Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 24
Tölvutek & MP banki Tæknilega fullkomið viðskipta samband Þau hjá Tölvutek vita sem er, að ánægðir við skipta vinir koma aftur og aftur. Þetta er sam stilltur hópur sem vill að öll smáatriði séu í lagi til að fyrirtækið geti gengið eins og malandi tölva – og haldið stöðugt áfram að vaxa. Þess vegna er Tölvutek í viðskiptum hjá okkur. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is banki atvinnulífsins B ra nd en b ur g  Stjórnandinn Að elda góðan mat er mín hugleiðsla nafn: Guðný Helga Herbertsdóttir. Starf: Upplýsingafulltrúi Íslands- banka. aldur: 34 ára. Menntun: BSc í viðskiptafræði og MSc í lögum og viðskiptum Evrópu- sambandsins. Fyrri störf: Fréttamaður á Stöð 2. Maki: Pétur Rúnar Pétursson, flugstjóri hjá Icelandair. Börn: Ási Goði og svo á ég helling í Jóni Alex og Óskari, stjúpsonum mínum. Búseta: Garðabær. Morgunstund Betri helmingurinn er þessi ofurhressa A-týpa og sér um að létta mér lífið þessar mín- útur sem tekur mig að vakna. Hann sér til þess að ég fái ís- kalt vatn með mikilli sítrónu en það er eitt það besta sem ég veit á morgnana. Eftir það er ég klár í flest. Hefðir Kannski ekki dags daglega nema að ég renni alltaf í gegnum alla miðlana og best er ef ég fæ góðan kaffibolla með. Annars er lítið pláss fyrir hefðir þar sem verkefni dagsins eru sjaldan eins frá degi til dags. Græjan Ætli uppáhalds græjurnar mínar sé ekki iPhoninn minn og Apple TV. Í dag horfi ég nær eingöngu á fréttir í sjónvarpinu en vel mér svo eitthvað á Apple TV-inu. Minn tími Minn tími er í eldhúsinu um helg- ar. Það að elda góðan mat er mín hugleiðsla. Það er fátt skemmti- legra en að bjóða góðum vinum í mat og við erum nokkuð dugleg við það. Matartími fjölskyldunnar er líka heilagur en það er oft eini tími dagsins þar sem allir eru sam- an og spjalla um tíðindi dagsins. Áhugamál Golf númer eitt, tvö og þrjú. Ég er að vona að áhuginn skili sér í lækk- aðri forgjöf í sumar en það gerist ansi hægt. Svo finnst mér æðislegt að fara á skíði með fjölskyldunni. Klæðaburður Mér gæti ekki staðið meira á sama um hvaða merki flíkin er sem ég klæðist, ef mér finnst hún flott þá er ég alsæl. Eva fær reyndar stórt prik í kladdann fyrir að bjóða upp á sófa og kaffi fyrir karlmenn- ina sem lufsast með í búðaráp eiginkvenna sinna.  ForMannSSkipti á aðalFundi SaMtaka atvinnulíFSinS Björgólfur í kjöri eftir að Vilmundur ákvað að hætta Fjölbreyttur hópur stjórnenda fjallar á aðalfundinum á miðvikudaginn um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bætt lífskjör landsmanna. F ormannaskipti verða á aðalfundi Samtaka atvinnu-lífsins sem haldinn verður næsta miðvikudag, 6. mars. Vil- mundur Jósefsson, núverandi for- maður, hefur ákveðið að hætta og stendur kosning formanns nú yfir meðal félagsmanna SA. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hefur gefið kost á sér sem nýr formaður. Kjörgengir til emb- ættis formanns SA eru stjórnendur og stjórnarmenn aðildarfyrirtækja og aðildarfélaga samtakanna. Raf- rænni kosningu lýkur klukkan 12 á aðalfundardag. Ganga má frá því sem gefnu að Björgólfur verði kosinn. Hann hefur margháttaða reynslu úr atvinnulífi og félagsstarfi. Björg- ólfur hefur verið forstjóri Ice- landair Group frá ársbyrjun 2008 en starfaði áður einkum í sjávarút- vegi. Hann var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá 2006, starfaði sem framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar frá 1999, formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008, var framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Sam- herja frá 1996 og fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996. Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands árið 1983 og starfaði að námi loknu sem endurskoðandi. Aðalfundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica. Vilmundur Jósefsson og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, munu flytja erindi á opinni dag- skrá fundarins. Þá mun fjölbreytt- ur hópur stjórnenda fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og betri störf á Íslandi á næstu árum og bæta lífskjör landsmanna. Venjuleg aðalfundarstörf hefjast klukkan 13 en opin dagskrá hefst klukkan 14 í aðalsal Nordica undir yfirskriftinni Samstöðuleiðin: Fleiri störf – betri störf. Eftir- taldir stíga á stokk, auk Vilmundar og Þorsteins: Guðrún Hafsteins- dóttir, markaðsstjóri Kjöríss, Ás- berg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, Adolf Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gullbergs og formaður LÍÚ, Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auð- ar Capital, Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarfor- maður Festu. Fundarstjóri er Grímur Sæ- mundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA. Í lok fundar mun nýr formaður Samtaka at- vinnulífsins flytja lokaorð og slíta fundi. Jónas Haraldsson jonas@frettatimann.is Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudaginn. Vilmundur Jósefsson hættir sem formaður. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, er í framboði til formanns. Á fundinum munu stjórnendur fjalla um leiðir til að skapa samstöðu um fleiri og beetri störf á Íslandi á næstu árum. Mynd: Samtök avinnulífsins 24 fréttir Helgin 1.-3. mars 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.