Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur V 10-18 m/s. skúrir V-til, en él senni- partinn. kólnar en frostlaust syðst. HöfuðborgarsVæðið: Vestan 10-15 m/s og skúrir. Hiti 2 til 5 stig, en kólnar í kVöld. sV-læg eða V-læg átt, 3-8 m/s . Þykknar upp með sa-átt og snjókomu V- og nV-lands. HöfuðborgarsVæði : suðlæg átt, 5-10 m/s og líkur á slyddu um kVöldið. Hiti um frostmark. sV 5-10 m/s og snjókoma V-til gengur í na- HVassViðri með snjókomu á nV-lands. HöfuðborgarsVæðið: suðaustan 3-10 og dá- lítl snjómugga. Hiti um og undir frostmarki. kólnar um land allt Hvöss vestanátt og vætusamt í dag, en lægir í kvöld og víðast hvar hæg suðaustlæg átt og úrkomulítið á morgun, en þykknar þó aftur upp vestantil. á sunndag snýst svo í hvassa norðan- átt með snjókomu um landið norðvestanvert og kólnar um allt land. Vestanátt með skúrum og síðar éljum í dag, en hægviðri á morgun. gengur í hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum á sunnudag, en hægari suðvestanátt annars staðar. 5 2 5 6 6 2 -4 -5 -5 2 1 -4 0 1 3 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum lækkuðu um ríflega 5,9 milljarða í janúar eftir að hafa lækkað um rúmlega 5 milljarða í desember. lækkun innlána þessa tvo mán- uði hefur verið heldur meiri en að meðaltali undanfarna mánuði. síðustu tólf mánuði hafa innlán heimilanna hjá innlánsstofnun- um lækkað um ríflega 19,5 milljarða króna. innlán heimilanna hjá innlánsstofnunum eru nú 594,2 milljarðar króna og hafa ekki verið svo lítil frá hruni bankakerfisins 2008, að því er fram kemur í gögnum seðlabankans. „leiða má líkur að því að ástæður þess að heimilin eru nú að taka út innlán með meiri hraða en áður séu þær m.a. að heimilin leiti með það fjármagn í betri ávöxtun en innlánsreikningar bjóða um þessar mundir,“ segir greining íslandsbanka. „ávöxtun á hlutabréfamarkaði hefur verið mikil bæði í desember og janúar, og af stöðu hlutabréfa- sjóða er ljóst að talsvert fjárstreymi hefur verið inn í þá sjóði.“ í desember hækkaði hlutabréfaeign verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfesta- sjóða um 4,2 milljarða króna, fór úr 31,4 milljörðum í 35,6 milljarða. Heimilin virðast því í auknum mæli að leita með sparifé sitt í skráð innlend hlutabréf að nýju eftir að sá hluti sparnaðar þeirra hvarf nær alfarið í hruninu 2008. greiningin bendir raunar á að vel sé hugsanlegt að innlán hafi einnig farið í aðra þætti. „Hægt hefur á vexti kaupmáttar launa undanfarið og þó svo að samhliða hafi hægt að vexti einkaneyslu þá er ekki loku fyrir það skotið að heimilin hafi fjármagnað neyslu sína síðustu tvo mánuði með inn- lánum að hluta.“ - jh eignin skoðuð á youtube Það fylgir því mikið umstang að sýna fasteignir sem eru til sölu. landmark fasteigna- sala hefur kynnt nýjung til að auðvelda kaupendum val og létta álagi af seljendum, hreyfimyndakynningu af eignum sem eru í sölumeðferð sem settar eru upp á youtube. Þeir sem koma og skoða hafa því raunverulegan áhuga, þar sem þeir hafa að öllum líkindum bæði kynnt sér eignina með hágæðamyndum og síðan myndbandi sem gefur enn betri mynd af eigninni og innra skipulagi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Vigni Má Garðarsson hjá Fasteignaljósmyndun.is og er gert að erlendri fyrirmynd. „Þetta auðveldar neytendum að velja úr þær eignir sem þeir hafa raunverulegan áhuga á að skoða og sparar þannig tíma og fyrirhöfn fyrir bæði seljendur og kaup- endur. Þessi kynningaraðferð er nýjung á íslandi en hefur verið notuð í töluverðan tíma í Bandaríkjunum. Ég held að innan fárra ára verði allar eignir kynntar á netinu með þessum hætti, það mun þykja jafn sjálfsagt og ljósmyndir inn á netinu af eignum í dag,“ segir magnús einarsson, framkvæmdastjóri landmark. Seljandi greiðir kostnaðinn við myndböndin, 39 þúsund krónur með virðisauka- skatti. -jh sparifé leitar frá bönkum í hlutabréf É g skil ekki af hverju við útfarar-stjórar erum gerðir ábyrgir fyrir að rukka þetta gjald. Við eigum nefnilega að leggja út fyrir aðstandendur um hver mánaðarmót og rukka þá svo. Ég álít að við séum neyddir til að taka þátt í ólögmætum gjörningi,“ segir Rúnar Geir- mundsson útfararstjóri. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa höfð- að mál gegn Rúnari og fyrirtæki hans, Útfararþjónustunni ehf., vegna ógreiddra kirkjugarðsgjalda. Fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Kirkju- garðarnir krefja Rúnar um 471 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá því málið var höfðað. Rúmt ár er síðan Kirkjugarðar Reykja- víkurprófastsdæma hófu að innheimta kirkjugarðsgjald. Annars vegar er um að ræða gjald vegna kistulagninga en hins vegar vegna útfara. Alls 9.500 krónur sem útfararþjónustum er gert að innheimta hjá aðstandendum hins látna vegna útfara. Fé- lag íslenskra útfararstjóra mótmælti strax gjöldunum þegar þau voru kynnt. Um mitt síðasta ár sendi innanríkisráðu- neytið Kirkjugarðsráði bréf þar sem ráðu- neytið mælist til þess gjaldtöku þessari verði hætt. Að minnsta kosti þar til Um- boðsmaður Alþingis hafi sagt álit sitt á lög- mæti þess. Við því hafa Kirkjugarðarnir ekki orðið. Í bréfi innanríkisráðuneytisins til Umboðsmanns Alþingis sem sent var í febrúar er sú afstaða ráðuneytisins ítrekuð að gjaldtakan sé ólögmæt. „Kirkjugarðarnir hafa í sex ár reynt að fá ráðuneytið til að breyta lögum svo þeir geti innheimt gjaldið því þeir vissu að það væri ólöglegt að taka það. Síðan segjast þeir ætla að láta reyna á þetta fyrir dómstólum. Mínir lögmenn munu að sjálfsögðu fara fram á skaðabætur fyrir að ég sé dreginn inn sem þriðji aðili í deilu einnar ríkisstofnunar við ráðuneyti,“ segir Rúnar. Umboðsmaður Alþingis hefur enn ekki kveðið upp sinn úrskurð en Rúnar kveðst telja að von sé á honum á næstunni. Aðspurður segir Rúnar að þreytandi sé að standa í þessu stappi en hún sé þess virði. „Annars tekur enginn upp hanskann fyrir hina látnu eða aðstandendurna.“  dómsmál ÞingFesting í máli KirKjugarða gegn ÚtFararÞjónustu Krafinn um hálfa milljón vegna kirkjugarðsgjalda rúnar geirmundsson útfararstjóri er ósáttur við að kirkjugarðar reykjavíkur geri hann ábyrgan fyrir að rukka aðstandendur látinna um kirkjugarðsgjald. rúnar telur gjaldið ólögmætt og innan- ríkisráðuneytið er sama sinnis. kirkjugarðarnir stefndu rúnari fyrir dóm vegna þess að hann hefur ekki greitt gjaldið. rúnar geirmundsson útfararstjóri hefur neitað að innheimta kirkjugarðsgjald kirkjugarða reykjavíkur hjá viðskiptavinum sínum. kirkjugarðarnir hafa stefnt honum fyrir dóm vegna þess. Ljósmynd/Hari Höskuldur daði magnússon hdm@frettatiminn.is 4 fréttir Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.