Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 62
Leikdómur mary PoPPins
Allþokkalega pottþétt!
Niðurstaða:
Sýningin er án efa
með þeim allra
flottustu sem settar
hafa verið upp hér á
landi. Bravó!
mary Poppins
Höfundur: P.L. Travers, Julian
Fellows, George Stiles og Anthony
Drew en Gísli Rúnar Jónsson þýddi.
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson.
Aðalhlutverk: Jóhanna Vigdís
Arnardóttir.
É g hef aldrei verið neitt sérstaklega gefin fyrir söngleiki. Mér finnst þeir helst til hávaðasamir og þreyt-
andi til lengdar. Þó skellti ég mér á frum-
sýningu Mary Poppins í Borgarleikhúsinu
síðasta föstudag. Því sá ég ekki eftir.
Hin klassíska saga af barnfóstrunni
glöðu er sem greypt í minni flestra frá
barnæsku.
Sjálf þurfti ég, dæmigert íslenskt alþýðu-
barn á fyrrihluta tíunda áratugarins, aldrei
á barnfóstru að halda. En minnist þess þó
að hafa óskað mér þess heitt að einhvern-
tímann fengi ég Mary Poppins í heimsókn,
þó ekki væri nema eina kvöldstund svona
rétt á meðan mamma og pabbi skryppu
í bíó. Mér varð ekki að ósk minni þá en
þykir sem ég hafi komist ansi nálægt því
á föstudaginn.
Ég hélt á sýninguna ásamt fjögurra ára
dóttur minni. Sýningin var í seinna lagi
fyrir barnið, klukkan átta um kvöld og
stendur yfir í rúmar þrjár klukkustundir
að hléi meðtöldu. Ég mæli því ekkert sér-
staklega með kvöldsýningunni fyrir svo
ung börn.
Mikið sjónarspil
Sýningin byrjar strax með miklu sjónar-
spili. Notuð er skemmtileg tækni og blönd-
un ljóss og skugga. Strax frá upphafi er
tónninn sleginn fyrir það sem koma skal.
Gói gegnir hlutverki Berts og þótti mér
honum takast afar vel til. Hann var mátu-
lega kæruleysislegur og náði vel til áhorf-
andans er hann leiddi salinn inn í söguna
af Banks fjölskyldunni óhamingjusömu.
Herra og frú Banks eru leikin af þeim Est-
her Talíu og Halldóri. Þrátt fyrir mikilvægi
þeirra eru þetta að mínu mati leiðinlegustu
persónur verksins. Það var helst að Ester
tækist að glæða móðurina lífi með túlkun
sinni og vekja með henni samkennd en því
miður þá tókst Halldóri ekki jafn vel upp
með föðurinn, sem varð oft tilgerðarlegur
og ósannfærandi.
Börnin Mikael og Jane, leikin af þeim
Rán og Gretti, sýndu af sér fádæma fag-
mennsku og alveg hreint magnaða söng-
hæfileika. Mér leið líkt og ég ætti smá í
þeim á tímapunkti og fylltist einhverju óút-
skýrðu stolti yfir þessum ótrúlega flottu
krökkum.
Jóhanna Vigdís leikur svo sjálfa Mary
Poppins. Ég viðurkenni að ég kveið aðeins
fyrir því að sjá hvernig barnfóstra horf-
inna æskudrauma kæmi til með að verða
í hennar höndum. Ekki vegna þess að ég
hafi ekki trú á Jóhönnu, heldur vegna þess
hver gríðarlega erfitt það má vera að feta í
fótspor sjálfrar Julie Andrews.
Bravó!
Þessar áhyggjur mínar fengu að fjúka um
leið og hún mætti á sviðið. Hún náði mér
alveg frá byrjun fram til enda. Svo ekki sé
minnst á undurfagra söngrödd Jóhönnu
sem hefur fengið mig til þess að humma
„allþokkalega pottþétt” alla vikuna.
Á sviðinu, auk aðalleikara, voru nokkrar
manneskjur sem hreinlega báru af. Þar
ber helst að nefna Sigrúnu Eddu og Þóri
Sæm, sem voru alveg hreint ótrúleg. Sig-
rún sem misheppnuð ráðskonan og Þórir
í nokkrum mismunandi hlutverkum sem
honum fórust öll einkar vel úr hendi.
Um Margréti Eir gæti ég skrifað heilan
pistil. Hún er einhverskonar ofurkona. Ég
sá hana í heita pottinum um helgina og
varð hálf „starstrucked” eftir frammistöðu
hennar.
Sýningin var frábær skemmtun fyrir
móður og barn (sem sat sem neglt við
sætið). Ótrúlegt samverkandi sjónarspil
lita, ljósa, sviðsmyndar, búninga, söngva
og dansa tekur áhorfandann á flug um
klassískt ævintýrið. Sýningin er án efa
með þeim allra flottustu sem settar hafa
verið upp hér á landi. Bravó!
María Lilja
Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Sýningin
var frábær
skemmtun
fyrir móð-
ur og barn.
Þeir Júlíus Brjánsson og Gísli
Rúnar Jónsson hófu feril sinn með
Kaffibrúsaköllunum í Sjónvarpinu
fyrir 40 árum. Nú eru þeir hins-
vegar búnir að snara upp sýningu
um þessa karla sem frumsýnd er
í kvöld í Austurbæ. Kallarnir hafa
fengið Helgu Brögu Jónsdóttur
og Lalla töframann til liðs við sig
og Gunnar Helgason leikstýrir
sýningunni.
„Þetta er svona kabarettfíling-
ur hjá okkur,“ segir leikstjórinn en Júlíus og Gísli
Rúnar vildu gera þetta að stórri og skemmtilegri
sýningu svo þeir réðu Gunna sem leikstjóra.
„Ég þekki þá mjög vel og hef unnið með þeim
áður. Leiðir okkar Gísla hafa oft
legið saman í leikhúsi og ég kynnt-
ist Júlíusi um leið og ég útskrifað-
ist og fór að talsetja hjá honum
teiknimyndir," heldur Gunni
áfram sem segir þá Júlíus og Gísla
frábæra gæja sem kunna þetta allt;
„þeir eru æðislegir.“
Aðspurður um hvort Júlíus rói
Gísla Rúnar niður í ofvirkninni
sem hann er þekktur fyrir segir
Gunnar það ekki endilega vera og
hlær. „Þetta eru svakalega duglegir menn, alltaf á
tánum og hvenær sem er sólarhringins til í að ræða
hvað sem er. Í þeirra samstarfi mætast þeir í miðj-
unni því óneitanlega er Júlli ívið rólegri en Gísli.“
Frumsýning kaFFibrúsakaLLarnir í austurbæ
Kaffibrúsakallar í fjóra áratugi
Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson.
Mary Poppins í Borgar-
leikhúsinu. Frábær sýning.
62 leikhús Helgin 1.-3. mars 2013
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Lau 2/3 kl. 19:00 aukas Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Fös 10/5 kl. 19:00
Sun 3/3 kl. 19:00 3.k Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Lau 11/5 kl. 19:00
Þri 5/3 kl. 19:00 4.k Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Sun 12/5 kl. 13:00
Mið 6/3 kl. 19:00 5.k Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Mið 15/5 kl. 19:00 aukas
Fim 7/3 kl. 19:00 aukas Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Fim 16/5 kl. 19:00
Lau 9/3 kl. 19:00 6.k Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fös 17/5 kl. 19:00
Sun 10/3 kl. 13:00 aukas Mið 24/4 kl. 19:00 Lau 18/5 kl. 19:00
Þri 12/3 kl. 19:00 aukas Fös 26/4 kl. 19:00 aukas Mán 20/5 kl. 13:00 aukas
Mið 13/3 kl. 19:00 7.k Lau 27/4 kl. 19:00 Fim 23/5 kl. 19:00
Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Þri 30/4 kl. 19:00 aukas Fös 31/5 kl. 19:00
Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Fim 2/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00
Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas
Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 4/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas
Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00 Fim 6/6 kl. 19:00
Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Mið 8/5 kl. 19:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00
Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00 Lau 8/6 kl. 19:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Allt að seljast upp!
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas
Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu.
Gullregn (Stóra sviðið)
Fös 8/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Mið 12/6 kl. 20:00
Sun 10/3 kl. 20:00 Þri 19/3 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00
Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré.
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k
Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Fös 3/5 kl. 20:00 24.k
Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Lau 4/5 kl. 20:00 25.k
Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Sun 5/5 kl. 20:00
Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Fös 10/5 kl. 20:00
Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Fim 16/5 kl. 20:00
Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k Fös 17/5 kl. 20:00
Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Sun 21/4 kl. 20:00 21.k Lau 18/5 kl. 20:00
Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Mið 24/4 kl. 20:00 22.k Fim 23/5 kl. 20:00
Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas Lau 25/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Saga þjóðar (Litla sviðið)
Fim 7/3 kl. 20:00 Fös 8/3 kl. 20:00 lokas
Tónsjónleikur með Hundi í óskilum. Allra síðustu sýningar.
Ormstunga (Nýja sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 Fim 7/3 kl. 20:00 Fim 14/3 kl. 20:00
Lau 2/3 kl. 20:00 Lau 9/3 kl. 20:00 Lau 16/3 kl. 20:00
Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00
Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný
Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)
Lau 2/3 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00
Nýtt, íslenskt verk eftir Jón Atla Jónasson. Síðustu sýningar.
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 Lau 9/3 kl. 13:00 Lau 9/3 kl. 15:00 lokas
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri. Síðustu sýningar.
Ósóttar pantanir seldar daglega
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR
Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 24/3 kl. 13:00
Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 17/3 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 16:00
Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 16:00
Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Sun 3/3 kl. 20:30 Sun 10/3 kl. 20:30 Sun 17/3 kl. 20:30
Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 2/3 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 15:00 Lau 9/3 kl. 16:30
Lau 2/3 kl. 15:00 Sun 3/3 kl. 16:30 Sun 10/3 kl. 13:00
Lau 2/3 kl. 16:30 Lau 9/3 kl. 13:30 Sun 10/3 kl. 15:00
Sun 3/3 kl. 13:30 Lau 9/3 kl. 15:00 Sun 10/3 kl. 16:30
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Fös 1/3 kl. 19:30
Frumsýning
Sun 3/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 10/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyrsta leikrit Kristínar Eiríksdóttur og Karí Óskar Grétudóttur
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 1/3 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 23:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Segðu mér satt (Kúlan)
Mið 6/3 kl. 19:30 Fim 7/3 kl. 19:30
Leikfélagið Geirfugl sýnir
Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 2/3 kl. 21:00 Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00
Pörupiltar eru mættir aftur!