Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 34
Nína skjóls með börnin í næsta húsi. Úti fyrir var stórhríð. Leið aldrei vel í húsinu eftir flóðið Þegar birti af degi varð ljóst hve tjónið var mikið. Þak hússins hafði flest af á stórum hluta, gler í mörgum gluggum var brotið og húsið var hálffullt af snjó. Þá var fjöldi fólks mættur á svæðið til að veita þeim hjónum hjálparhönd við björgunarstarfið. Allir, sem vettlingi gátu valdið, voru komnir með skóflu í hönd og mokuðu snjónum frá húsinu svo hægt væri að komast inn og um leið og það var hægt hófst mokstur innandyra. Fljótlega var hafist handa við bráðabirgðaviðgerðir á þaki og segir Þórir að það hafi verið ómetanlegt að finna allan þann stuðning sem bæjarbúar sýndi þeim, jafnt í orði sem verki. „Á einum tíma taldi ég fimmtán manns uppi á þaki og jafnmarga inni að moka,“ segir Þórir. Heilan mánuð tók að gera húsið íbúðarhæft að nýju þótt viðgerðum hefði ekki enn verið lokið þegar fjölskyldan flutti inn. Á meðan dvaldist Nína með börnin fjögur hjá for- eldrum sínum á Akureyri. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður við lýði og fengu hjónin því tjón sitt ekki bætt að undanskildu tjóni á innanstokksmunum að einhverju leyti. Lokað var fyrir alla glugga með hlerum þangað til glerið kom í húsið. „Ég man vel eftir þessum hlerum,“ segir Gunnhildur. „Það var ansi dimmt og drungalegt inni.“ Fjöl- skyldunni leið aldrei vel í húsinu eftir þetta. Þau flýðu í vondum veðrum og gistu ósjaldan hjá vinum í kaupstaðnum, eða á hótelinu. „Þetta voru harðir vetur,“ segir Þórir. „Þetta var erfiðast fyrir mömmu,“ segir Gunnhildur. „Herbergið sem fór hvað verst út úr flóðinu var saumaherbergið hennar. Ef systir hennar hefði gist þar hefði hún sennilega ekki lifað það af,“ segir hún. Að sögn Gunnhildar var það ekki síst vegna ótta móðurinnar að fjölskyldan ákvað að selja húsið tveimur og hálfu ári síðar og flytjast bú- ferlum til Vestmannaeyja þar sem tvær systur Nínu bjuggu. Svili Þóris var yfirverkstjóri í Fiskiðjunni og miklar breytingar stóðu yfir á rafmagnskerfinu því á þessum tíma var breytt úr gamla 220 volta kerfinu í 380 volt. Þórir er rafvirki og bauðst því vinna hjá Fiskiðjunni. „Það er komið eldgos“ Þau leigðu íbúð í húsi á Miðstræti 28 í Vest- mannaeyjum í byrjun árs 1971 og festu kaup á því hálfu ári síðar. Þá hafði þeim hjónum fæðst sonurinn Jónþór. Eftir að fjölskyldan flutti til Eyja fæddist þeim hjónum dóttirin Sonja. Voru þau þá orðin átta í heimili. Aðfaranótt 23. janúar 1973 vaknaði Gunn- hildur við símhringingu. Hún var tólf ára. Í símanum var móðursystir hennar sem bað hana að vekja foreldra sína. „Eftir að pabbi hafði talað við hana í símann sagði hann við mig: „Komdu, ég ætla að sýna þér svolítið. Þú þarft ekkert að vera hrædd.“ Síðan gekk hann með mig að glugganum og benti á þrjá eldstróka í fjarska og sagði: „Það er komið eldgos.“,“ segir Gunn- hildur. Þegar fyrirmæli komu um að fólk ætti að pakka niður helstu nauðsynjum gerðu þau það og vöktu loks hin börnin og klæddu. „Ég sá að það voru komnir nokkrir krakkar út á götu,“ segir Gunnhildur, „svo ég spurði hvort ég mætti fara þangað. Ég fékk leyfi til þess og við stóðum þarna saman og horfðum á eldglæringarnar. Við vorum ekkert hrædd, það man ég,“ segir Gunnhildur. Þegar búið var að ferðbúa alla hélt fjölskyldan niður á bryggju líkt og aðrir bæjarbúar þar sem skip biðu til að flytja íbúa upp á land. „Þegar við stigum um borð í bátinn fundum við fyrir ösku- fallinu og sáum að þilfarið var svart af ösku,“ lýsir Gunnhildur. Margt var um manninn í bátnum og þröngt var setið. Mikil alda var á leiðinni og urðu fjölmargir sjóveikir um borð. Fjölskyldan stóð í hnappi uppi á þilfari og horfði á eldstrókana á meðan skipið sigldi úr höfn. „Ég man að svili minn náði í pott í eldhúsið svo fólk hefði eitthvað til að gubba í,“ segir Þórir. „Kokkurinn var ekkert ánægður með það og ætlaði að banna honum það en svili minn sagði að hann hlyti að geta þvegið hann,“ segir Þórir og brosir. Beint aftur til Eyja að bjarga verðmætum Rúta tók á móti mannskapnum á bryggjunni í Þorlákshöfn og keyrði hann til Reykjavíkur. Komið hafði verið upp neyðarskýlum í hinum ýmsu skólum á höfuðborgarsvæðinu og var Þóri og Nínu með börnin sex vísað í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem gert var manntal áður en fólki var gefið að borða. Strax næsta dag fór Þórir um borð í Hofsjökul sem flutti menn út í Eyjar í því skyni að bjarga verðmætum í Fisk- iðjunni. „Þá var talið að þetta væri spurning um nokkra klukkutíma. Þú getur ímyndað þér hvað menn voru hræddir,“ segir Þórir. Unnið var meðan bjart var við að ferma skip af fiski. Flýja þurfti svæðið ef vindáttin snerist þannig að ösku og logandi grjóti rigndi yfir. Þörfin fyrir vinnuafl í Vestmannaeyjum fyrst eftir gos reyndist meiri en aðeins nokkrir klukkutímar. Fyrstu vikurnar vann Þórir við að bjarga verðmætum Fiskiðjunnar en eftir það hófust miklar björgunaraðgerðir sem stýrt var af Viðlagasjóði. Komdu, ég ætla að sýna þér svolítið. Þú þarft ekkert að vera hrædd. Útsýnið úr húsi Þóris og Nínu í Eyjum. „Ég ætla að sýna þér svolítið, þú þarft ekki að vera hrædd,“ sagði Þórir við dóttur sína þegar hann leiddi hana að stofuglugganum aðfaranótt 23. janúar 1973 og sýndi henni eldstrókinn. „Það er komið eldgos.“ Framhald á næstu opnu 34 viðtal Helgin 1.-3. mars 2013 Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? V O L1 30 10 2 Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.