Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Page 8

Fréttatíminn - 22.11.2013, Page 8
er komið á kfc fylgirmeð öllum barnaboxum svooogott™ PIPA R \ TBW A • SÍA • 132743 „Það er nauðsynlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækn- ingadeild Landspítalans.  Heilbrigðismál TækjaskorTurinn á landspíTalanum Læknar safna fyrir róbot Sérfræðilæknar á Landspítalanum fara fyrir söfnun til kaupa á svokölluðum aðgerðarþjarki, róbot, sem nýtist til skurðaðgerða. Sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum segir að læknar neyðist til að vekja athygli á tækjaþörfinni með þessum hætti og vonast til að geta safnað helmingi af þeim 300 milljónum sem tækið kostar. e iríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurð-lækningadeild, fer fyrir hópi lækna sem hrundið hafa af stað söfnun fyrir kaupum á svoköll- uðum aðgerðaþjarki, eða róbot, sem nýtist til marg- víslegra skurðaðgerða, svo sem vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og við aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerðir með þessari aðferð eru inngrips- minni en ella, að sögn Eiríks, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. „Í raun er um að ræða framlengingu á fingr- um skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskar- andi. Þetta er dýrt tæki, kostar um 300 milljónir, en við þurfum hins vegar einungis að hugsa um kostnaðinn við tækið sjálft því við erum nú þegar með sérfræði- lækna á Landspítalanum sem hafa reynslu af því að nota þetta tæki,“ segir Eiríkur. Tæki sem þetta er að finna á nær öllum háskólasjúkrahúsum á Norðurlönd- unum og hefur verið í notkun í 10-15 ár. „Það er nauð- synlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þurfi að standa í því sjálft að safna fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði segir hann: „Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni. Viðkomandi sérgrein- ar neyðast til að vekja athygli á þörfinni með þessum hætti. Við gerum það samt sem áður í samráði við yfir- stjórn spítalans því það myndi ekki ganga ef allir færu í einu í gang með tækjasöfnun fyrir tækjum sem hver og einn telur þörf á,“ segir Eiríkur. Stefnt er að því að safna helmingi upphæðarinnar og mun Landspítalinn brúa rest. Eiríkur vonast eftir því að tækið verði komið í notkun strax á næsta ári. Sjá fréttaskýringu á síðum 32-37 Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  ráðHúsið FjölbreyTT bókmennTadagskrá Bókamessa í Bókmenntaborg Bókamessa í Bókmenntaborg verður haldin í þriðja sinn nú um helgina, 23.-24. nóvember. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykja- víkur þar sem útgefendur sýna bæk- ur sínar og boðið verður upp á fjöl- breytta bókmenntadagskrá. Bókamessan verður opin frá klukkan 12-18 bæði laugardag og sunnudag. Höfundar lesa úr verkum sínum, þekktar sögupersónur mæta í heimsókn, boðið verður upp á lif- andi tónlist, tískusýningu, förðun, LEGO-smiðju, sögustundir, fræð- andi erindi og umræður um nýjar bækur. Gestir geta skorað á Gunnar Helgason í fótboltaspili, spreytt sig á að skrifa upp texta eftir handriti úr fórum Árna Magnússonar, teiknað brosmyndir – eða bara hreiðrað um sig í lestrarhorninu og lesið. Meðal annars verður hægt að kynna sér fjölbreytt úrval lífsstílsbóka en þær hafa verið valdar jólagjöf ársins 2013 af valnefnd Rannsóknarseturs versl- unarinnar. Matreiðslubækur, sjálfs- hjálparbækur og hannyrðabækur verða kynntar á Ráðhúsganginum alla helgina, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Klukkan 16 báða dagana verð- ur bókmenntadagskrá í Borgar- stjórnarsalnum. Haukur Ingvars- son fær til sín skáldin Guðmund Andra Thorsson, Sindra Freysson og Sjón til að ræða Hliðar karl- mennskunnar í verkum sínum á laugardag og skáldið og þýðandinn Þórdís Gísladóttir fær til sín þýðend- urna Ingunni Ásdísardóttur, Óskar Árna Óskarsson og Rúnar Helga Vignisson til að ræða Ást, dauða og djöfulskap í þýðingum. Að þessu sinni verða tveir erlendir höfundar þýddra bóka ársins gestir mess- unnar, þeir Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum og norski glæpasagna- höfundurinn Jörn Lier Horst. -jh 8 fréttir Helgin 22.-24. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.