Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 64

Fréttatíminn - 22.11.2013, Qupperneq 64
64 matur & vín Helgin 22.-24. nóvember 2013  vín vikunnar  Morande Pionero Sauvignon Blanc Gerð: Hvítvín. Þrúga: Sauvignon Blanc. Uppruni: Chile, 2012. Styrkleiki: 13% Verð í Vín­ búðunum: 1.799 kr. (750 ml) Umsögn: Létt, ávaxtaríkt vín með ferskri sýru. Hentar vel með sjávarréttum. Flott við jólainnkaupin á netinu.  Faustino I Gran Reserva Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Tempr- anillo o.fl. Uppruni: Spánn, 2000. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vín­ búðunum: 3.998 kr. (750 ml) Umsögn: Þetta er eitt þekktasta Gran Reserva frá Rioja héraðinu á Spáni. Vínið er blanda af nokkrum þrúgum en aðalþrúgan er hin spænska Tempranillo. Þetta vín fær að vera lengi í tunnu, 26 mánuði, og hefur því þróað með sér djúpan karakter og þroska.  Brennivín Jólasnafs 2013 Gerð: Snafs. Uppruni: Ísland, 2013. Styrkleiki: 40% Verð í Vín­ búðunum: 6.634 kr. (700 ml) Umsögn: Ákavíti hefur verið hluti af matarhefð Dana um jól og þetta er framlag okkar í þessa menn- ingu. Þessi snafs hefur svipaðan kúmenkeim og ís- lenska brennivínið en aðeins flóknara bragð. Ræktað í hæstu hæðum Eftir mörg ár sem hafa farið í það að framleiða mest ódýr vín í miklu magni fyrir heimamarkaðinn eru Argentínumenn farnir að einbeita sér að meira gæðavíni til útflutnings. Argentína snýst um rauðvín, aðalþrúgan er Malbec og 75% af allri vín- framleiðslu fer fram í Mendoza héraðinu. Amalaya hefur notið talsverðra vinsælda undanfarin ár og ekki að ástæðulausu því fólk fær mikið fyrir peningana í einni flösku. Vínið er framleitt við sérstakar aðstæður, 1.700 metra yfir sjávar- máli. Það hljómar ekki eins og kjöraðstæður en Argentínumönnum hefur tekist vel til með þetta vín.Amalaya Gerð: Rauðvín. Þrúga: Malbec. Uppruni: Argentína, 2011. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr. (750 ml) Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.    Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is Fréttatíminn mælir með Réttur vikunnar Ragnar Freyr Ingvarsson er einn kunnasti matarblogg- ari landsins. Hann gaf nýverið út sína fyrstu matreiðslubók, Læknirinn í eld- húsinu, sem er veglegt rit sem óhætt er að mæla með að fólk kynni sér. „Ég kalla þessa nautasteikt í hógværð minni fullkomna. Það er að vissu leyti rétt þar sem eldunaraðferðin tryggir að lundin verður elduð á full- kominn hátt alla leið í gegn. Bryndís Pétursdóttir, vinkona mín, kenndi mér þessa aðferð. Hún byggir á „sous-vide“ að- ferðinni, en samkvæmt henni er kjötið eldað í lofttæmdum poka í vatnsbaði. Önnur leið til að ná svipaðri áferð á kjötið er að vefja lundinni í plast og setja inn í 60 gráðu heitan ofn í 1 1/2 klukkustund. Hitinn á kjötinu mun aldrei verða meiri en stillingin á ofninum.“ 1 nautalund (stærð að eigin vali) salt og pipar Gullostasósan er næstum hrein ostasósa. Hún er byggð á uppskrift frá Frakk- landi, Saint- Marcellin osta- sósu, og þar notast maður við Saint-Marcellin ost sem er ljúfur hvítmygluostur. Saint-Marcellin osturinn kemur frá smábæ í Dauphiné héraði í Frakklandi. Á Íslandi getur verið snúið að nálgast þessa ostategund og því mætti í raun notast við hvaða hvítmygluost sem er; brie, gullost eða camenbert, eða bara einhvern ost sem ykkur finnst ljúffengur. Mér datt strax í hug gullostur, sem er einstaklega velheppn- aður íslenskur ostur. 250 gr ljúffengur hvítmyglu- ostur 60 ml rjómi salt og pipar 1/4 tsk nýmalaður negull Kjötið 1. Fyrst er lundin hreinsuð. Skerið burt sinar og tægjur. 2. Piprið nautalundina. Gætið þess að salta ekki lundina á þessum tímapunkti þar sem það myndi draga vökva úr kjötinu. 3. Vefjið inn í a.m.k. sex lög af matarplasti. Venjuleg plast- filma dugar vel til verksins. 4. Setjið í 60 gráðu heitan for- hitaðan ofn og hitið í u.þ.b. tvær klukkustundir. 5. Takið lundina síðan úr ofninum og látið hana hvíla í nokkrar mínútur. 6. Bræðið 30 g af smjöri á pönn- unni. Saltið nautalundina og brúnið hana svo að utan. 7. Látið lundina hvíla í fimm mínútur áður en hún er skorin í sneiðar. Sósan 1. Setjið lítinn pott á hlóðirnar og hitið rjómann aðeins. 2. Hakkið niður ostinn og bætið honum síðan við volgan rjómann. 3. Bræðið saman við lágan hita. 4. Þegar osturinn er bráðinn þarf bara að mala negulinn út í sósuna og salta og pipra eftir smekk. Montes Alpha Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín. Þrúgur: Cabernet Sau- vignon, Cabernet Franc, Merlot og Verdot. Uppruni: Chile. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 2.999 kr. (750 ml) Fullkomin nautalund með gull- ostasósu og bakaðri kartöflu Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020 *Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum sem panta rétt af matseðli. Hámarksfjöldi barna eru fimm. Jólaplatti verður í boði frá 22. nóvember. Á plattanum er hangikjöt, jólaskinka, dönsk lifrarkæfa, síld, reyktur lax, hreindýrapaté, kalkúnabringa, eplasalat, laufabrauð, rúgbrauð, flatbrauð, smjör, Cumberland sósa og súkkulaði marquise. af barnamatseðli og drykk úr vél frá 15. nóvember til 15. desember og því tilvalið að koma með börnin og gæða sér á dýrindis mat eða jólaplatta í jólastemningu FRITT FYRIR BORN* FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.