Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 21
H :N M ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA / Sv an sp re nt En svo var alltaf vonin um að lyfja- meðferðirnar myndu duga og ég kæmist til Svíþjóðar í mergskipti og yrði þar með sloppinn. kátastur, lífsglaður vinnuþjarkur sem tók að sér með bros á vör fleiri verkefni en hægt er að komast yfir á venjulegum vinnudegi og var oftast að fram á nótt og er aldrei í meira stuði en þegar mikið gengur á. Þegar eldfjöll gjósa eða Holly- wood-stjörnur spóka sig á almanna- færi er Ingó alltaf í fremstu víglínu með myndavélina á lofti. Það hljóta því að mikil viðbrigði að neyðast til að halda kyrru fyrir? „Já. Ég er vanur því að vera allaf eitthvað að stússast og það er nátt- úrlega hundleiðinlegt að geta ekki verið á fullu alla daga. Ég vona bara að ég nái upp einhverju þreki til að geta stússast í mínu handverki og jafnvel tekið einhver smá verkefni. Ef ég næ upp þreki held ég líka að ég geti unnið krabbann af því hann fær þá ekki að komast að... eða og þó. Það gengur náttúrlega ekki upp því hann braut mig þarna í haust,“ segir Ingó sem var búinn að vera slappur lengi áður en hann komst að því hversu alvarlegt meinið var. „Ég var orðinn helvíti veikur þegar ég heimtaði blóðprufu og fékk þessa greiningu. Ég var búinn að keyra á viljastyrknum þangað til ég datt fram á lyklaborðið. Alveg búinn. Og þá gerði ég eitthvað í þessu. Ég var reyndar búinn að fara fjórum sinnum til læknis. Alls konar lækna en svo fór ég bara og heimtaði blóðprufu og þá kom þetta í ljós og ég var fluttur með sjúkrabíl á 11-G sem varð heimili mitt næstu fimm mánuði.“ Það er ekki nóg með að þrjár erf- iðar lyfjameðferðir hafi allar endað með vonbrigðum heldur hefur varn- arlaus líkami Ingós fengið slæmar sýkingar sem urðu meðal annars til þess að hann var lengi í einangrun. „Ég er búinn að vera með leiðinda sýkingar og vesen en það er alveg yndislegt að vera kominn heim.“ Skemmtir sér fram í rauðan dauðann Eins og gefur að skilja var grein- ingin mikið áfall en Ingó tók henni af æðruleysi og hefur aldrei misst móðinn. „Já, já. Þetta var áfall maður. En svo var alltaf vonin um að lyfjameðferðirnar myndu duga og ég kæmist til Svíþjóðar í merg- skipti og yrði þar með sloppinn. Á leiðinni missti ég 34 kíló og er alveg rígmontinn yfir því,“ segir Ingó og hlær. „Ég var orðinn svo þreyttur á því að bíða í fimm mán- uði eftir einhverjum dómi eða bara fá að vita eitthvað þannig að þegar dauðadómurinn kom, eða þú veist. Stóri dómurinn þá varð ég bara rosalega feginn. Að loksins væri eitthvað komið út úr þessu og ég gæti þá brugðist einhvern veginn við. Gert eitthvað. Ég var alveg pollrólegur yfir þessu og hef það bara helvíti fínt.“ Og það sem Ingó ætlar að gera er að njóta lífsins til fullnustu með fjölskyldu sinni og vinum. Hann er kominn á heilmikinn grasalækn- ingakúr og horfir bjartsýnn fram á veginn. „Ég er bara frekar bjart- sýnn miðað við allt og allt. Það hafa líka margir haft samband og sagt mér frá því að þeir hafi átt þrjár mínútur eða eitthvað álíka ólífaðar samkvæmt læknum en tóku svo inn eitthvert granóla eða eitthvað og krabbinn hvarf og svona,“ segir Ingó sem eins og sannur heiðingi hefur mikla trú á mætti náttúr- unnar. „En ég meina það er kannski óraunhæft en það þýðir ekkert að grenja yfir því sem maður getur ekki breytt sjálfur og maður á alltaf að spila úr stöðunni sem maður er í. Ég er náttúrlega illu vanur,“ segir hann og glottir. „Og ég ætla bara að skemmta mér alveg fram í rauðan dauðann,“ segir hann og hlær sínum smitandi og dillandi hlátri. Vissi ekki að hann væri svona vinsæll Ingó hefur árum saman starfað sem verktaki þannig að skrúfað var fyrir tekjur fjölskyldunnar þegar heilsan brást og hann hefur ekkert stéttarfélag eða sjúkrasjóð sem hleypur undir bagga. Vinir Ingós brugðust því við og ótal margir hafa lagt hönd á plóg til þess að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjár- málum á meðan hann berst fyrir lífi sínu. „Það er búin að vera söfnun fyrir mig, það er búið að halda mynda- uppboð fyrir mig og nú síðast tón- leika. Og svo öll þessi fjölmiðlaum- fjöllun. Mér þykir rosalega vænt um þetta en finnst pínu vandræðalegt að vera veikindaseleb. Ég vil alls ekki hljóma vanþakklátur en ég hef ekki beðið um neitt af þessu þetta er bara sjálfsprottið hjá vinum mínum sem hafa tekið upp á þessu hjá sjálfum sér og ég vissi ekki að ég væri svona vinsæll,“ segir Ingó og skellir upp úr. Þú hefur náttúrlega komið ótrúlega víða við og þekkir ótrúlegan fjölda fólks og það er bara þannig að öllum sem kynnast þér þykir vænt um þig. Þú áttar þig líka á því að þú ert að uppskera eins og þú hefur sáð. Allir vita að ef þessu væri öfugt farið og einhver vina þinna væri í þessari stöðu þá værir þú fremstur í flokki að hjálpa. „Jú,jú. En þetta kemur mér samt rosalega á óvart. Krabbi er kannski svolítið spari og ég hef spáð í því hvort viðbrögðin hefðu verið þau sömu ef ég væri að drepast úr ein- hverjum hörmulegum kynsjúk- dómi.“ Og enn er hlegið. „Ég hef líka hugsað út í það hvað það yrði svo kjánalegt ef ég myndi síðan lifa þetta af eftir allan þennan stuðning og góða hug sem mér hef- ur verið sýndur. Safnanirnar og allt þetta. Nú er ég að fara í alls konar óhefðbundnar meðferðir og éta alveg haug af grösum og það yrði svolítið asnalegt að batna svo bara og lifa árum saman. Svo myndi maður fara niður í bæ og hitta fólk og það myndi segja: „Bíddu, átt þú ekki að vera löngu dauður? Veistu hvað ég gaf mikið í söfnunina? Var þetta bara plat? Þetta situr svolítið í mér.“ Framhald á næstu síðu viðtal 21 Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.