Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 68
 Í takt við tÍmann Fannar SveinSSon Mamma segir að ég sé eins og Japani Fannar Sveinsson er annar stjórnandi vinsælasta sjónvarpsþáttar landsins, Hraðfrétta. Fannar verður 25 ára í næsta mánuði. Hann hefur sama smekk á sjónvarpsþáttum og Jón Gnarr og ætlar að fara í sund á Hofsósi um páskana með kærustunni. Staðalbúnaður Ég pæli alveg í hvaða fötum ég geng en er ekki duglegur að kaupa föt. Ég er búinn að ganga í sömu týpu af gallabuxum í svona fimm ár, Nudie. Það versta er að þær eru farnar að kosta svo mikið, 25 þúsund kall. Þegar ég fer til útlanda reyni ég að kaupa vel af fötum en annars er vinur minn verslunarstjóri í Sautján og það er auðvelt að fara þangað og láta hann tína eitthvað á mann. Ég er nefnilega með smá fóbíu fyrir búðum, mér líður ekki vel í búðum. Þess vegna er fínt að fara til vinar míns og láta hann sjá um þetta. Hugbúnaður Það kemur alveg fyrir að ég fari á djammið en ég er aðallega mikill bíófíkill. Ég hugsa að ég fari tvisvar í viku í bíó, ég reyni að sjá eins mikið og ég get. Svo horfi ég talsvert á þætti í sjónvarpinu. Ég var að klára House of Cards þar sem Kevin Spacey er magnaður. Bestu þættir allra tíma eru núna The Wire, Breaking Bad og House of Cards. Ég fór með Annie Mist á heimsleikana í Cross- fit árið 2011 fyrir Mbl.is og fór að stunda Crossfit í kjölfarið. Fyrir hálfu ári byrjaði ég svo að hreyfa mig á fullu. Formið kemur og fer því ég er líka duglegur að borða. Við kærastan förum mikið í sund. Langtíma- markmiðið er að fara í sundlaugina á Hofs- ósi, við erum að spá í að fara um páskana. Vélbúnaður Ég hef alltaf verið frekar mikið tækjanörd þó ég eigi ekki mikið af græjum. Ég átti alltaf Canon 400 myndavél en í fyrra skipti ég henni út fyrir Samsung Galaxy SII síma. Það eru einhver bestu skipti sem ég hef gert á ævinni. Ég er mikill calendar-perri og set allt þar inn. Svo flokka ég dagatalið. Ég hef eiginlega alltaf verið skipulagsfrík. Mamma segir að ég sé eins og Japani, ég vilji ekki eiga hluti því þá komi drasl. En þetta kemur sér vel í starfinu þegar þarf að skipuleggja tökudagana. Ég er nokkuð duglegur á Facebook, bara eins og hver annar. Svo spila ég Fifa en það hefur minnkað mikið, ég hef eiginlega ekki tíma í það lengur. Aukabúnaður Stærsta áhugamálið mitt er bíó og kvikmyndagerð. Ég keyri um á sex eða sjö ára gamalli Mözdu og ég er mjög einhæfur þegar kemur að því að panta mér drykk á bar, það er alltaf bjór. Eftir að ég kláraði Versló fór ég einn túr á frystitogara til að safna mér heimsreisu með nokkrum vinum mínum. Þetta var árið 2008. Svo hrundi allt og heimsreisan varð að ferðalagi til Ástralíu af því dollarinn þar var hagstæðastur. Svo reyndar hrundi hann í drasl þegar við komum þangað en ferðalagið var mjög skemmtilegt. Ég elda aldrei en borða mikið úti, ég verð að viðurkenna það. Það er í raun fáránlegt hvað það fara miklir peningar í mat en maður afsakar sig með því hvað vinnan er óregluleg. Ég fer mikið á Hanann, hann er í miklu uppáhaldi, og Serrano og Saffran. En ég er líka sukk- ari, ég dett í pítsu og viðbjóð inni á milli. Ég elska Búlluna og skil ekki hvar maður borðaði hamborgara áður en hún kom. Lið Vers- linga, frá vinstri eru Úlfur Þór, Gísli Þór og Axel Helgi.  Gettu betur Átta liða úrSlit FG gegn Versló í kvöld Síðasta viðureignin í átta liða úr- slitum Gettu betur verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Að þessu sinni mætast lið Fjölbrauta- skólans í Garðabæ og Verslunar- skóla Íslands. Lið MH, MR og Kvennó eru þegar komin í undan- úrslit. Höfundar spurninga og dómarar eru Þórhildur Ólafsdóttir og Atli Freyr Steinþórsson. Spyrill er Edda Hermannsdóttir. Fréttatíminn tók púlsinn á kepp- endum liðanna í vikunni. Spurn- ingaljónin voru beðin að nefna það lag sem kemur þeim í rétta gírinn fyrir keppnina í kvöld. Lið FG Gunnar Sær Ragnarsson: Freaks and Geeks – Childish Gmabino Tómas Geir Howser Harðarson: Que Veux Tu með Yelle (madeon remix) Einar Páll Tryggvason: Sympathy for the Devil með The Rolling Stones. Lið VersLó Úlfur Þór Andrason: Outro með M83. Gísli Þór Þórðarson: Ecstasy of Gold með Ennio Morricone. Axel Helgi Ívarsson: Glósóli með Sigur Rós. Liðs- menn FG, frá vinstri eru Gunnar Sær, Tómas Geir og Einar Páll. Fannar Sveinsson vann að sjónvarps- þáttunum Gunnar á völlum, Synir Jesú og þáttum Nilla á Mbl.is áður en hann byrjaði með Hraðfréttir með Benedikt Valssyni. Ljósmynd/Hari 1 9 8 3 l 2 0 1 3 ára Laugardagur 2. mars kl. 14 Tónlistardagskrá Í tilefni afmælisins verður boðið til móttöku og tónlistardagskrár í umsjón Margrétar Bóasdóttur. Þar kemur fram margt af okkar þekktasta tónlistarfólki og flytur okkur kunnar tónlistarperlur. Sunnudagur 3. mars kl. 14 Barnadagskrá Börnum og fjölskyldum þeirra er boðið á tvær kveðskaparsmiðjur; Krummi krunkar úti með Báru Grímsdóttur og Chris Foster og Dans vil ég heyra með Evu Maríu Jónsdóttur og Nönnu Hlíf Ingvadóttur. Allir vinir Gerðubergs eru hjartanlega velkomnir! Nánari upplýsingar um afmælisdagskrána á www.gerduberg.is Menningarmiðstöðin Gerðuberg l Gerðubergi 3-5 l 111 Reykjavík l Sími 575 7700 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 68 dægurmál Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.