Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 81
Helgin 1.-3. mars 2013
BROT AF HEIMINUM
Í FERMINGARGJÖF
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
IC
E
6
28
90
0
2/
13
Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar
til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku.
Þú velur upphæðina.
Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi.
Vertu með okkur
+ Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is
Ferming 2013 Skúli Sigurður ÓlaFSSon, SÓknarpreStur í keFlavíkurkirkju
Hlakkar til að ferma soninn
heima. Þetta er líka þægilegt því þá
er ég ekki að hitta einhvern ókunn-
ugan eða neitt svoleiðis. Þannig að
mér finnst betra að hafa hann frek-
ar en ekki, það er engin spurning.“
Spjallið berst að fermingargjöf-
unum og Óli segist vonast til þess
að fá tölvu frá foreldrum sínum.
Pabbi hans er fljótur að grípa inn
í og bætir við að hann fái einnig
námskeið í notkun tölvunnar. Pabb-
anum er greinilega umhugað um
æskuna og aukna notkun þeirra
á tölvum og þann tíma sem fylgir
notkuninni. „Krakkar sem nota
tölvur í dag eru bara neytendur.
Það er mikilvægt að þeir læri að
búa til eitthvað sem aðrir geta horft
á notað. Það er mikilvægt að nýta
tímann vel í tölvunni í stað þess
að horfa bara á bíómyndir eða eitt-
hvað slíkt.“
Skúli segir að það hafi komið
svolítið á óvart hvernig það sé að
hafa drenginn sinn í þessum hópi
fermingarbarna. „Ég man að ég
átti frekar erfitt með mig þegar ég
var að ganga til fermingarfræðslu
hjá föður mínum sem þótti nú mjög
skemmtilegur. Margir eiga góðar
minningar úr fermingarfræðslunni
með honum og það á ég svo sem
líka. En mér fannst þetta allt hálf
óþægileg skörun á opinberu lífi og
einkalífinu. En Óli minn er alveg
sallarólegur. Hann fer hreinlega á
kostum í leikþáttum sem eru hluti
fræðslunnar og virðist ekki finna
fyrir því á nokkurn hátt að þetta
sé eitthvað óþægilegt. Kannski
er ég svona skilningsríkur því ég
upplifði þetta með föður mínum á
sínum tíma en þetta er gaman. Ég
er í rauninni alsæll, það er mjög
ánægjulegt að fylgjast með honum.
Fermast ekki frá
Keflavíkurkirkju
Að mati Skúla á fermingarmessan
að vera hátíðleg en líka létt og
skemmtileg og aldrei lengri en
klukkustund. Það leynir sér ekki
þegar messugestir komi út úr
kirkjunni hversu mikil hamingja
ríki þar. „Það er svo mikil birta
og bros á þessum degi eins og
það á auðvitað að vera. Margir
eiga minningar af athöfnum sem
ætluðu engan endi að taka og allir
voru orðnir slæmir í bakinu og ör-
þreyttir á prestinum, organistanum
og kórnum. Það eru auðvitað ekki
góð skilaboð frá kirkjunni til þessa
hóps. Við reynum að hafa ferm-
ingarmessurnar stuttar og hafa
það þannig að fólk fermist ekki frá
Keflavíkurkirkju, eins og stundum
er sagt. Það er að segja, fermist og
komi aldrei aftur.“
Hann segir þetta allt vera hluta
af þeirri stefnu sem sé að ryðja sér
til rúms innan þjóðkirkjunnar, að
bæta þá þjónustu sem þar er veitt.
Samkeppnin og samanburðurinn
geri kirkjunni aðeins gott þegar til
lengri tíma er litið en auðvitað verði
alltaf að leitast við að gera betur.
Bjarni Pétur Jónsson
ritstjorn@frettatiminn.is