Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 84

Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 84
 Í takt við tÍmann Íris Lóa Eskin Gengur í pallíettujakka af ömmu sinni Íris Lóa Eskin er 19 ára nemi í Flensborg sem sendi á dögunum frá sér sitt fyrsta lag, Hypnotized. Lagið hefur vakið mikla athygli og hafa yfir fjórtán þúsund manns kíkt á það á Youtube. Íris er „húkkt“ á hot yoga. Staðalbúnaður Ég geng í gallabuxum, samfestingum, skyrtum, jökkum og flottum skóm við. Ég kaupi mér eiginlega aldrei föt á Íslandi en ef ég geri það þá er það yfir- leitt í Gallerí 17. Ég versla oftast í útlöndum, það eru mikið flott- ari föt þar og aðeins ódýrari en hér. H&M er alltaf voða vinsæl og svo er Urban Out- fitters í miklu uppáhaldi en ef ég ætti að velja mér mína uppáhalds flík þá væri það pallíettu „vintage“ jakkinn sem hún amma mín átti. Ég geng mjög mikið í Jeffrey Campbell skóm, ég þarf aðeins að fara að breyta til þar. Hugbúnaður Ég stunda nám við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði og út- skrifast þaðan í vor. Síðan er ég á fullu að semja og taka upp tónlist með upptökustjór- anum og snillingnum Agga Friðbertssyni. Mér finnst það endalaust gaman! Svo auðvitað kíkir maður stundum út með vinkonum sínum svona af og til. Ég reyni að fara sem oftast í ræktina þegar ég hef tíma. Ég er orðin „húkkt“ á hot yoga, mér finnst það æði. Annars æfði ég listskauta í mörg ár. Ég er ekki mikil sjón- varps manneskja en ég á mína uppáhalds bíómynd og þætti. Uppáhalds myndin mín er The Holiday, það er eiginlega vandræðalegt hvað ég horfi oft á hana. Ég kann hana bókstaflega utan að. Þættirnir sem ég horfi á eru Suits, Game of Thrones, Sex and the City, Desperate Housewives og svo auðvit- að Vampire Diaries. Vélbúnaður Ég á MacBook Pro tölvu sem ég gæti ekki verið án og ég á iPhone. Ég nota Facebook, Instagram og Snapchat en ég hef enn ekki prófað Twitter. Aukabúnaður Ég elska ítalskan mat, það er eiginlega það besta sem ég fæ. Uppáhalds staðurinn minn er einmitt Ítalía á Laugaveginum, ég hef farið þangað alveg síðan ég var lítil. Áhugamálin mín eru að semja tónlist, vera með fjölskyldu og vinum og njóta lífs- ins. Í sumar fór ég til Hawaii að heimsækja pabba minn. Ég hef farið þangað núna þrisvar sinnum og þessi staður kemur mér alltaf jafn mikið á óvart! Annars finnst mér líka alltaf gaman að fara til Bo- ston þar sem amma mín á heima, og London er í miklu uppáhaldi. Íris Lóa Eskin hefur vakið mikla athygli á netinu fyrir fyrsta lag sitt, Hypnotized. Hún ætlar að láta frekar að sér kveða í tónlist- inni í framtíðinni. Ljósmynd/Hari appafEngur QuizUp Það er kannski að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla um QuizUp sem er orðið umtalaðasta appið á Ís- landi þrátt fyrir að hafa aðeins verið aðgengilegt í 2 vikur. Ástæðan er vitanlega sú að þetta er algjörlega frábært app, komið ofar á listann í iStore en hið geysivinsæla Candy Crush og því umtalað víða um heim, en það kveikir einnig á þjóðarstolt- inu að framleiðandi QuizUp er ís- lenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla Games. Afskaplega einfalt er að spila leikinn og mjög svo ávanabindandi. Hægt er að velja úr miklum fjölda flokka og keppa við bæði vini og ókunnuga hvaðanæva úr heimin- um. Spilaðar eru 7 umferðir og sá sem svarar flestu rétt vinnur. Eftir því sem á líður safnar fólk sér síðan hinum ýmsu heiðursnafnbótum. Ég þorði aldrei að prófa Candy Crush því ég hafði heyrt af virtu fólki sem var gjörsamlega orðið háð leiknum. Ég prófaði þennan því mér fannst þetta einmitt vera virðulegur spurningaleikur. Ég viðurkenni hér með: Ég er háð QuizUp. -eh 84 dægurmál Helgin 22.-24. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.