Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 22
Kæli- og frystiskápar í mörgum stærðum frá Siemens og Bomann. Nóatúni 4 Sími 520 3000www.sminor.is Já, blessaður vertu. Þetta er seinni tíma vanda- mál. Það er alveg dæmigert fyrir ljúflinginn Ingó, sem má ekkert aumt sjá, að verða feim- inn og hrökkva í kút þegar fólk sýnir honum sama hlýhug og hann hefur sýnt öðrum umhugsunarlaust í gegnum árin en hann er að venjast þessu. „Þegar ég lá á spítalanum einangraði ég mig dálítið og var lítið á netinu og Facebook. Fólk var svo mikið að spyrja og ég vissi ekk- ert sjálfur og gat engu svarað. Síðan fannst mér þetta svo yfirþyrmandi einhvern veginn. Allur þessi stuðningur en nú veit maður að fólk vill vel og þetta er þess leið til þess að takast á við þetta með mér og nú reyni ég að vera virkari.“ Ingó hefur árum saman verið eins og þeytispjald út um allar koppagrundir og hitt fjölda fólks og þeir eru margir sem muna eftir kynnum sínum af þessu einstaka ljúfmenni og þessa dagana er hann oft minntur á þetta. „Við hjónin fórum til Umboðsmanns skuld- ara og töluðum þar við góðan mann sem ætl- ar að sjá um mín mál. Þegar við vorum inni hjá honum sagði hann að ég myndi kannski ekki eftir honum en hann hefði einhvern tíma verið á puttanum þegar ég kom að og skutlaði honum frá Hellu til Selfoss. Þetta var mjög fyndið og það er alltaf eitthvað svona að koma upp.“ Tilgangslaust að vera reiður Þegar ég frétti að þú værir kominn á spítala með hvítblæði varð ég fyrst reiður. Af hverju Ingó minn? Ég átti mjög erfitt með að sætta mig við þetta og vildi kenna einhverju um og datt Eyjafjallajökull í hug. Að gosið hefði komið einhverju helvítis eitri ofan í þig þegar þú varst að mynda í mekkinum en þá varst það þú sem útskýrðir fyrir mér að það þýddi ekkert að pæla í þessu, leita að ástæðum og kenna einhverju um. „Nei, nei. Það þýðir ekkert. Þetta gerist bara en fólk er bara leitt. Mínir nánustu og vinir mínir en eins og ég sagði þá er alveg tilgangslaust að vera reiður eða bitur yfir einhverju sem maður fær ekki breytt. Það er bara sóun á orku. Maður á bara að vera kúl á þessu og taka því sem að höndum ber. Ég er bara þannig að mér finnst ekkert vandræðalegt fyrir mig að tala um þetta og kannski slæ ég fólk út af laginu þegar ég segi bara: „Ja, ég er nú að drepast úr krabba og þyrfti eiginlega að fá hraðmeðferð í þessu. Þetta slær fólk svolítið.“ Ingó er ekki laus við veraldlega stússið þótt hann þurfi á allri sinni orku að halda í annað og hefur þurft að eiga við ýmsa lánardrottna en hann sér líka spaugilegu hliðarnar á því brölti jafnvel þótt hann hafi verið hársbreidd frá því að koma sér í örugga höfn áður en áfallið dundi yfir. „Þannig lagað er ég í afar vondum málum en það er fyndið að segja frá því að trygginga- sölumenn eru búnir að vera að hringja í mig í allt sumar. Alveg tvisvar þrisvar í viku og vildu endilega selja mér líftryggingu, sjúkra- tryggingu og allan djöfulinn. Tækjatryggingu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var alveg til í þetta og ætlaði bara að ganga frá þessu. Svo var ég eitthvað að slugsa vegna þess að ég var svo upptekinn og náði ekki að ganga frá þessum fína tryggingapakka. Nema hvað að þegar ég er kominn inn á spítala þá hringir einn. Ég segist nú bara vera kominn inn á spítala með krabbamein og hann kveður í flýti en óskar mér góðs gengis. Og ég heyrði ekki í einum né neinum eftir það. Þannig að tryggingafélögin hljóta að vera með gagna- grunn,“ segir Ingó og hlær. Ætli það sé ekki bara merkt við mann: Þessi er búinn.“ Yndisleg fjölskylda og vinir Ingó og eiginkona hans, Monica Haug, búa ásamt dætrum sínum tveimur, Hrafnhildi Sif sem er 11 ára og Söru Lilju sem er níu ára, og tíkinni Betu í Vesturbænum. Og það er óhætt að segja að feigðin svífi ekki yfir þessu huggulega heimili þar sem mikið er brosað og hlegið. Hrafnhildur Sif segir okkur ábúðarmikil frá nýju orði, „kynbundin launamunur“, sem hún lærði í skólanum í dag og síðan spinnast upp nokkrar umræður um mannréttindi. Fjölskyldan sest síðan fyrir framan sjón- varpið og horfir á heimsókn Stöðvar 2 til þeirra fyrr um daginn. Þegar Sara Lilja birtist í mynd að borða súkkulaðiköku felur hún andlit sitt og hrópar upp yfir sig: „Af hverju klipptu þeir þetta ekki út?“ Ingó slengir svo fram einum krabbameinsbrandara og Hrafnhildur Sif lítur ákveðin á föður sinn: „Ég tek brjálæðiskast á þig ef því gerir grín að þessu!“ Ingó hlær og Beta liggur spök við hlið húsbónda síns sem hún víkur aldrei frá en eftir að Ingó veiktist horfir hann öðruvísi á göngutúrana sína með Betu sem urðu honum ómetanlegir þegar hann slapp úr einangrun- inni á spítalanum. „Við látum þetta ekki trufla heimilislífið. Við höfum leyft stelpunum að fylgjast vel með þessu og höldum þeim vel upplýstum. Ég á líka svo hrikalega góða konu sem hefur séð um mig eins og ungbarn og borið mig á höndum sér. Þannig að ég hef það bara gott. Það er ekki hægt að hugsa sér betri aðstæður til að lenda í veikindum þegar maður á svona konu. Og svona vini. Vá! Mér finnst líka matarlystin vera að koma aftur og er dauðhræddur um að ég fari að bæta á mig. Ég ætlaði að ná af mér tíu kíló- um í viðbót,“ segir hann og hlær. „Og það gæti alveg tekist ef ég fer alveg eftir línunni frá Kollu grasalækni. Ég finn þróttinn vera að koma aftur og þetta er að verða helvíti fínt.“ Vill kveðja félagana „Þú hefur líka haldið þínu góða geði í gegn- um þetta allt og menn geta nú farið langt á því og það er fátt sem bendir til þess að þú sért á förum akkúrat núna,“ segi ég og minni Ingó á að við strengdum þess heit eftir að önnur meðferð mistókst að við ætluðum að fara saman að æfa í Mjölni þegar hann væri búinn að sigrast á hvítblæðinu. „Já, við stefnum á það! Ég hef aldrei verið bjartsýnni en núna. Það er bara furðulegt og ég er ekkert hræddur við hinn mögu- leikann. Ég nýt þess bara að vera til, ógeðs- lega grannur og hef það bara gott. Ég meina þetta fer eins og það fer og ég geri mitt til að grasa þetta og svona. Kannski þrauka ég en ef maður fer þá fer maður bara.“ Ingó er eins og margir vita mikill víkingur og hann segist á tímabili aðeins hafa velt útförinni fyrir sér en hann nenni því ekki lengur. „Ég ætla að hafa opna kistu, vera í víkingagallanum með hendur á sverðinu. En æ, ég nenni ekki að pæla í þessu.“ En var það ekki erfitt fyrir víkinginn að missa sitt mikla hár og skegg? „Nei! Vegna þess að ég fékk að vita það að það kemur alltaf einhvern veginn allt öðru- vísi til baka. Hárið og skeggið. Og ég er svo spenntur yfir því að sjá hvernig það verður núna. Þetta er í þriðja skiptið sem þetta er að koma aftur og þetta er búið að vera alls konar. Það er æsispennandi að bíða eftir þessu.“ Það skiptir ekki um lit er það? „Jú!,“ segir Ingó hátt og ákafinn leynir sér ekki. „Það getur orðið ljósara eða dekkra og alls konar. Ég get orðið röndóttur.“ Þegar talið berst að víkingum verður ekki aftur snúið og Ingó gerir sér vonir um mikið vopnaglamur í sumar. „Mig langar ferlega til að eiga gott sumar, fara á víkingahátíðir og kveðja félagana. Ég er á kafi í þessu víkinga- rugli og það er afar skemmtilegt.“ Í fyrra fór Ingó ásamt fleiri Íslendingum í víking til Jórvíkur þar sem þeir tóku þátt í heilmikilli víkingahátíð með Jórvíkurvíking- unum sem kalla sig Völsunga. Þar eignaðist Ingó góða vini sem ætla að sækja hann heim í júlí. „Þetta er mjög traustur flokkur og þeir koma hérna vinir mínir úr Völsunga víking- unum. Það kemur alveg djöfuldómur af Bretum hingað.“ Illt að vera sóttdauður Hugsar þú eitthvað um hvað tekur við þegar jarðvistinni lýkur. Kristnir menn geta huggað sig við vonina um himnaríkisvist en við heið- ingjarnir höfum Valhöll. Sérð þú hana fyrir þér sem áfangastað? „Já. Maður vonast auðvitað eftir því að komast þangað. En það er sko illt að vera sóttdauður. Ég verð þá láta fallast á sverðið á síðustu sekúndunni. En ég reyni að tala við dyravörðinn í Valhöll og lauma mér inn. Það hlýtur að vanta ferskan mannskap þarna. Og auðvitað vill maður éta svínakjöt og drekka mjöð allan daginn. Annars er ég ekkert að hugsa um hvenær kallið kemur. Það kemur bara þegar það kemur,“ segir sköllótti vík- ingurinn sem er óbugaður og er byrjaður að safna hári og skeggi á ný. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Árangurslausum lyfjameðferðum hefur verið hætt og Ingó bíður þess sem verða vill. Honum líður vel núna og hann finnur þróttinn vera að koma aftur. Ljósmyndir/Hari 22 viðtal Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.