Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 36
Við erum
með skurð-
stofur í fjór-
um húsum
en því til
viðbótar með
dauðhreins-
unardeild í
fimmta hús-
inu, á Tungu-
hálsi.
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
3,6 L/100km í bLönduðum akStri C02 útbLáStur aðeinS 94 g
Honda CiviC 1.6 dÍSiL kOStar frá kr. 3.840.000
Áreiðanlegasti bílaframleiðandinn
Samkvæmt What Car og Warranty direct hefur Honda verið
valin áreiðanlegasti bílaframleiðandinn átta ár í röð.
bí
ll á
m
yn
d:
H
on
da
C
ivi
c 1
.6
i-d
te
C
e
xe
cu
tiv
e.
Honda CiviC 1.6 dÍSiL
3,63,3 4,0L /100km L /100kmL /100km
Utanbæjar akstur
Blandaður akstur
Innanbæjar akstur
CO2
útblástur
94 g/km
komdu í reynsluakstur og prófaðu Honda Civic dísil,
með nýrri Earth dreams Technology dísilvél, sem
býður upp á einstakt samspil sparneytni og krafts.
Umboðsaðilar:
bernhard, reykjanesbæ, sími 421 7800
bílver, akranesi, sími 431 1985
Höldur, akureyri, sími 461 6020
bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
www.honda.is
Honda CiviC 1.4 BEnSÍn - beinSkiPtur, kOStar frá kr. 3.490.000
Honda CiviC 1.8 BEnSÍn - SJáLfSkiPtur, kOStar frá kr. 3.840.000
Heilbrigðiskerfi
á Heljarþröm
hluti8.
ekki hvernig hægt er að skella
skollaeyrum við því sem fagfólkið
segir. Tugir starfsmanna og er-
lendra sérfræðinga hafa lagst yfir
það að finna bestu lausnina á vanda
spítalans fyrir þjóðina. Við gerum
það ekki í okkar eigin þágu, heldur
í þágu sjúklinganna, þjóðarinnar,
og niðurstaðan er sú að best er að
byggja nýtt meðferðarhús á Hring-
braut. Auðvitað hefði verið best
af öllu að byggja nýjan spítala frá
grunni á einhverjum allt öðrum
stað eins og Vífilsstöðum en taka
varð inn í myndina þann kostnað
sem hlytist af því að endurbyggja
alla þá starfsemi sem þegar er til
staðar á Hringbraut, svo sem ný-
legan barnaspítala, og fleira,“ segir
Helga. „Það þýðir ekkert að þrasa
um staðsetninguna lengur. Niður-
staðan af áralöngum rannsóknum
er sú að það sé hagkvæmast að
byggja við Hringbraut. Við erum
ekki að tala um nýjan spítala, held-
ur einungis um að koma upp nýju
meðferðarhúsi þar sem hægt væri
að bæta aðstöðu til skurðaðgerða til
mikilla muna, svo og aðstöðu fyrir
svæfingardeildir og gjörgæslu,“
segir hún.
Þrengsli á vöknun
Heilaskurðaðgerðinni miðar vel
og allt fer fram samkvæmt áætlun.
Skerma hefur þurft fyrir vetrar-
sólina sem sker í augu og útsýnið
hverfur og skurðstofan verður
einungis miðlungs skurðstofa en
án útsýnis. Heilaskurðlæknarnir til-
kynna viðstöddum ánægðir að þeir
hafi fundið æxlið og séu nú að fjar-
lægja það. Aðgerðin heppnaðist og
sjúklingurinn er því læknaður.
Smám saman fækkar fólki á
skurðstofunni. Þeir sem hafa lokið
sínu hlutverki yfirgefa svæðið um
leið. Sjúklingurinn er færður inn á
vöknun um leið og hann hefur ver-
ið búinn undir það. Í skýrslu vinnu-
hóps um húsnæði skurðsviðs kem-
ur fram að mikil óánægja sé meðal
starfsfólks á vöknun með þrengsli
og lélegar vinnuaðstæður. Búið
sé að teikna upp lausnir en fátt sé
um úrbætur í því takmarkaða rými
sem nú er nýtt undir vöknun. Því
felist allar raunverulegar lausnir í
því að stækka eininguna um þrjú
stæði líkt og lagt hefur verið til og
metið er að kosti um 30 milljónir.
Eftir að sjúklingur er vaknaður
er hann færður yfir á eina af legu-
deildum spítalans ef talið er að
hann þurfi að dvelja yfir nótt. Eitt af
helstu vandamálum skurðsviðs er
svokallaður fráflæðisvandi. Á hverj-
um tíma er fjöldi sjúklinga inniliggj-
andi sem þarf ekki lengur á læknis-
þjónustu að halda en er ekki nógu
heilbrigt til að sjá um sig sjálft og
bíður ýmist eftir plássi á hjúkrunar-
heimili eða heimahjúkrun.
Ein deildin stífluð til hálfs
Ein legudeildin er nánast stífluð til
hálfs því helmingur sjúklinga er á
bið eftir úrræðum. Margir bíða á
spítalanum í mánuð, jafnvel lengur,
og fyrir vikið hægist á skurðaðgerð-
um því engin rúm eru til að taka
við þeim sem koma úr aðgerðum.
Undanfarin ár hefur áhersla færst
yfir á dag- og göngudeildarform og
dregið hefur verulega úr innlögn-
um yfir nótt. Þrátt fyrir það lengjast
biðlistar, sérstaklega eftir aðgerð-
um sem eru ekki lífshótandi, svo
sem liðskiptiaðgerðum eða öðrum
bæklunaraðgerðum. Sjúklingar
eru misþolinmóðir að sögn tveggja
hjúkrunarfræðinga sem starfa við
svokallað innköllun, sem felst í
því að búa sjúklinga undir aðgerð
símleiðis. Fyrsta viðtal hjúkrunar-
fræðings við sjúkling fyrir aðgerð
fer því fram í gegnum síma.
Eitt af þeim verkefnum sem
skurðsviðið vinnur nú í er að breyta
verkferlum með þeim hætti að jafna
betur álag á starfsfólk deildanna
og eru verkefnin því færð til eftir
álagi og mönnun. Sérhæfð teymi
starfa með hverri sérgrein enda
vinna sérþjálfaðir hjúkrunarfræð-
ingar og sjúkraliðar í teymum með
ákveðnum skurðlæknum í tiltekn-
um sérgreinum. „Allur mannafli
mun nýtast betur þegar við erum
komin í eitt húsnæði,“ bendir Helga
Kristín á. Sýnt hefur verið fram á
að tveir milljarðar muni sparast í
rekstri Landspítalans árlega vegna
breytts rekstarfyrirkomulags í einu
húsnæði. Árlegur rekstrarkostn-
aður spítalans er um 40 milljarðar
og fyrirhugaður byggingar- og fjár-
magnskostnaður við nýjan spítala
er á bilinu 60-80 milljarðar, rúm-
lega rekstrarkostnaður spítalans í
eitt ár.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Skurðstofan er full af fólki og tækjum, þar eru fjórir sérfræðilæknar og fjöldi sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga, auk hjúkrunarnema og
læknanema. Hver og einn hefur sínu mikilvæga hlutverki að gegna.
36 fréttaskýring Helgin 22.-24. nóvember 2013