Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 70
Herdís Þorvaldsdóttir verður 90 ára á þessu ári og lýkur nú löngum og glæsilegum leikferli í hlutverki 130 ára gamallar búdda-nunnu í verkinu Karma fyrir fugla. Ljósmynd/Hari  Herdís Þorvaldsdóttir Á sviði í tæp 80 Ár Lýkur ferlinum sem nunna Leikkonan Herdís Þorvaldsdóttir verður 90 ára á þessu ári en lætur aldurinn ekki trufla sig. Hún stígur á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í hlutverki búdda-nunnu í leikritinu Karma fyrir fugla á föstudagskvöld. Hún fullyrðir að þessi sýning verði sín síðasta enda sé þetta orðið gott þar sem hún steig fyrst á svið níu ára gömul fyrir hartnær 80 árum. H erdís Þorvaldsdóttir hefur um áratugaskeið verið ein ástsæl-asta leikkona þjóðarinnar og þótt hún nálgist nú nírætt er hún enn að leika. Hún fer með hlutverk 130 ára gamallar búdda-nunnu í leikritinu Karma fyrir fugla eftir þær Kristínu Eiríksdóttur og Kari Ósk Grétudóttur en verkið er frumsýnt á föstudagskvöld. „Ég byrjaði að leika níu ára gömul og hef verið á sviði meira og minna síðan. Í ein 79 ár. Það er ekkert minna,“ segir Herdís sem taldi sig að vísu vera sesta í helgan stein þar til Kristín Jóhannes- dóttir leikstjóri fékk hana til þess að snúa aftur á fjalirnar. „Ég var alveg hætt en svo talaði hún Kristín við mig og vildi endilega fá mig til þess að leika þessa búdda-nunnu,“ segir Herdís sem hikaði ekki við að slá til enda finnst henni alltaf jafn gaman að stíga á svið. Höfundar Karma fyrir fugla, Kristín Eiríksdóttir og Kari Ósk Grétudóttir, eru báðar myndlistarmenntaðar og hér er á ferðinni frumraun þeirra í leik- ritun en Kristín hefur vakið athygli fyrir ljóð sín, smásagnasafnið Doris deyr og skáldsöguna Hvítfeld sem kom út í fyrra. Karma fyrir fugla er í senn ljóðrænt og sálfræðilegt verk um afleiðingar of- beldis, heljartök fortíðarinnar á sálinni, ranglæti og fegurð. Kannski er Elsa sautján ára stúlka sem er til sölu, kannski er hún miðaldra vændiskona, kannski heimilislaus gömul kona, kannski er hún 130 ára búddan- unna. Herdís leikur sem fyrr segir hina öldnu búdda-nunnu en önnur ekki síður dáð leikhússdrottning, Kristbjörg Kjeld, tekur einnig þátt í sýningunni. Herdís segir að nú sé óhætt að full- yrða að Karma fyrir fugla verði sín síð- asta sýning. „Þetta er síðasta sýningin mín og það er nú kominn tími til. Mér finnst þetta skemmtilegt hlutverk og gaman að enda á þessari nunnu. Það er ágætt.“ Auk Herdísar og Kristbjargar leika Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Hilmir Jensson, Þór- unn Arna Kristjánsdóttir og Þorsteinn Bachmann í sýningunni. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Þetta er síðasta sýningin mín og það er nú kom- inn tími til. Elísabet Jökulsdóttir bjargaði húsinu sínu úr klóm sýslumanns en þó var gert árangurslaust fjár- nám. Hún tekur því af æðruleysi og gefur út ljóðabók um páskana. Ljósmynd/Hari  FjÁrnÁm Það var gert FjÁrnÁm í Húsinu Hennar elísabetar Bjargaði húsinu og gefur út ljóðabók „Jú, þetta fór svona. Það var gert fjárnám en mér tókst með samningum að bjarga húsinu,“ segir skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir sem þurfti að heimsækja sýslumann á dögunum: „Þetta var eins og í einhverju verki eftir Kafka. Þeir sátu þarna tveir á skrifstofunni, persneskt teppi á gólfinu og þegar ég bað um að fá að hringja í endurskoðandann minn þá mátti ég það ekki.“ Elísabet segir að þótt niðurstaðan hafi á endanum verið góð þá hafi þetta tekið á. Um er að ræða skattaskuld upp á tæpar átta hundruð þúsund krónur og hún vilji nú standa við sitt og borga í sameiginlega sjóði. „Það er samt á mörkunum að ég hafi skilið allt þetta tal þess- ara manna enda geri mér að leik að þykjast fávís í svona aðstæðum,“ segir Elísabet en hún er að fara að gefa út ljóðabók um páskana sem ber heitið Ástin er ígulker. Eins og nafnið ber með sér er um ástarljóð að ræða en hún stóð í skilnaði um svipaði leyti og sýslumannsævin- týrið hófst. „Þrátt fyrir að vera mjög þjóðlegt sport þá tilheyrir það kannski frekar kúltúr gamalla karla en ungra stúdenta,“ segir Birkir Blær Ingólfsson tónlistarmaður og höfundur drykkjuvísu sem nýtur vinsælda innan háskólasamfélagsins. Birkir Blær segir að sig hafi langað til þess að nútímavæða þetta gamalkunna form og hefur hann nú ásamt félögum sínum í húsbandi Stúdentakjallarans gefið út popplag með vísan í drykkju- skap. Athygli vekur að drykkjuvísan er ort með tilliti til gamalla kveðskaparreglna en þar má finna innrím, endarím, stuðla og höfuðstafi. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tegund af kveðskap sem hefur kannski ekki endilega verið við líði í nútímanum. Það hefur ekki verið gerð ný drykkjuvísa í hundrað ár og ég vildi endurvekja þetta form á skemmtilegan hátt. Ég hef til liðs við mig ótrúlega hæfileikaríkt tónlistar- fólk og okkur fannst pínu viðeigandi að húsband Stúdentakjallarans, þar sem nemar safnast saman til drykkju, gerði drykkjuvísu að gömlum sið,“ útskýrir Birkir Blær. Stúdentakjallarinn hefur svo ákveðið að grípa boltann á lofti og hefur efnt til drykkjukvæðasamkeppni í tilefni afmælis bjórsins í dag, 1. mars. Að sögn aðstandenda þar hafa vísurnar hrannast inn en vinningshafinn verður kynntur í kvöld á kjallaranum við hátíðlega athöfn. Hægt er að hlusta á drykkjuvísu Birkis Blæs á vefsíðunni yotube en hún heitir einfaldlega Drykkjuvísa – Húsband Stúdentakjallarans. - mlþ Marteinn Sindri og Birkir Blær hyggjast endur- vekja gamlar hefðir í kveðskap og hafa samið drykkjuvísu og klætt í nýstár- legan búning. Ljósmynd/Hari Drykkjuvísa í nútímabúningi 1. Kvöldið dottar í dagsins skauti það drukknar pottþétt í stjörnuskrauti er nóttin stormar fram stríðsvöll tímans steypt í formlausa stjörnuskímu. 2. Miðbærinn fyllist af fullri þjóð sem að fegin tryllist og dansar óð. Allir gleyma nöldrinu, gleyma puðinu, grípa kvöldið og gera stuð. Því að Öl og gleði eru bræður. Ég jákvæður er. 3. Saman reikum við rykug strætin og saman feikum við bros og kæti. Því fjörið sniðgengur fólk sem þegir og feimnir menn eru leiðinlegir. 4. Þú stígur dansinn við dúndurslagið, í djúpum trans hverfur inní lagið. Og bassinn kreistir þig, bjórinn mettar og bráðum veist' í raun aðeins þetta, að Öl og gleði eru bræður. Lagið dunar dansinn ræður. Ég jákvæður er. 5. Nú klingi skálirnar. Kveðjum daginn. Þá kætast sálirnar. Tökum slaginn. Öl og gleði eru bræður. Blásum lífi í kvöldsins glæður. Lagið dunar dansinn ræður. Ég jákvæður er. 70 dægurmál Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.