Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 66
Námskeiðið kostar 17.000 kr og hægt er að greiða fyrir það með Frístundakorti ÍTR. Skráning og allar fleiri upplýsingar fást hjá Hinu Húsinu á net­ fanginu: hitthusid@ hitthusid.is eða í síma 411 5500. Námskeiðið er ætlað ungmennum á aldrinum 16–25 ára.  AnnA Gunndís Komin Aftur heim Leikur á móti mannlegum kaktus „Það má segja að ég sé komin aftur heim en ég er borinn og barnfædd- ur Akureyringur. Hér er sól í heiði og stemningin rosalega góð,“ segir leikkonan Anna Gunndís Guð- mundsdóttir sem hefur komið sér vel fyrir á æskuslóðunum á Akur- eyri þar sem hún er fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikfélagið frumsýnir í dag, föstudag verkið Kaktusinn eftir Juli Zeh. Leikritið gerist á lögreglu- stöð í Frankfurt þar sem meintur hryðjuverkamaður er í haldi en sá er grunsamlega líkur stórum kaktusi. „Þetta er létt og skemmtilegt verk en fjallar samt á sama tíma um mjög alvarleg málefni. Þetta er fyndið en vekur okkur líka til umhugsunar, eins og öll góð leik- rit eiga að gera. Við erum þarna fjögur á sviðinu og svo kaktusinn sem gegnir mjög mikilvægu hlut- verki og er í raun fimmta persónan í verkinu.“ Kaktusinn var fluttur norður með heilmiklu tilstandi. „Hann reyndist miklu stærri og feitari þannig að við þurftum að breyta öllu í kring- um hann. En hann er rosa flottur og mannlegur.“ Anna Gunndís leikur lögreglunemann Súsí sem flækist í mál hryðjuverkaka­ ktusins.  KviKmyndAnámsKeið í hinu húsinu Lynch hjónin kenna ung- mennum kvikmyndagerð Hitt húsið býður upp á námskeið í kvikmyndagerð í samstarfi við kennarana og kvikmyndagerð­ arhjónin Þorbjörgu Jónsdóttur og Lee Lynch. Hugmyndin á bak við námskeiðið er, að sögn að­ standenda, að stofna kvikmyndalistahóp ungs fólks, það sem á ensku kallast „artist collective“ sem hittist einu sinni í viku og býr til kvikmyndir af ýmsum toga. „Það er svo gefandi að vinna með ung- mennum því það er svo mikill kraftur í þeim. Það gefur okkur líka svo mikið. Þau eru svo óheft og fá svo ferskar og skemmtilegar hugmyndir og hafa mikið minni áhyggjur af því að henda sér bara í í framkvæmd. Svo er svo frábært að vera unglingur, það er svo kjörinn tími til þess að vera skapandi,“ segir Þorbjörg Jónsdóttir, myndlistar- og kvikmyndagerðarkona. Hún, ásamt eiginmanni sínum Lee Lynch, býður ungmennum upp á námskeið í samstarfi við Hitt Húsið. „Það er bara fyndin til- viljun að hann heiti Lynch og sé í kvik- myndagerð. Það er engin tenging þarna á milli,“ útskýrir Þorbjörg og hlær að spurningu blaðakonu þess eðlis. Þau hjónin eru bæði starfandi kvik- myndagerðarmenn, myndlistarmenn og kennarar en þau voru búsett í Los Angeles síðustu sjö ár. Þar kenndu þau kvikmyndagerð, bæði ungmennum og nemendum á háskólastigi. Þau eru einnig stofnendur listaskólans Teenage Wasteland of the Arts. „Hugmyndin er að við færum ungmennunum þau tæki sem best er að nýta við sköpunina og leiðbeinum þeim í rétta átt með hugmyndir sínar. Hópurinn hittist svo vikulega og hjálp- ast að við þróun verkefnanna þegar hver og einn sýnir hópnum það verk eða kvikmynd sem hann er að vinna í. Þannig skapast umræður sem nýta má í þróunina. Einnig munum við svo horfa á myndbandsverk og listrænar kvikmynd- ir og ræða efni þeirra og aðferðir. Svo langar okkur að kenna þeim að finna leiðir til listsköpunar þrátt fyrir að hafa kannski ekki aðgang að fínustu græj- unum,“ segir Þorbjörg. Námskeiðið er kennt bæði á ensku og íslensku en engar kröfur eru gerðar til tungumálakunnáttu. Það hefst í næstu viku eða þann 5. mars. Lee er „avant garde“ kvikmynda- gerðarmaður sem hefur gert fjölda stuttmynda, auk mynda í fullri lengd. Myndir hans hafa verið sýndar á kvik- myndahátíðum um allan heim, meðal annars á Sundance Film Festival, Rot- terdam International Film Festival, Tri- beca og Marseille. Nýjasta kvikmynd hans er vestri í fullri lengd sem einnig hefur verið sýnd víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Þorbjörg hefur komið víða við í verkum sínum. Hún hefur unnið bæði að myndbandsinnsetningum og til- raunakenndum stuttmyndum sem hún hefur einnig sýnt víða um heim. Þar ber helst að nefna kvikmyndahátíðina Zinebi í Bilbao, RIFF og FLEX Fest. Einnig hefur hún sýnt myndbandsinn- setningar sínar í galleríum í New York, París og Los Angeles. Hún vinnur nú að heimildarmynd í fullri lengd sem er tekin upp með indjánum í frumskógum Kólombíu og fjallar meðal annars um landslag frumskógarins, sjamanisma, söngva þeirra og plöntulyfið Aya- huasca. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Þorbjörg og Lee bjóða upp á kennslu í kvikmyndagerð fyrir ungmenni í samstarfi við Hitt Húsið. Þau segja mikinn sköpunarkraft einkenna ungt fólk og það sé því gaman og gefandi að vinna með því. Ljósmynd/Hari Svo er svo frábært að vera ung- lingur, það er svo kjör- inn tími til þess að vera skap- andi 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 66 menning Helgin 1.­3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.