Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 37
„Eftir því sem húsin í austurbænum hrundu kom
aukið álag á rafkerfið og því var mikil vinna við það á
þessum tíma. Einnig þurfti að klippa niður rafmagns-
línur sem voru komnar undir hraun og fleira,“ segir
Þórir. „Menn voru fengnir til að vinna við hvað sem var
á meðan þeim tókst að halda sér vakandi. Ég man í eitt
skipti er það var smá stopp í rafmagnsvinnunni að ég
var að vinna í Fiskiðjunni og vinnufélagi minn kallar
á mig og biður mig að hjálpa sér að ná bílstjóra út úr
flutningabíl. Þá var búið að fulllesta bílinn af fiski og
átti að keyra hann niður á bryggju. Bílstjórinn, sem sat
undir stýri, hafði hins vegar sofnað og engin leið var
að vekja hann, svo örmagna var hann. Við þurftum að
draga hann út úr bílnum og settist ég sjálfur undir stýri
og ók bílnum niður á höfn,“ segir Þórir. „Unnið var dag
og nótt þessa fyrstu daga og vikur.“ segir hann.
Vildu ekki aftur til Eyja
Í þær fimm vikur sem Þórir var í björgunaraðgerðum
og að pakka niður búslóð þeirra í Vestmannaeyjum
var Nína með yngstu börnin þrjú hjá fjölskyldu sinni
á Akureyri en Gunnhildur, Björn og Hermann voru
hjá föðurfjölskyldu sinni á Siglufirði. „Það var skrítið
en gaman að koma í skólann á Siglufirði og hitta aftur
skólasystkini okkar sem tóku vel á móti okkur,“ segir
Gunnhildur. Eftir það bauðst þeim lítil íbúð í Njarðvík
en Þóri hafði boðist vinna í Garðabæ. Í hálft ár bjó því
átta manna fjölskyldan í 60 fermetra íbúð í Ytri Njarð-
vík og næsta hálfa árið leigðu þau þriggja herbergja
íbúð í Garðabæ. En vegna þess hve þröngt var um þau
var lagt ofurkapp í að ljúka við byggingu húss þeirra,
svokallaðs viðlagasjóðshúss, sem þau höfðu sótt um að
fá í Garðabæ. Þau vildu ekki snúa aftur til Eyja. Eftir
að endurbótum við íbúð þeirra í Eyjum lauk leigðu þau
hana út og seldu loks og festu þess í stað kaup á húsinu
í Garðabæ. Voru þau fyrsta fjölskyldan sem flutti inn í
viðlagasjóðshúsin þar í byrjun árs 1974.
„Mér fannst svolítið óþægilegt að þegar ég byrjaði í
Gagnfræðaskóla Garðahrepps, sögðu krakkarnir við
mig: „Snjóflóð og eldgos! Hvað kemur næst?“ og gerðu
því skóna að fjölskyldunni fylgdi ógæfa,“ segir Gunn-
hildur. „Auðvitað var þessu kastað fram í gríni, en mér
fannst þetta ekki fyndið,“ segir hún.
Rúmum áratug síðar, sumarið 1984, varð fjölskyldan
fyrir þriðja áfallinu, þótt allt annars eðlis væri. Sonur
Þóris og Nínu, Hermann, lést af slysförum er hann féll í
Hvítá í Borgarfirði og drukknaði, 21 árs að aldri.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Snjóflóð
og eldgos!
Hvað
kemur
næst?
Gunnhildur og Þórir fyrir framan fyrsta viðlagasjóðshúsið sem flutt var inn í eftir
gos og var í Garðabæ. Fjölskyldan flutti inn í ársbyrjun 1974.
Nína mokar vikri frá húsi sínu eftir goslok í Eyjum. Hún
stendur uppi á bing sem nær upp á aðra hæð hússins.
Helgin 1.-3. mars 2013
SORENTO EX
Nýskráður 6/2005, ekinn 128 þ.km,
bensín, 5 gírar.
Verð kr. 1.950.000
Tilboð kr. 1.490.000
FORESTER CS
Nýskráður 11/2003, ekinn 122 þ.km, bensín,
sjálfskiptur.
Verð kr. 1.350.000
Tilboð kr. 1.090.000
PASSAT II 2,0 COMFORTLINE
Nýskráður 11/2007, ekinn 80 þ.km, bensín,
sjálfskiptur.
Verð kr. 2.290.000
Tilboð kr. 1.950.000
MODUS COMFORT 1.6
Nýskráður 1/2006, ekinn 66 þ.km, bensín,
sjálfskiptur.
Verð kr. 1.090.000
Tilboð kr. 790.000
INSIGHT HYBRID
Nýskráður 12/2010, ekinn 61 þ.km, bensín,
sjálfskiptur.
Verð kr. 3.450.000
Tilboð kr. 2.990.000
QASHQAI LE
Nýskráður 7/2007, ekinn 97 þ.km, dísel, sjálf-
skiptur.
Verð kr. 3.590.000
Tilboð kr. 2.790.000
ACCORD EXECUTIVE
Nýskráður 11/2009, ekinn 135 þ.km, bensín,
sjálfskiptur.
Verð kr. 2.350.000
Tilboð kr. 1.990.000
EDGE SEL PLUS
Nýskráður 8/2007, ekinn 95 þ.km, bensín,
sjálfskiptur.
Verð kr. 3.290.000
Tilboð kr. 2.990.000
207 S16
Nýskráður 11/2007, ekinn 40 þ.km,
bensín, 5 gírar.
Verð kr. 1.550.000
Tilboð kr. 1.250.000
KIA SUBARU
VOLKSWAGEN
RENAULT
HONDA
NISSAN
HONDA
FORD
PEUGEOT
Opnunartími
Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00
Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00
Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is
PEUGEOT 407 SR 2.0
Nýskráður 8/2005, ekinn 41 þ.km, bensín, sjálfskiptur.
Verð kr. 1.890.000
BÍLL DAGSINS Tilboð dagsins
kr. 1.290.000