Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 20
É g kynntist Ingó fyrir fjórtán árum eða svo þegar ég hóf störf á Vísi.is. Vefmiðillinn var öllu minni þá en nú og var rekinn samhliða DV og var með fréttavakt í þröngu horni á ritstjórn DV í Þverholti. Og þar var Ingó hrókur alls fagnaðar. Ingó var skegglaus og stutthærður þegar ég sá hann fyrst þar sem hann talaði hátt og hló dátt í gulan gsm-síma. Hann var manna fyrstur til þess að gefa sig á tal við feimna nýliðann á vefmiðlinum sem þótti nú ekki merkilegt fyrirbæri á pappírsmiðlinum í þá daga sem netið var enn bara bóla. Fyrsta sígarettan okkar úti á svölum gamla DV-hússins varð upphafið á góðri og ekki síður ánægjulegri vináttu. Síðan þá hafa leiðir okkar legið saman á Fréttablaðinu og nú síðast Fréttatímanum þar sem Ingó stökk til í umbrotið þegar á þurfti að halda. Það er alltaf gaman að hitta Ingó og maður kveður hann alltaf kátari en þegar maður heilsar honum en samt var tilhlökkun þessarar heimsóknar dálítið kvíðablandin enda eitthvað undarlegt við að taka viðtal við góðan vin sem er nýkominn heim eftir fimm mánaða sjúkrahússlegu og árangurslausa með- ferð við banvænu meini. Verðum við ekki að reykja? Ingó kemur sjálfur til dyra þegar bank- að er upp á. Skælbrosandi og sjálfum sér líkur þótt líkaminn hafi látið á sjá. Hann hreyfir sig hægar en maður er vanur enda þekkir maður hann best á þönum með ótal járn í eldinum. „Verðum við ekki að reykja?“ Spyr hann og vill greinilega nota ferðina fyrst hann er á annað borð kominn í úti- dyrnar. „Það er bara full atvinna að vera sjúklingaseleb,“ segir hann og skelli- hlær. „Um daginn var það Kastljós, Stöð 2 var hérna áðan og DV hringdi í dag. Ég skil eiginlega ekkert í þessu og nú ert þú mættur. Það er nú eitthvað kjánalegt við að ég sé í viðtali hjá þér.“ Alltaf þegar við Ingó hittumst segir hann að við séum hér saman komnir til þess að fara með „gamanmál“ og þótt umræðuefnið núna sé dauðans alvara er stuðboltinn samkvæmur sjálfum sér og sér til þess að léttleikinn svífi yfir okkur. Í augnablik er eins og ekkert hafi breyst síðan við reyktum fyrstu síg- arettuna í Þverholti einhvern sólríkan ágústmorgun árið 1999. Annað en að minn góði vinur hefur rýrnað og misst allt hár. Annars er Ingó bara Ingó. Ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson greindist með hvítblæði í október og hefur farið í gegnum þrjár árangurslausar lyfjameðferðir. Meðferð hefur því verið hætt en Ingólfur er óbugaður og prófar sig nú áfram með náttúrulyfjum og óhefðbundnum aðferðum. Hann veit að hann gæti átt stutt eftir en hugsar ekki um dauðann og einbeitir sér að því að lifa lífinu og njóta þess að vera til. Hann er sannur víkingur sem bregður hvorki við sár né bana og ætlar að banka upp á í Valhöll þegar kallið kemur enda er hann fullviss um að við veisluborðið þar vanti nýjan og ferskan mannskap. Ingó hætti að reykja þegar hann veiktist og fiktaði með rafmagnssígarettu um stund en þegar önnur lyfjameðferðin skilaði engu kastaði hann gervisígarettunni og keypti sér pakka. Honum fannst hann ekki hafa neinu að tapa og fór út að reykja með grímu fyrir vit- unum vegna sýkingahættunnar. Við eitt slíkt tækifæri sagði hann mér að það væru ekki sígaretturnar sem væru hættulegar heldur fólkið. „Eru þetta ekki flott hinstu orð?“ Og svo var hlegið. Ég hef haft mestar áhyggjur af því undanfar- ið að meinið sé að kvelja vin minn en hann blæs á þær áhyggjur. „Nei, blessaður vertu. Ég hef ekki fengið morfín síðan í janúar og mikið er gott að vera laus við það helvíti. Dagarnir eru bara frábærir. Ég fer á spítalann annan hvern dag, fer í blóðprufu og fæ blóð eða eitthvað svoleiðis. Annars er ég bara veikur heima. En ég fór mjög illa þegar ég fékk slæma sýkingu og mátti ekki fara úr rúminu í fjórar vikur. Ég var alveg fárveikur og það drap niður allt þol, þrek og vöðva. Það fór djöfullega með mig og ég er að reyna að ná mér upp núna. Ég er búinn með þrjár lyfjameðferðir síðan í byrjun október og það er djöfullegt. En fólkið á deild 11-G er alveg frábært. Maður trúir því ekki fyrr en maður reynir það hvað það er ótrúlega gott fólk þarna,“ segir Ingó um dvölina á blóðlækninga- deild Landspítalans. Heima er best Þeir sem þekkja Ingó vita að hann er manna Vandræðalegt að vera veikindaseleb Ingó líður best heima í faðmi fjölskyldunnar og er feginn að vera laus af spítalanum. Hrafnhildur Sif strýkur pabba sínum um kollinn þar sem áður var mikill makki. Sara Lilja hefur gætur á tryggðartröllinu henni Betu sem aldrei víkur frá húsbóndanum og Monica hefur góðar gætur á öllu og hugsar um karlinn eins og ungbarn. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.