Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 16

Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 16
Siðfræðilegt álitamál sem verður að ræða opinskátt Hvenær á að lækna fólk og hvenær á ekki að lækna fólk? E iríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadeild, vekur máls á áhugaverðri um- ræðu í viðtali hér í Fréttatímanum í dag, síauknum kostnaði í heilbrigðiskerfi Vesturlanda, sem sliga mun samfélög verði ekki brugðist við. Í nýútkomnu riti OECD, Health at a Glance 2013, kemur fram að í tveimur af hverjum þremur ríkjum hafi heildarút- gjöld til heilbrigðismála aukist á milli ára. Aukningin var hins vegar enn meiri á árunum fyrir efnahagshrun. Eiríkur segir að þjóðir verði að bregðast við kostnaðar- aukningunni með því að velja hvað þær ætli ekki að gera. „Við verðum að ganga heiðar- lega fram hvað það varðar að það er ýmislegt sem við ætlum ekki að gera. Við verð- um að taka afstöðu til þess hvort við ætlum að veita sjúklingum sem hafa í grunninn lélegar lífslíkur, vegna veikinda eða hás aldurs, dýra og flókna læknismeðferð. Við erum nú þegar að forgangsraða í heilbrigð- isþjónustu en læknar og hjúkrunar- fólk þurfa að taka þessa umræðu, við getum ekki sett þetta í hendurnar á pólitíkinni,“ segir Eiríkur. „Við þurfum að sækja fram en þetta getur ekki bara verið opinn reikningur. Hið sama er uppi á teningnum á öllum Vesturlöndum, fólk er að eldast og sjúkdómar eru farnir að láta á sé kræla sem við þurftum áður fyrr ekki að hafa áhyggjur af. Það verður æ brýnna að ræða hvenær við ætlum að aðhafast, hvar á að draga línuna. Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir enda- lausum kostnaði,“ segir hann. Það er rétt hjá honum að þetta er umræða sem nauðsynlegt er að taka. Vestræn ríki eru í raun orðin fórnarlömb eigin velmegunar því með hækkandi meðalaldri fjölgar til muna sjúkdómum sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við með sívaxandi kostnaði. Ég er nú hvorki læknir né siðfræðingur og treysti mér ekki til þess að taka afstöðu í þessu siðferði- lega álitamáli, hvenær á að lækna fólk og hvenær ekki, en eins og Eiríkur bendir á þurfa læknar og hjúkrunar- fólk að ganga fram í því máli. Hann bendir á að nú þegar fari fram for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Læknar og hjúkrunarfólk ákveða hvenær hætta skuli læknismeðferð og hefja beri líknandi meðferð, þegar sjúklingar eru ekki að ná bata. Um- ræðuna þarf hins vegar að víkka út og taka opinskátt og heiðarlega, eins og hann bendir á, því kostnaðurinn á einvörðungu eftir að aukast enn meir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir endalausum kostnaði. heimkaup.is Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700 Örugg vefverslun Sendum um allt land Hagstætt verð Hraðsendingheimkaup.is SENDUM FRÍTT HEIM STRAX Í KVÖLD PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 33 41 9 innan höfuðborgarsvæðisins. Snyrtivörur með Tax Free* afslætti hjá Heimkaupum dagana 22.–25. nóvember. Glæsilegt úrval af vörum fyrir húðina og hárið. Gerðu góð kaup fyrir jólin á Tax Free dögum á Heimkaup.is. *Heimkaup greiða virðisaukaskatt en veita afslátt sem nemur 20,3% af verði vörunnar. Tax Free afsláttur gildir aðeins um snyrtivörur, dagana 22.–26. nóvember. 16 viðhorf Helgin 22.-24. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.