Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 78
6 fermingar Helgin 1.-3. mars 2013 Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is Fermingartilboð Tugir fermingargjafa á tilboði fyrir hann & hana Sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Íslensk hönnun FERMING - ÚTSKRIFT - AFMÆLI SERVÍETTUR OG KERTI FRÁ HEKLAÍSLANDI FÆST UM ALLT LAND www.heklaislandi.is - sími 5518066 - pontun@heklaislandi.is S iðmennt hefur lengst af sinnt borgaralegum fermingum á Íslandi. Félagið var stofnað árið 1990, ári eftir að fyrsta borgaralega ferm-ingin á Íslandi fór fram. Sextán börn fermdust árið 1989 eftir að nokkrir foreldrar þeirra höfðu lesið blaðagrein um borgaralegar ferm- ingar sem höfðu tíðkast lengi í Noregi. Þeir lögðu grunninn að þessum athöfnum sem hafa farið fram á hverju ári síðan þá. Dagskráin í höndum barnanna sjálfra Sjö fermingarnámskeið hafa verið í gangi í vetur en sex athafnir verða haldnar á fjórum stöðum á landinu. Tvær verða á höfuðborgar- svæðinu, ein í Háskólabíó og önnur í Salnum í Kópavogi. Auk þess verður ein í Hofi á Akur- eyri og önnur í Hallormstaðaskógi. Jóhann Björnsson segir athafnirnar minna um margt á útskrift úr skóla. „Krakkarnir ganga í salinn og síðan hefst dagskráin. Hún er að mestu leyti í höndum barnanna sjálfra og þau lesa jafnvel upp ljóð, spila tónlist eða eitthvað þess háttar. Megnið af dagskránni er því í höndum þeirra sjálfra en svo er alltaf fenginn einn utanaðkomandi ræðumaður sem ávarpar sam- komuna. Hún endar svo á því að hvert og eitt barn fær afhent viðurkenningarskjal fyrir að hafa lokið námskeiðinu.“ Fjalla um fjölmörg málefni Jóhann Björnsson hefur starfað hjá Siðmennt síðan 1997. Jóhann er heimspekingur og grunn- skólakennari og sinnir kennslunni að mestu með hjálp gestafyrirlesara. „Við höfum verið með umfjallanir um mörg málefni. Meðal ann- ars skaðsemi vímuefna, sjálfsmynd unglinga, samskipti kynjanna, hamingjuna, fordóma og fjölmenningu og fleira þess háttar.“ Helstu við- fangsefnin eru að efla umhugsunarvirkni og gagnrýna hugsun hjá krökkunum. Jóhann seg- ist ekki leggja mikla áherslu á að kenna beinar staðreyndir því þær læri börnin í skólanum. „Við höfum reynt að hafa þetta aðeins öðruvísi og höfum haft það að meginmarkmiði að efla gagnrýna hugsun þeirra og siðferðislega nálgun á ýmsa hluti. Það er grundvöllurinn og við nálgumst þessi fjölmörgu við- fangsefni frá þeim sjónarhóli.“ Yfirgnæfandi meirihluti barnanna er íslenskur, úr ýmsum trúfélögum eða utan trúfélaga. Rúmlega 200 börn fermast borgaralega í ár og þró- unin hefur verið upp á við síðustu ár en ekki með neinum látum, að mati Jóhanns. „Þetta er ágætis þróun. Við höfum einnig stundum verið með börn presta sem hafa af einhverjum ástæðum kosið þessa leið. Það geta því allir, burt séð frá skoðunum sínum, verið með. Þarna sameinumst við sem manneskjur.“  Fermingar 2013 Borgaralegar Fermingar 25 ára afmæli borgara- legra ferminga á Íslandi Rúmlega 200 börn fermast borgaralega í ár. Jóhann Björnsson, kennslustjóri borgaralegra ferminga. Ljósmynd/ Kristinn Theódórsson Við höfum reynt að hafa þetta aðeins öðruvísi og höfum haft það að meginmarkmiði að efla gagnrýna hugsun þeirra og siðferðislega nálgun á ýmsa hluti. Úrval af fermingarhringjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.