsingar á því að menn sem hafa
stundað mikla og erfiða líkamsrækt
hafi blandað þessu saman og notið
sín ennþá betur.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Stórleikarinn Gunnar
Eyjólfsson er hefur
stundað hinar ævafornu,
kínversku qigong-æfingar
áratugum saman og unnið
ötullega að því að kynna
þær á Íslandi. Hann,
Björn Bjarnason og fleiri
stofnuðu félagið Aflinn
árið 2002 og nú hafa þeir
félagar ásamt Þorvaldi
Inga Jónssyni gert qigong-
kerfi Gunnars skil í bókinni
Gunnars æfingarnar.
Gunnar þakkar æfing-
unum góða heilsu sína
og lífsorku. Björn segir
bókina geta gagnast fólki
hvort sem það vilji stunda
æfingarnar í einrúmi eða
í hópi, sem hann mælir þó
eindregið með.
Qigong
Kínverjar hafa í rúm 5000 ár notað gigong til að verjast sjúkdómum, efla eigin
heilsu, auka vellíðan og stuðla að langlífi. Bardagalistamenn beita qigong til
að auka eigin styrk, þor, þol, sveigjanleika, samhæfingu og jafnvægi og til að
draga úr hættu á slysum. Listamenn iðka qigong til að magna listræna næmni,
tjáningu og sköpun og til að blása lífskrafti í verk sín. Qigong er einnig liður í
andlegri þjálfun vegna hvatningar til vitundar um náttúruna og krafta hennar
og samhljóm með þeim og einingu með taó. – Úr bókinni Gunnarsæfingarnar
Lífsmáti en ekki íþrótt
Qigong er ekki íþrótt, það er lífsmáti.
Og um hvað snýst qigong? Það snýst um
það að rísa undir þeirri ábyrgð að vera
manneskja. Okkur er trúað fyrir gersemum
sem við getum ekki búið til, en eigum
svo auðvelt með að eyðileggja. – Gunnar
Eyjólfsson.
Flogið af þaki Þjóðleikhús sins
á vængjum qigong
24 viðtal Helgin 25.-27. október 2013