Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 76
4 fermingar Helgin 1.-3. mars 2013  Lín Design hLýja og veLLíðan í fermingargjöf Einstök gjöf fyrir fErmingarbarnið Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín. Opna – Velja – Njóta sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is PI PA R\ TB W A • S ÍA Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lin Design, segir markmið fyrirtækis- ins hafa verið þau sömu frá upphafi: Að hanna vörur sem veita hlýju og vellíðan á viðráðanlegu verði fyrir alla. „Þessum markmiðum reynum við að ná með því að framleiða allar okkar vörur sjálf. Við getum því valið sjálf bómullina sem við notum. Við höfum mjög háan gæðastaðal og með því að gera þetta svona getum við boðið upp á mjög vandaðar vörur á góðu verði.“ Hann segist vera með vörur frá því að vera mjög ódýrar og vandaðar og upp í mjög vandaðar dúnsængur. „Það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir fólk að finna ferming- argjafirnar hjá okkur. Við erum með mjög breitt verðbil og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ KYNNING Gæðavara á góðu verði Hönnuðir Lín Design sækja innblástur í íslenska náttúru, menningu og tískustrauma hverju sinni.  facebook-ferming „samféLagsmiðLamessa“ Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju, fræðir fjölmennan hóp fermingarbarna og nýtir sér ýmsar nýjungar í starfi sínu. Fyrir vikið hefur hún verið nefnd snjallprestur og líkar þessi nýi titill bara vel. T ólf fermingar verða haldnar í Grafarvogskirkju í vor. Ekki veitir af því yfir 250 fermingarbörn fermast þar að þessu sinni. Guðrún segir þetta vera töluverðan fjölda og mikið umstang sem fylgi því að halda utan um fermingarfræðsluna. Ásamt Guðrúnu sjá Lena Rós Matthíasdóttir og Vigfús Þór Árnason, prestar í Grafarvogs- kirkju, um fermingarfræðsluna. Það er augljóslega flókið verk að hafa samskipti við alla, bæði for- eldra og fermingarbörn. Guðrún telur sig hafa fundið bestu leiðina Snjallprestur í Grafarvogskirkju til þess, Facebook. „Þetta er besta leiðin til að hafa samskipti við alla í einu. Aðgangur foreldranna að okkur prestunum verður betri og þeir geta sent okkur skilaboð og spurt um allt sem þeim liggur á hjarta. Það er því auðvelt að koma skilaboðum á framfæri og þetta auðveldar öll samskipti. Samfélagsmiðlamessa Gospelmessa er haldin einu sinni í mánuði í Borgarholtsskóla. Þar hafa Guðrún og félagar verið að nýta sér tæknina og sýnt stutt- myndir og myndbönd af youtube og slíkt. „Við notum það líka mikið í fermingarfræðslunni sjálfri. Krakkarnir ná því oft mikið betur sem þar kemur fram heldur en þegar við erum að segja þeim hlut- ina. Svo höfum við notað mynda- forritið Instagram svolítið líka. Þar getum við sett inn myndir og leikið okkur með það og krakkarn- ir hafa tekið vel í þetta. Í fyrra próf- uðum við að vera með messu þar sem þau fengu að hafa símana með sér. Við hvöttum þau til að taka myndir og setja statusa á sam- félagsmiðlana. Þetta var eiginlega svona samfélagsmiðlamessa.“ Hún segir þessa nýbreytni alls ekki hafa truflandi áhrif. Í það minnsta ekki meira en þegar þau eru að laumast í símana. Þetta sé orðið þannig núna að bæði krakkar og fullorðnir noti þessa snjallsíma mjög mikið og hún sé þar engin undantekning. Predikar með Ipad Guðrún er í framhaldsnámi í pre- dikunarfræðum. Hún segir námið hafa mikil áhrif á sig því þar er alltaf verið að skoða nýjar leiðir til að koma boðskapnum á framfæri. „Tvö síðustu skipti hef ég tekið upp predikun og sett inn á netið og þar er hægt að horfa á hana. Það hefur mælst ótrúlega vel fyrir. Ég ákvað að opna þetta aðeins og deila þessu áfram. Þetta er alls ekkert vitlaust, það er allt annað að horfa og hlusta heldur en bara að lesa.“ Guðrún hefur nýtt sér Ipad við predik- anir síðustu tvö ár. Hún sparar því töluvert við sig í prentkostnaði og öðru slíku. Varðandi framtíðina segist hún ekki ætla að slá slöku við í því að innleiða tæknina enn frekar í messurnar. „Í Borgarholts- skóla er öll tækni til staðar og þar höfum við verið að leika okkur aðeins meira með messurnar. Við höfum varpað myndum á veggina og jafnvel myndböndum í messum. Núna á sunnudaginn ætlum við að halda kaffihúsagospel í Borgar- holtsskóla. Ég fékk unglinga í æskulýðsfélaginu til þess að búa til myndband sem verður í rauninni predikun. Það verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.“ Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.