Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 46
Helgin 1.-3. mars 2013
KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI | SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS
PROOPTIK
afmæli
25 ára
20 ÞÚSUND
króna umgjörð á
199 krónur!
- Ef þú kaupir glerið hjá okkur
Allar aðrar umgjarðir á 50% afslætti
inndu okkur á
acebook
facebook.com/frettatiminn
„Það er mikilvægur fundur um miðjan dag og
þú getur með engu móti haldið augunum opn-
um, svefninn sækir á. En um dimmar nætur
liggur þú andvaka í rúminu, starir á vekjara-
klukkuna – það stirnir á sjálflýsandi tölustafina
og þú nærð ekki að þagga niður í þungmeltum
hugrenningum. Hverju sem um er að kenna –
álagi á vinnustað eða háværum hrotum ástvinar
– hafa allir upplifað þá raun að fá ekki nægan
svefn,“ segir í nýútkominni bók, Sofum betur frá
Sölku forlagi í þýðingu Sigurðar Hróarssonar.
Dæmið er eitt fjöldamargra sem farið er yfir
til þess að aðstoða fólk við að festa heilnæman
svefn. Uppsetning bókarinnar er samtal milli
höfundar og lesanda. Fjöldamörgum spurning-
um sem vakna kynnu við lesturinn er þannig
svarað jafnóðum.
Í bókinni eru kynntar hugmyndir og ráð við
hinum ýmsu kvillum auk þess sem farið er
yfir helstu orsakir svefnleysis á einfaldan og
fræðandi máta. Í bókinni sér kafli um kynlíf og
hvernig það að stunda kynlíf getur stuðlað að
betri svefni.
„Við kynferðislega fullnægingu losar lík-
aminn fimmfalt meira magn en venjulega af
kyrrðar–hormóninu oxýtósín sem róar okkur
niður fyrir svefninn. Samfarablossi hleypir líka
af stokkunum endorfínbylgju sem lyftir and-
anum.“
Því er haldið fram að fólk sem stundar reglu-
legt kynlíf með maka sé áhyggjulausara og létt-
ara í lund. Það leiðir síðan að heilbrigðari nætur-
svefni þar sem andvökur geta fylgt áhyggjum
og depurð.
„Ef höfuðverkur veldur þér andvökum gætu
kynmök verið heilsubótin,“ segir jafnframt í
kynlífskafla bókarinnar.
Höfundur bókarinnar lofar því að fari lesandi
eftir öllum þeim ráðum sem gefin eru, muni
viðkomandi hreinlega springa úr lífskrafti, vera
hraustari, hressari og betri í alla staði.
Heilsa Út er komin bókin sofum betur
Kynlíf sem svefnlyf
Bókin Sofum betur er nú komin út en hún er saman-
safn 52 hugmynda sem hjálpa lesanda að bæta svefn
og svefnvenjur til þess að öðlast meiri orku svo auð-
veldara sé að fást við dagsverkin, hvort sem þau eru
inni heimilinu eða utan þess. Til eru margar ástæður
fyrir því að fólk þjáist af svefnleysi og leiðir til heil-
næmari nætursvefns fjölmargar, meðal annars kynlíf.
Bókin Sofum betur er fræðandi og ku vera gagnleg
þeim sem þjást vegna svefnleysis og óheilbrigðra svefnhátta.
46 heilsa