Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 66
Námskeiðið kostar
17.000 kr og hægt er
að greiða fyrir það
með Frístundakorti
ÍTR. Skráning og allar
fleiri upplýsingar fást
hjá Hinu Húsinu á net
fanginu: hitthusid@
hitthusid.is eða í síma
411 5500. Námskeiðið
er ætlað ungmennum
á aldrinum 16–25 ára.
AnnA Gunndís Komin Aftur heim
Leikur á móti mannlegum kaktus
„Það má segja að ég sé komin aftur
heim en ég er borinn og barnfædd-
ur Akureyringur. Hér er sól í heiði
og stemningin rosalega góð,“ segir
leikkonan Anna Gunndís Guð-
mundsdóttir sem hefur komið sér
vel fyrir á æskuslóðunum á Akur-
eyri þar sem hún er fastráðin hjá
Leikfélagi Akureyrar.
Leikfélagið frumsýnir í dag,
föstudag verkið Kaktusinn eftir
Juli Zeh. Leikritið gerist á lögreglu-
stöð í Frankfurt þar sem meintur
hryðjuverkamaður er í haldi en
sá er grunsamlega líkur stórum
kaktusi.
„Þetta er létt og skemmtilegt
verk en fjallar samt á sama tíma
um mjög alvarleg málefni. Þetta
er fyndið en vekur okkur líka til
umhugsunar, eins og öll góð leik-
rit eiga að gera. Við erum þarna
fjögur á sviðinu og svo kaktusinn
sem gegnir mjög mikilvægu hlut-
verki og er í raun fimmta persónan
í verkinu.“
Kaktusinn var fluttur norður með
heilmiklu tilstandi. „Hann reyndist
miklu stærri og feitari þannig að
við þurftum að breyta öllu í kring-
um hann. En hann er rosa flottur og
mannlegur.“
Anna Gunndís leikur lögreglunemann
Súsí sem flækist í mál hryðjuverkaka
ktusins.
KviKmyndAnámsKeið í hinu húsinu
Lynch hjónin kenna ung-
mennum kvikmyndagerð
Hitt húsið býður upp á námskeið í kvikmyndagerð í samstarfi við kennarana og kvikmyndagerð
arhjónin Þorbjörgu Jónsdóttur og Lee Lynch. Hugmyndin á bak við námskeiðið er, að sögn að
standenda, að stofna kvikmyndalistahóp ungs fólks, það sem á ensku kallast „artist collective“
sem hittist einu sinni í viku og býr til kvikmyndir af ýmsum toga.
„Það er svo gefandi að vinna með ung-
mennum því það er svo mikill kraftur í
þeim. Það gefur okkur líka svo mikið.
Þau eru svo óheft og fá svo ferskar
og skemmtilegar hugmyndir og hafa
mikið minni áhyggjur af því að henda
sér bara í í framkvæmd. Svo er svo
frábært að vera unglingur, það er svo
kjörinn tími til þess að vera skapandi,“
segir Þorbjörg Jónsdóttir, myndlistar-
og kvikmyndagerðarkona. Hún, ásamt
eiginmanni sínum Lee Lynch, býður
ungmennum upp á námskeið í samstarfi
við Hitt Húsið. „Það er bara fyndin til-
viljun að hann heiti Lynch og sé í kvik-
myndagerð. Það er engin tenging þarna
á milli,“ útskýrir Þorbjörg og hlær að
spurningu blaðakonu þess eðlis.
Þau hjónin eru bæði starfandi kvik-
myndagerðarmenn, myndlistarmenn
og kennarar en þau voru búsett í Los
Angeles síðustu sjö ár. Þar kenndu þau
kvikmyndagerð, bæði ungmennum
og nemendum á háskólastigi. Þau eru
einnig stofnendur listaskólans Teenage
Wasteland of the Arts.
„Hugmyndin er að við færum
ungmennunum þau tæki sem best er
að nýta við sköpunina og leiðbeinum
þeim í rétta átt með hugmyndir sínar.
Hópurinn hittist svo vikulega og hjálp-
ast að við þróun verkefnanna þegar
hver og einn sýnir hópnum það verk
eða kvikmynd sem hann er að vinna í.
Þannig skapast umræður sem nýta má í
þróunina. Einnig munum við svo horfa á
myndbandsverk og listrænar kvikmynd-
ir og ræða efni þeirra og aðferðir. Svo
langar okkur að kenna þeim að finna
leiðir til listsköpunar þrátt fyrir að hafa
kannski ekki aðgang að fínustu græj-
unum,“ segir Þorbjörg.
Námskeiðið er kennt bæði á ensku og
íslensku en engar kröfur eru gerðar til
tungumálakunnáttu. Það hefst í næstu
viku eða þann 5. mars.
Lee er „avant garde“ kvikmynda-
gerðarmaður sem hefur gert fjölda
stuttmynda, auk mynda í fullri lengd.
Myndir hans hafa verið sýndar á kvik-
myndahátíðum um allan heim, meðal
annars á Sundance Film Festival, Rot-
terdam International Film Festival, Tri-
beca og Marseille. Nýjasta kvikmynd
hans er vestri í fullri lengd sem einnig
hefur verið sýnd víða í Bandaríkjunum
og Evrópu.
Þorbjörg hefur komið víða við í
verkum sínum. Hún hefur unnið bæði
að myndbandsinnsetningum og til-
raunakenndum stuttmyndum sem hún
hefur einnig sýnt víða um heim. Þar
ber helst að nefna kvikmyndahátíðina
Zinebi í Bilbao, RIFF og FLEX Fest.
Einnig hefur hún sýnt myndbandsinn-
setningar sínar í galleríum í New York,
París og Los Angeles. Hún vinnur nú
að heimildarmynd í fullri lengd sem er
tekin upp með indjánum í frumskógum
Kólombíu og fjallar meðal annars um
landslag frumskógarins, sjamanisma,
söngva þeirra og plöntulyfið Aya-
huasca.
María Lilja Þrastardóttir
marialilja@frettatiminn.is
Þorbjörg og Lee bjóða upp á kennslu í kvikmyndagerð fyrir ungmenni í samstarfi við Hitt Húsið. Þau segja mikinn sköpunarkraft einkenna ungt fólk og það sé
því gaman og gefandi að vinna með því. Ljósmynd/Hari
Svo er svo
frábært að
vera ung-
lingur, það
er svo kjör-
inn tími
til þess að
vera skap-
andi
69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent júlí-sept. 2012
66 menning Helgin 1.3. mars 2013