Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 34

Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 34
S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Frábær jólagjöf! Kínversk handgerð list • Vasar• Diskar• Lampar • Pottar• Myndir o.m.fl. er fyrir inni í sjúklingnum og sýnir aðgerð- arsvæðið á skjá, stór smásjá sem einnig er notuð við nákvæmar aðgerðir sem þessa auk hefðbundinna tækja sem nota þarf í skurðaðgerðum. Öll þessi tæki voru ekki til staðar þegar húsnæðið var byggt í lok sjöunda áratugar síðustu aldar og því er nauðsynlegt að horfa til þess þegar rætt er um nýjan spítala þar sem ætlunin er að hafa allar skurðstofur á sama svæði, sem og svæfingardeildir og gjörgæsludeildir, en þær eru nú bæði á Hringbraut og í Foss- vogi. Ein svæfing og gjörgæsla Helga Kristín sat í byggingarnefnd um nýjan spítala og segir að sýnt hafi verið fram á verulega hagræðingu í rekstri með því að færa starfsemina alla á einn stað. „Við munum geta sparað í mannafla því við þurfum ekki að keyra tvöfalt vaktakerfi í gjörgæslum og svæfingum auk þess sem við þurfum ekki í sífellu að vera að flytja tækjabúnað á milli,“ bendir hún á. „Við erum með skurðstofur í fjórum húsum en því til viðbótar með dauðhreins- unardeild í fimmta húsinu, á Tunguhálsi. Það tekur að lágmarki þrjár klukkustundir að senda frá okkur tæki og áhöld í dauð- hreinsun þar til við fáum þau til baka. Því erum við með dauðhreinsun hér á skurð- deildinni fyrir þau tæki sem við megum ekki missa úr húsi í svo langan tíma,“ seg- ir hún. Vegna þrengsla á skolherbergjum skurðdeilda er ófullnægjandi aðskilnaður milli hreins og óhreins svæðis sem eykur óneitanlega líkurnar á sýkingum. Í nýrri skýrslu um húsnæði skurðstofa, svæfinga- og gjörgæsludeilda sem unnin var fyrir framkvæmdastjóra sviðsins, kemur fram að kostnaður við nauðsynleg- ar endurbætur á skurðstofugangi í Foss- vogi sé 45 milljónir. Bæta þurfi við einni bráðaskurðstofu, gera þarf upp eina skurð- stofu sem er óbreytt frá því í kringum 1970, bæta þurfi aðstöðu til dauðhreins- unar svo skilja megi að hreint og óhreint svæði auk fleiri vandmála sem tilgreind eru í skýrslunni og varða aðstöðuleysi og öryggi sjúklinga. Auk þess sem nauðsynlegra breytinga sé þörf á skurðstofum segir í skýrslunni að stækka þurfi vöknun í Fossvogi um þrjú rými sem kosta myndi um 30 milljónir til viðbótar. Hættuleg lyfta Svipuð vandamál eru á Hringbraut þar sem skurðstofur eru einnig of fáar og of litlar. Þar er að auki alvarlegt vandamál á gjörgæslu og vöknun á Hringbraut sem skapar oft lífshættulegar aðstæður við flutning á fárveikum sjúklingum. Lyftan sem notuð er til að flytja sjúklinga milli hæða er allt of lítil og í raun óviðunandi því ekki er hægt að koma inn í hana nauðsyn- legum tækjum, svo sem öndunarvélum, ásamt sjúkrarúmi og nauðsynlegu starfs- fólki. Vinnuhópurinn sem vann skýrsluna leggur til að byggð verði 400 fermetra viðbygging ofan á og við A álmu á Hring- braut þar sem koma mætti fyrir stoðrým- um fyrir skurðstofur auk bráðalyftu. Um leið verði hægt að bæta aðstöðu á skurð- stofugangi og jafnvel fjölga skurðstofum eða bæta aðstöðu fyrir móttöku sjúklinga. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 140 milljónir. Það er farið að birta af degi þegar aðgerðin sjálf hefst því undirbúningurinn tekur dágóðan tíma. Sérfræðilæknarnir ræða saman á sænsku því sérfræðingur í heilaskurðlækningum frá Karolinska spítalanum í Svíþjóð er kominn til að að- stoða íslensku læknana en tveir þeirra tóku sérnám sitt á Karolinska. „Við erum kannski ekki með bestu skurðstofur í heimi, en sjáðu útsýnið,“ heyrist mér einn segja við sænska sérfræðinginn og benda út um gluggann á fjallasýnina í morgun- sólinni. Þótt fólk sé einbeitt á skurðstof- unni er andrúmsloftið létt. „Þó svo að ég sé búin að vinna hér í fjörutíu ár hlakka ég alltaf til að mæta í vinnuna,“ segir Helga Kristín. Aðrir sem ég ræði við á sviðinu taka undir þetta. Vonbrigði mikil Helga Kristín segir að starfsfólk spítalans hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar ný ríkisstjórn tilkynnti um að ekki yrði ráðist í byggingu nýs spítala í bráð. „Ég fann hvernig vonin brast hjá mörgum. Það sem hjálpar í þessum aðstæðum er hve starfs- fólkið er sveigjanlegt og vinnur af fagmennsku. Það er vel menntað og með mikla reynslu og getur leyst úr flóknum verkefn- um af öryggi. Það hefur verið sparað í rekstri spítalans alla mína tíð hér en ég man aldrei eftir því að ástandið hafi verið jafn slæmt og nú. Ég skil Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurð- lækningadeild, segir að mikið hafi verið unnið í að gera starfsemi Landspítalans skilvirk- ari á undanförnum árum. Vandamál felist hins vegar í því að hafa starfsemi á tveimur stöðum, tækjabúnaði og mannafla þurfi því að skipta á milli. „Þetta er eins og að deila eldavél með fólkinu í næsta húsi. Við þurfum eitt hús svo verkefnin vinnist betur. Við leitum mikið aðstoðar milli greina og það er mikið til unnið með nálægðinni,“ segir Eiríkur. Hann leggur hins vegar áherslu á að mikilvægasti þáttur spítalans sé mannauðurinn. „Ég held því fram að sjúklingurinn sé í raun í þriðja sæti. Starfs- fólkið er mikilvægast, því næst tækjabúnaður, síðan sjúklingurinn og síðast húsnæðið. Það er vel hægt að framkvæma flóknar aðgerðir í bragga ef þar er fært starfsfólk með rétt tæki. Hins vegar spilar þetta allt saman því til þess að fá til okkar gott starfsfólk verðum við að bjóða upp á góða starfsaðstöðu og tækjabúnað, og meðal rakanna fyrir því að byggja þurfi nýjan spítala er að við þurfum að geta laðað til okkar gott starfsfólk,“ segir Eiríkur. Verkefnin með ólíkindum „Við megum ekki gleyma því í allri um- ræðunni um Landspítalann, að það er í raun með ólíkindum hvað við erum að leysa flókin verkefni, gera flóknar aðgerðir, í ekki fjöl- mennara samfélagi en við erum. Við erum að veita jafn góða þjónustu og á öðrum háskóla- sjúkrahúsum á Norðurlöndunum, jafn góða. Við erum ekki best í heimi og getum aldrei orðið það. En við getum verið jafngóð og önnur háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum og við eigum að setja okkur það markmið að vera það,“ segir Eiríkur. Á síðasta ári komu þrír nýir sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum til starfa á Land- spítalanum, sem að sögn Eiríks er ómetanlegt fyrir spítalann. „Unga fólkið er okkar súrefni. Við verðum að tryggja að hingað vilji fólk koma. Það snýst ekki allt um peninga. Að mínu viti er lausnin á vandræðum okkar í heil- brigðiskerfinu þríþætt. Í fyrsta lagi er þarf að breyta viðhorfum, í öðru lagi skipulagi og í þriðja lagi auka fjármagn til heilbrigðismála. Það er hins vegar að sjálfsögðu áhyggjuefni sem öll Vesturlönd standa frammi fyrir, að kostnaður í heilbrigðiskerfinu eykst ár frá ári, tæki, áhöld og annað kostar æ meira. Við getum ekki haldið svona áfram endalaust. Við ætlum að sækja fram og halda í nýjungar en við verðum líka að velja hvað við ætlum ekki að gera. Við verðum að ganga heiðar- lega fram hvað það varðar að það er ýmislegt sem við ætlum ekki að gera. Við verðum að taka afstöðu til þess hvort við ætlum að veita sjúklingum sem hafa í grunninn lélegar lífs- líkur, vegna veikinda eða hás aldurs, dýra og flókna læknismeðferð. Við erum nú þegar að forgangs- raða í heilbrigð- isþjónustu en læknar og hjúkrunarfólk þurfa að taka þessa umræðu, við getum ekki sett þetta í hendurnar á pólitíkinni,“ segir Eiríkur. „Við þurfum að sækja fram en þetta getur ekki bara verið opinn reikningur. Hið sama er uppi á teningnum á öllum Vesturlöndum, fólk er að eldast og sjúkdómar eru farnir að láta á sé kræla sem við þurftum áður fyrr ekki að hafa áhyggjur af. Það verður æ brýnna að ræða hvenær við ætlum að aðhafast, hvar á að draga línuna. Þetta er óhjákvæmileg umræða en samfélagið stendur ekki undir endalausum kostnaði,“ segir hann. Vilja aðgerðaþjark Eiríkur fer fyrir hópi lækna sem hrundið hafa af stað söfnun fyrir kaupum á svoköll- uðum aðgerðaþjarki, eða róbot, sem nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, svo sem vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og við aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Aðgerð með þessari aðferð eru inngripsminni en ella, að sögn Eiríks, bati er skjótari og hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi. „Í raun er um að ræða framlengingu á fingrum skurðlæknisins. Allar hreyfingar verða nákvæmari og sýn skurðlæknisins á aðgerðarsvæðinu framúrskarandi. Þetta er dýrt tæki, kostar um 300 milljónir, en við þurfum hins vegar einungis að hugsa um kostnaðinn við tækið sjálft því við erum nú þegar með sérfræðilækna á Landspítalanum sem hafa reynslu af því að nota þetta tæki,“ segir Eiríkur. Tæki sem þetta er að finna á nær öllum háskólasjúkrahúsum á Norðurlönd- unum og hefur verið í notkun í 10-15 ár. „Það er nauðsynlegt fyrir framþróun að fjárfesta í nauðsynlegum tækninýjungum, ekki síst í því skyni að laða til okkar fært starfsfólk og fylgja þeim spítölum eftir sem við viljum vera á pari við,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort það sé eðlilegt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk þurfi að standa í því sjálft að safna fyrir nauðsynlegum tækja- búnaði segir hann: „Þannig gerast nú bara kaupin á eyrinni. Viðkomandi sérgreinar neyð- ast til að vekja athygli á þörfinni með þessum hætti. Við gerum það samt sem áður í samráði við yfirstjórn spítalans því það myndi ekki ganga ef allir færu í einu í gang með tækjasöfnun fyrir tækjum sem hver og einn telur þörf á,“ segir Eiríkur. Stefnt er að því að safna helmingi upp- hæðarinnar og mun Landspítalinn brúa rest. Eiríkur vonast eftir því að tækið verði komið í notkun strax á næsta ári.  Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvagfæraskurðlækningadEild Starfsfólkið er mikilvægast Eiríkur Jónsson yfirlæknir. Heilbrigðiskerfi á Heljarþröm hluti8. Helga Kristín Einarsdóttir, deildarstjóri hjúkrunar á skurðsviði Framhald á næstu opnu 34 fréttaskýring Helgin 22.-24. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.