Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 32
Á fimm ára tímabili varð sama fjölskyldan fyrir því að hús hennar stórskemmdust í snjóflóði og eldgosi. Þau fluttu frá Siglufirði í lok árs 1970 því þeim var ekki vært í húsi sínu sem stórskemmst hafði í snjóflóði árið 1968 og mikil mildi var að engin slys urðu á fólki. Frá Siglufirði fluttu þau til Vestmannaeyja í hús sem varð fyrir talsverðu tjóni í gosinu 1973. Þriðja ógæfan átti síðar eftir að dynja yfir þau og var hún erfiðust þeirra allra. Sonur hjónanna drukknaði í Hvítá í Borgarfirði árið 1984. Sunnudagsmorguninn 4. febrúar 1968 vöknuðu hjónin Þórir Björnsson og Jónína Víglundsdóttir við það að elsta dóttir þeirra, Gunnhildur Gígja, kom upp í rúm til þeirra. Þórir leit á klukkuna og sá að hún var 6.40. Yngsta barnið, Fjóla, svaf enn vært í rúmi við hliðina á hjónarúminu og drengirnir tveir, Björn, 6 ára, og Hermann, 5 ára, sváfu enn í herberginu sínu. Þau voru í nýbyggðu húsi að Suðurgötu 76 á Siglufirði og höfðu búið þar í þrjá mánuði. Á þeim tíma hafði fjölskyldan komið sér vel fyrir í húsi sem þau sáu fyrir sér sem hreiður til framtíðar. Þar ætluðu þau að ala upp börnin sín, í faðmi fjalla Siglufjarðar. Snjóflóðið fyllti húsið Í þann mund sem Gunnhildur vakti foreldra sína varð sprenging. Enn var niðamyrkur og tók það Þóri og Nínu fáeinar sekúndur að átta sig á því sem hafði gerst. Það var í raun ekki fyrr en Þórir kveikti ljósið í svefnherberginu að þeim varð ljóst að á húsið hafði fallið snjóflóð. „Húsið hafði fyllst af snjó. Ég fór strax í barna- herbergið og náði í drengina og mokaði snjónum út úr svefnher- berginu með hillu úr fataskápnum svo ég gæti lokað dyrunum þar. Síðan fann ég mér skárra áhald svo ég gæti mokað okkur leið út úr húsinu, stórt pottlok sem ég fann í þvottahúsinu,“ segir Þórir. Flóðið hafði fallið á vesturhlið hússins og brotið alla glugga og flætt þar inn og í gegnum mestallt húsið og út í gegnum glugga að austanverðu en einnig svipt hluta þaksins af húsinu og flætt inn á milli þilja og brotið sér leið í gegnum loftið fyrir framan hjóna- herbergið. Til allrar hamingju höfðu barnaherbergin sloppið því gluggar þeirra voru á annarri húshlið en þeirri sem flóðið féll á. Gestaherbergið, sem einnig var saumaherbergi, var hins vegar á kafi í snjó og hugsuðu hjónin sér til mikillar skelfingar til þess að þar hefði í raun átt að vera gestur. Guðrún, systir Nínu, var í heim- sókn hjá þeim hjónum en hafði skroppið út á laugardagskvöldinu. Vegna þess hve veðrið var slæmt þá um kvöldið ákvað hún að gista í bænum. Allar útgönguleiðir voru lokaðar og reyndi Þórir af fremsta megni að moka sér leið út með hjálp pottloksins. „Ég ákvað að reyna að moka upp símann svo ég gæti hringt á hjálp en það var að sjálfsögðu dautt á honum þegar ég náði honum upp,“ segir Þórir. Húsgögn voru á tjá og tundri, brotin og brömluð innan um glerbrot úr rúðum hússins saman við harðan snjóinn og var Þórir skorinn og blóðugur á fótum. Eftir nokkurn tíma var Þórir var við mannaferðir fyrir utan hús- ið. Var þar kominn nágranni hans, Reynir Sigurðsson. Náði Þórir að kalla til hans en þá hafði fjölskyldan verið lokuð inni í svefnher- berginu í um tvo tíma. Þóri og Reyni tókst í sameiningu að grafa göng í gegnum snjóinn út um gluggann á eldhúsinu. Þórir mokaði innan frá og Reynir utan frá og um leið og leiðin var greið leitaði Þreföld ógæfa fjölskyldu Á fimm ára tímabili varð sama fjölskyldan fyrir því að hús þeirra stórskemmdust í snjóflóði og eld- gosi og um áratug eftir gosið í Eyjum lést einn bróðirinn er hann féll í Hvítá í Borgar- firði. Feðginin Þórir Björnsson og Gunnhildur Gígja, elst sex systkina, segja magnaða, en átakanlega, sögu fjölskyldunnar. Á einum tíma taldi ég fimm- tán manns uppi á þaki og jafnmarga inni að moka. Hjónin Jónína Víglundsdóttir og Þórir Björnsson ásamt fimm eftirlifandi börnum sínum, Gunnhildi Gígju, Birni, Fjólu, Jón- Þóri og Sonju. Sjötta systkinið, Hermann, drukknaði í Hvítá árið 1984, þá tvítugur. Fjölskyldan upplifði að snjóflóð féll á hús þeirra á Siglufirði árið 1968 og árið 1973 skemmdist hús þeirra í gosinu í Eyjum. Framhald á næstu opnu 32 viðtal Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.