Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 8
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Óttar Snædal borgar félaga sínum fyrir kaffi Nú býðst viðskiptavinum Landsbankans ný leið til að millifæra. Það eina sem þarf er netfang eða farsímanúmer viðtakanda, sem getur verið í hvaða banka sem er. Kynntu þér snjallgreiðslur á landsbankinn.is eða á farsímavefnum L.is. „Ég legg kaffið bara inn á símanúmerið þitt“  forræðismál svokallaðir leynifeður eru réttlausir gagnvart lögum Faðir fær ekki að eiga barnið sitt Ég varð bæði glaður og sorgmæddur í senn. Ég var orðinn faðir, en vissi ekki hvernig barnið mitt leit út. Faðir á fimmtugsaldri hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum því móðir barnsins var gift öðrum manni þegar það fæddist og rangfeðraði það vísvitandi þótt hjónin vissu bæði hver var faðir barnsins. Lög meina feðrum að leita réttar síns og barna sinna fyrir dóm- stólum því þeim er óheimilt að höfða faðernismál. Móðirin getur þannig komið í veg fyrir að barnið og faðirinn kynnist. k arlmaður á fimmtugsaldri hefur aldrei litið þriggja ára son sinn augum því móðir barnsins rangfeðraði barn- ið vísvitandi. Hann er einn svo- kallaðra leynifeðra sem Helga Vala Helgadóttir lögmaður berst fyrir, því lög meina körl- um, sem telja sig feður barna, að leita réttar síns og barna sinna fyrir dómstólum. Karlmaðurinn eignaðist barn með giftri konu. Eiginmaður hennar var sjálfkrafa skráður faðir barnsins við fæðingu þess þótt hjónin vissu bæði að þar með væri barnið rangfeðrað. Samkvæmt lögum hefur faðirinn engan rétt á því að fara í faðernismál og getur móðirin þannig komið í veg fyrir að barnið og faðirinn kynnist. Karlmaðurinn kynntist konu árið 2009 í gegnum Netið og með þeim þróaðist vinskapur. Hann vill ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við barnið. „Hún sagði mér áður en við hittumst í fyrsta skipti að hún byggi með fyrrverandi eiginmanni sínum af hagkvæmnisástæðum,“ segir hann. Hann trúði því og vinskapurinn þróað- ist út í ástarsamband. „Hún varð mjög fljótlega ófrísk. Það var ekki planað en við vorum bæði mjög spennt yfir því,“ segir hann. Þau fóru saman í mæðra- skoðun og hlökkuðu til að eignast barn. „Sambandið varð fljótlega mjög erfitt,“ segir hann. „Við rifumst mikið og öll okkar rifrildi enduðu á því að hún slengdi því framan í mig að ég myndi ekki fá að eiga þetta barn. Ég tók því ekki bókstaflega á þessum tíma en annað kom á daginn,“ segir maðurinn. „Í 20 vikna sónar fengum við að vita að við ættum von á syni. Tveimur dög- um síðar var síðasta rifrildið okkar. Það endaði með því að hún sagði: „Þú lamdir mig!“, sem var alls ekki satt. Stuttu síðar fékk ég upphringingu frá löreglunni þar sem mér var tilkynnt að hún hefði óskað eftir því að ég hefði ekki samband við hana aftur,“ segir maðurinn. Konan sleit sambandinu og þrátt fyrir marg ítrekaðar óskir hefur mað- urinn ekki fengið neinar upplýsingar um son sinn. Hann á engan rétt sam- kvæmt lögum og er það því fullkom- lega í valdi móðurinnar að upplýsa um rétt faðerni barnsins. „Hún var Helga Vala Helgadóttir er lögmaður karlmanns sem þráir að kynnast þriggja ára syni sínum sem er rangfeðraður því móðirin var gift öðrum manni þegar drengurinn fæddist. 8 fréttir Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.