Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 16
F ólkið í landinu fagnar niður-stöðu Icesave-dómsins og misvitrir stjórnmálamenn
reyna að nudda sér upp við sigur-
vegarana til að komast í kastljós
þessarar frábæru niðurstöðu.
Það var ömurlegt að sjá svipinn á
sumum þegar niðurstaðan lá fyrir
og fékk maður á tilfinninguna
að þessir sömu hefðu vonað að
niðurstaðan væri öðruvísi og beint
lýðræði ætti ekki upp á pallborðið
hjá Íslendingum þegar sérfræð-
ingar stjórnvalda væru til staðar.
Viðbrögð stjórnvalda og annarra
flokka sem studdu síðasta Ice-
save-samninginn voru: „Það hefði
getað farið verr, hvað ef við hefðum tapað!“ Já,
hvað ef við hefðum tapað? Lítið hefði gerst, Ís-
lendingar hefðu allavega ekki verið dæmdir í
fjársektir, en eitt er víst að stjórnmálamenn, nú
á útleið, hefðu áminnt þjóðina og þ.a.l. alla þá
sem tóku þátt í að kveða þennann draug niður
um langa tíð um vanhæfni almennings um að
taka „réttar“ ákvarðanir.
Gríðarleg tækifæri
Gríðarleg tækifæri liggja í niðurstöðu Icesave-
dómsins, en hún gerir m.a. Íslendingum kleift
að gera upp þrotabú Landsbankans í íslenskum
krónum og þvinga alla aðra erlenda kröfuhafa
til að taka við krónum sem er okkar lögeyrir.
Bretar og Hollendingar sem aðrir, verða að
sætta sig við að fá restina af kröfum sínum
vegna Icesave greiddar í krónum vegna gjald-
eyrishaftanna. Þeir eru í kjölfar niðurstöðu
EFTA-dómstólsins í sömu stöðu og aðrir kröfu-
hafar bankanna. Þetta leiðir allt til þess að hér
verður hvalreki af erlendum gjaldeyri sem við
þurfum ekki að greiða strax úr landi.
Gjaldeyrishöftin
Gjaldeyrishöftin valda því meðal
annars að afl ands krónur og inni-
stæður erlendra aðila eru og verða
fastar í krónum sem vaxa dag frá
degi á fullum vöxtum í bankakerfinu
og köllum við þetta allt saman snjó-
hengju. Vextir á þessar innistæður
eru að lágmarki um 60 milljarðar á
ári og fer hækkandi. Við þetta bætist
svo innheimtur þrotabúa föllnu
bankanna og uppsöfnun á reiðufé
sem þarf að borga vexti af. Snjó-
hengjan er í dag talin vera um 1.200
milljarðar, en með tíð og tíma verður
hún að lágmarki 2.500 milljarðar.
Það þarf nú vart að taka það fram
að kostnaðinn af þessu þurfa íslensk heimili og
fyrirtæki að bera.
Ríkisdalur er lausnin
Ef landsmenn vilja koma á efnahagslegum
stöðugleika og losna við gjaldeyrishöftin og
snjóhengjuna, er ein aðferðin, að gera nýjan rík-
isdal að lögeyri og festa gengi hans við banda-
ríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt
Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öll-
um íslenskum krónum landsmanna, launum,
lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum,
o.s.frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkis-
dalsins myndi sveiflast eins og gengi banda-
ríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Gamla
krónan yrði áfram í gildi, en eignir þrotabú-
anna og allar aflandskrónur þ.e. snjóhengjan
sætu eftir í gömlu krónunni og gætum við
þá samið sérstaklega við hrægammasjóðina,
þrotabúin og aðra eigendur gömlu krónunnar
um að losna úr prísundinni. Innlánsvextir á
gömlu aflandskrónunum yrðu keyrðir niður í
0,0% og hagkerfið leyst úr gíslingu.
Lausnargjaldið
Þrotabúum föllnu bankanna, eigendum aflands-
krónanna, erlendu hrægammasjóðunum yrðu
boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjald-
eyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með
95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi
í 30 ára skuldabréf, útgefnu í bandaríkjadölum
á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægamma-
sjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verða
þeir rukkaðir um vexti á innistæðum sínum eft-
ir fyrsta árið fyrir allt umstangið, en við þetta
má bæta að bankar í Sviss rukka geymslugjald
fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi
milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningarnir
sem koma í ríkissjóð með útgáfu nýja skulda-
bréfsins má nota til þess að borga upp það sem
hægt er og skuldbreyta erlendum skuldum
ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar
hér á landi. Líta verður á aflands krónurnar og
niðurstöðu Icesave dómsins sem sérstakt tæki-
færi, snúa verður taflinu við og veita erlendum
hrægammasjóðum makleg málagjöld. Þessari
leið tæki 6 til 9 mánuði að koma í verk.
Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s
J
ó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía
Inngangur
að lögfræði
Gönguskór
Ketilbjöllur3.350 kr.
22.890 kr.
8.390 kr.
Vefverslun á að
virka alls staðar
Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er
Fáðu frekari upplýsingar á borgun.is/vefgreidslur eða í síma 560 1600
Meira en helmingur Íslendinga notar netið með farsímum
og spjaldtölvum. Er þín vefverslun tilbúin?
3 nætur
á Mývatni 46.370 kr.
Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta
boð, þá verða þeir rukkaðir um vexti á innistæðum
sínum eftir fyrsta árið fyrir allt umstangið …
Nýr ríkisdalur verði lögeyrir
Hvalreki af gjaldeyri
Guðmundur
Franklín Jónsson
Formaður XG-Hægri
grænna, flokks fólksins
Þ egar litið er yfir farinn veg og eftir að hafa skoðað söfn erlendis og séð hvað aðrar
þjóðir leggja mikinn metnað í að
varðveita tækniþróun í fiskileitar-,
siglinga- og fjarskiptatækjum
kemur upp í hugann hvernig á því
stendur að ekki virðist vera neinn
áhugi af hálfu Þjóðminjasafnsins
eða LÍÚ að varðveita þau tæki og tól
sem komu þjóðinni til efnahags og
velsældar með nýjustu tækni til fisk-
veiða á sínum tíma.
Það er sem betur fer ekki búið að
henda öllum þessum tækjum. Það
eru nokkrir menn sem hafa safnað
að sér gömlum tækjum og varð-
veita þau á eigin vegum þar sem því
miður ekki er hægt að bjóða fólki
inn vegna plássleysis. Það fer nú
hver að verða síðastur að nýta sér
þekkingu þessara manna sem eru
nú allir komnir yfir sjötugt og fer nú
fækkandi.
Að mínu mati hafa orðið stórslys
í þessum málaflokki. Tökum t.d.
gömlu Loftskeytastöðina vestur á
Melum. Landsíminn átti stöðina
og seldi Háskólanum húsið, síðan
keypti Landsíminn húsið af Háskól-
anum og kom upp fyrirmyndarsafni
af þróun símtækninnar bæði loft-
skeyta - og símatækni frá upphafi.
Áhugaleysi Þjóðminjasafns og LÍÚ
Sorgarsaga
um varð-
veislu tækni-
búnaðar
16 viðhorf Helgin 1.-3. mars 2013