Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 48

Fréttatíminn - 22.11.2013, Síða 48
48 fjölskyldan Helgin 22.-24. nóvember 2013 Mamman veik og pabbinn drekkur Ó , ég hlakka svo til um jólin,“ heyrði ég litla ljóshærða stúlku hrópa upp yfir sig með eftirvæntingu í rómnum við tvær aðrar dökkhærðar stúlkur sem hún var að tala við önnur þeirra með fallega bleika húfu. Ég var á gangi fram hjá barna- skólanum í hverfinu mínu öslaði snjóinn upp fyrir kálfa og horfði vandlega niður fyrir mig svo myndi ekki renna til í hálkunni undir snjónum. En við að heyra þessi eftir- væntingar orð, hlátur og skríkjur út undan mér leit ég ósjálfrátt upp stoppaði og horfði á stúlkurnar sem eru líklega um tíu ára aldur. Stúlkan sem í gleði sinni talaði um jólin og önnur hinna töluðu ákaft um hversu spennandi allt þetta jólastand er. Allt fas þeirra lýsti þeirri barnslegu gleði og áhyggjuleysi sem öll börn og unglingar eiga rétt á að upplifa. Þriðja stúlkan dró sig í hlé tók ekki undir gleði og áhyggjulaust tal stallsystra sinna og gerði sig líklega að labba í burt með því að setja á sig skólatöskuna. Það var enga eftirvæntingu eða tilhlökkun að sjá í fasi þeirrar stúlku og ég velti því fyrir mér hvers vegna? En vinkonur hennar svöruðu þessari spurningu fyrir mig án þess að ég hafi ætlað mér að liggja á hleri þegar stúlkan með skólatöskuna var komin í nokkra fjarlægð frá þeim. „Hvað er eiginlega að? Hún getur aldrei talað um eitthvað skemmtilegt, t.d. sagt okkur hvað hana langar í jólagjöf,“ segir dökk- hærða stúlkan með bleiku húfuna. Þá svara sú ljóshærða sem af orðum hennar að dæma þekkti hún betur stúlkuna sem var farin en hin. „Þetta er alltaf svona hjá henni, mamma hennar er veik og liggur alltaf í rúminu og pabbi hennar drekkur oft út af því og er reiður, maður má ekki koma heim til hennar. Hún og litli bróðir hennar fá bara fínar jólagjafir frá ömmu sinni sem býr á Akureyri, þau eru nefni- lega líka svo fátæk“. Ég gekk áfram fram hjá skólanum og var hugsandi, börn og unglingar eru næm á umhverfi sitt og líðan annarra og afgreiða hlutina oft á einfaldan hátt líkt og stúlkurnar. Aðstæður vinkonunnar voru einfaldlega þær að hún bjó við veikindi og fátækt þess vegna var hún svona fúl. Ég sá fyrir mér litla stúlku sem var orðin fullorðin of fljótt vegna aðstæðna og líðan sem einkenndist af drykkju foreldris. Ríkjandi líðan hennar eru áhyggjur, kvíði, óöryggi, reiði, sektarkennd og ábyrgð sem ekki á að leggja á börn og unglinga vegna veikinda foreldra. Aðventan og jólin eru tími gleði og friðar, virðum börnin, unglingana og lífsgæði þeirra. Áfengi og vímuefni eiga ekki samleið með hátíðum. Höfundur er félagsráðgjafi og sérfræðingur um áfengis- og vímuefnamál jona@hi.is Aðventan og jólin eru tími gleði og friðar, virðum börnin, unglingana og lífsgæði þeirra. Hátíðarnar og fjölskyldulífið – saga úr núinu Jóna Margrét Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur barna  uppvöxtur örvun og þroski Verðskuldað hrós og eðlileg örvun eru lykilatriði í heilbrigðri mótun sjálfsmyndar barna, rétt eins og matur og drykkur eru nauðsynleg líkamlegum þroska. Örvunin þarf að taka mið af getu barnsins og aðstæðum vera rétt tímasett og í samræmi við verknað. Leggja þarf áherslu á að uppalendur hlusti og taki virkan þátt í lífi barnsins með því að eiga með því samverustundir og sýna áhuga á því sem barnið tekur sér fyrir hendur. Svo virðist sem fólk sem hefur notið umhyggju, öryggis og aga í uppvexti sínum og er jafnframt hvatt snemma til að bera ábyrgð og sýna öðrum virðingu, eigi auðveld- ara með að takast á við ögranir síðar á lífsleiðinni. Það leitast við að finna lausnir, þorir frekar að leita sér ráða og aðstoðar, lítur á sig sem gerendur í eigin lífi og leggur sig fram við að læra bæði af velgengni og mistökum. Ábyrgðarkennd, færni í sam- skiptum og sjálfstæði á barnsaldri eykur líkur á vellíðan og velgengni á fullorðinsárum. Þau börn sem njóta þessa í uppvextinum eru oftar fær um að gefa og þiggja í sam- skiptum, eru bjartsýnni og eiga auðveldara með að setja mörk um hvað þau vilja og hvað ekki í sam- skiptum við aðra. Þeim gengur einnig betur í námi og félagslegum samskiptum. - dh Verðskuldað hrós styrkir sjálfsmynd barna HARPA SILFURBERG Sunnudag 1.des kl. 17:00 Miðaverð kr. 1.500 / 3.500 StóRSvEIt REykjavíkUR Bogomil Font &  Styrkt af miðar á midi.is s harpa.is s í miðasölu Hörpu Jólastuð fyrir alla fjölskylduna Flutt verður öll tónlistin af hinum vinsæla geisladiski Majonesjól sem kom út 2006. Tónlistin er í léttum dúr, full af glettni og jólahúmor. Stjórnandi: Samúel J. Samúelsson Ábyrgðarkennd, færni í samskiptum og sjálfstæði á barnsaldri eykur líkur á vellíðan og velgengni á fullorðinsárum. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhotos
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.