Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 4

Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 4
Hafðu bílinn kláran fyrir veturinn! Gæði, reynsla og gott verð! reykjavík, Bíldshöfða 9 kópavoGur, Smiðjuvegi 4a, græn gata Hafnarfjörður, Dalshrauni 17 reykjanesbær, Krossmóa 4, selfoss, Hrísmýri 7 akureyri, Furuvöllum 15, eGilsstaðir, Lyngás 13 www.bilanaust.is EX PO - w w w .ex po .is verslanir sjö með mikið vöruúrval Hagnaður Landsbanka 22 milljarðar 22,3 milljarða hagnaður Fyrstu 9. mánuði 2013 Landsbankinn S tofnun Vigdísar Finnbogadóttur, í samstarfi við sagnfræðistofnun Há-skóla Íslands, safnar nú sögum af Dönum á Íslandi í tengslum við rann-sókn sem stendur yfir. Auður Hauksdóttir, forstöðumaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, segir að tvær ástæður séu fyrir því að sagnanna sé leitað, annars vegar hafi komið í ljós að Danir nútildags kunni mun betri ís- lensku en Danir hér áður fyrr, svo áhugi hafi vaknað á að rannsaka hvernig á því stæði. Einnig er áhugi á því að kanna upplifun Dana af danskri menningu og menningaráhrifum hér á landi fyrr á tímum. Horft er sérstaklega til tíma- bilsins 1900-1970 vegna þess hve sá tími var mikill umbrotatími í íslenskri sögu, að sögn Auðar. „Við höfum áhuga á því að heyra hvað Danir höfðu að segja af upplifun sinni af því að búa hérna og hvernig þeir upplifðu íslenskt samfélag á þessum tíma,“ segir Auður. Óskað er eftir hvers kyns heimildum sem geta varpað á það ljósi, sendibréfum, póst- kortum, ljósmyndum, dagbókum og þar fram eftir göt- unum. „Mikið hefur verið rætt um þau áhrif sem dönsk tunga og menning höfðu hér á landi. Okkur langar hins vegar að vita hvort þau áhrif séu eins mikil og um hefur verið rætt, hvernig Danirnir sem bjuggu hér upplifðu það. Við höfum tekið viðtal við tugi Dana undanfarin fjögur til fimm ár sem við höfum skráð og greint og afraksturinn er greinasafn sem kemur út í bók í Danmörku á næstunni. Auk mín hafa Guðmundur Jónsson prófessor og Erik Skyum-Nielsen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, leitt rannsóknarverkefnið „Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900- 1970“. Íris Ellenberg hefur einnig unnið doktorsritgerð um viðfangsefnið, sem hún ver í næstu viku,“ segir Auður. Í dag, föstudag, verður undirritað sam- komulag milli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál- um og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, um varðveislu og skráningu gagna um Dani og danska menningu á Íslandi. Heiti safnsins er DAN- ÍS. „Við hvetjum fólk, sem á í fórum sínum heimildir um Dani hér á landi að afhenda gögnin þessu gagnasafni. Þar verða þau skráð og varðveitt,“ segir Auður. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Menning Stofnun VigdíSar finnbogadóttur Safna sögum af Dönum á Íslandi Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og sagnfræði- stofnun hÍ safna nú sögum af Dönum á Íslandi fyrr á árum. markmiðið er að varpa ljósi á upp- lifun Dananna af dönskum menn- ingaráhrifum hér á landi. Fólk er hvatt til að leggja nýjum gagnagrunni lið með því að afhenda sendi- bréf, ljósmyndir og þvíumlíkt sem varpað getur ljósi á upplifun Dananna. Veður föStudagur laugardagur Sunnudagur Að meStu úrkomuLAuSt og kóLnAr fyrir norðAn og AuStAn. HöfuðborgArSvæðið: Þurrt, en SlyDDuél lÍkleg SÍðDegiS. LéttSkýjAð og víðASt Hægur vinDur. nokkurt froSt tiL LAnDSinS. HöfuðborgArSvæðið: hæglátt Veður og léttSkýjað. FroStlÍtið. Heiðríkt A-tiL. SíðDegiS, SnjókomA og SíðAr rigning v-tiL. HöfuðborgArSvæðið: Þykknar upp. SlyDDa og Snjór, en rigning um kVölDið. Laugardagur – fremur stillt og fallegt Hitasveiflurnar hafa verið öfgakenndar í veðrinu að undanförnu og lítið lát á. kólnar fram að helgi og á laugardag er spáð hæðarhrygg yfir landinu. Með honum birtir upp um land allt. Það verður því fyrirtaks úti- vistarveður og um að gera að teyga í sig lága vetrarsólina yfir miðjan daginn, en njóta stjörnuskins. Stendur ekki lengi, því að sunnudag dregur upp ský í vestri og fer að rigna um síðir 1 -1 -4 -5 0 -1 -4 -6 -8 -5 1 -1 -5 -9 -5 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is „Við höfum áhuga á því að heyra hvað Danir höfðu að segja af upplifun sinni af því að búa hérna og hvernig þeir upp- lifðu íslenskt samfélag á þessum tíma,“ segir auður hauksdóttir, forstöðu- maður stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur. Borgarstjórn efnir til samráðs við íbúa og hagsmunaaðila um tækifærin sem felast í landsvæðinu í gufunesi. Svæðið býður upp á ótal möguleika til útivistar og afþreyingar, nýtingarmöguleika á svæði gömlu öskuhauganna og á svæði áburðarverksmiðjunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Í kringum gamla gufunesbæinn hefur þegar verið byggð upp myndarleg tómstundaað- staða, með leiktækjum, strandblaksvelli, frisbígolfaðstöðu, klifuraðstöðu og ýmsum leiktækjum. „Fram hafa komið hugmyndir um að leggja 18 holu golfvöll á svæðinu, ylströnd, aðstöðu fyrir ýmsar jaðarí- þróttir og byggingu hótels í tengslum við hafnaraðstöðu á svæðinu,“ segir Dagur B. eggertsson, formaður borgarráðs. Þessar hugmyndir eru meðal þess sem taka þarf afstöðu til í samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Við sjóinn mætti bjóða upp skemmtilega möguleika til þróunar á ýmis konar vatnasporti, t.d. á sjókajökum og vatnaþotum, og ekki má gleyma þeim möguleika að brúa milli gufuness og Við- eyjar,“ segir Dagur. -sda hagnaður landsbankans var 22,3 milljarðar króna eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2013. hagnaður á sama tímabili árið 2012 nam 13,5 milljörðum króna. Þessi breyting skýrist einkanlega af hækkun annarra rekstrartekna, lækkun kostnaðar, af hækkandi virði hluta- og skuldabréfa, af virðisbreytingu lána og hærri þjón ustutekjum, að því er fram kemur í tilkynningu. -sda Frjóar hugmyndir um nýtingu gufuness 4 fréttir helgin 22.-24. nóvember 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.