Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 53
 tíska 53Helgin 1.-3. mars 2013 s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Ballerínur með hnút 4.995.- Strigaskór 8.995.- Strigaskór /6 litir í boði 5.995.- Ballerínur með slaufu 4.995.- Barnastrigaskór/4 litir í boði 5.995.- Ný sending góð verð N o n a m e . i s - s a l a @ n o n a m e . i s - 6 6 2 - 3 1 2 1 / 6 9 4 - 5 2 7 5 O p i ð H l í ð a s m á r a 8 , K ó p a v o g i , f i m m t u d a g a 1 1 - 1 8 . M a r s t i l b o ð N N - C o s m e t i c s M a s k a r a r - 3 0 % a f s l á t t u r S e n s i t i v e : 3 . 3 6 0 k r . N ú : 2 . 3 5 2 k r . L u s h : 3 . 8 0 0 k r . N ú : 2 . 6 6 0 k r . Ú t s ö l u s t a ð i r N N - C o s m e t i c s : D e k u r s t o f a n D a g n ý - Í s a f i r ð i A b a c o h e i l s u l i n d - A k u r e y r i S n y r t i s t o f a n H i l d u r M a g g - D a l v í k S n y r t i s t o f a n M a k e o v e r - H a f n a r f i r ð i S n y r t i s t o f a n P a n d o r a - M j ó d d S n y r t i s t o f a n L í k a m i o g s á l - M o s f e l l s b æ S n y r t i s t o f a n S y s t r a s e l - H á a l e i t i s b r a u t S n y r t i s t o f a n R e y k j a v í k S p a - H ó t e l G r a n d S n y r t i s t o f a n T á i n - S a u ð á r k r ó k i H á r s t o f a n Ý r - H ó l a g a r ð i H á r s t o f a n M o j o - L a u g a v e g i 9 4 Þ að var aðeins fyrir tilviljun að ég leiddist út í ljós-myndun,“ segir Roxanne Loweitt, ljósmyndari og heið- ursgestur Reykjavík Fashion Festival (RFF). Hún mun koma til með að opna sýningu á verkum sínum í Reykjavík á meðan á RFF stendur. „Ég lærði textílhönnun og myndlist. Á sínum tíma langaði mig að mála portrettmyndir og ég tók því ljósmyndir af því fólki sem mig langaði að mála. Þá runnu upp fyrir mér tveir hlutir; ég hafði þá þegar portrettmynd- irnar sem mig langaði í svo lítill tilgangur var í því að mála þær upp á nýtt. Svo hafði ég fundið köllun mína. Ég skipti því máln- ingarpenslunum fljótlega út fyrir myndavélina.“ Andy Warhol elskaði myndavélina Roxanne, sem er einn virtasti tísku- og stjörnuljósmyndari í heiminum, er frá Bandaríkj- unum. Hún lærði textílhönnun í FYT en snéri sér fljótlega alfarið að ljósmyndun. Verk hennar hafa meðal annars verið til sýnis í Metropolitan Museum of Art, the Whitney Museum of Amer- ican Art, og í Victoria and Albert Museum í London. Roxanne segist hafa verið heppin þegar hún hafi fengið sitt fyrsta tækifæri innan bransans en það varð einnig fyrir tilviljun. Hún hafði ljósmyndað baksviðs á tískusýningum þar sem mynstur og textíll eftir hana sjálfa voru notuð í fatnað. Myndirnar sýndi hún vinkonu sem rak lítið list- rænt tímarit „The Soho News“. Vinkonan var hrifin og bað hana að mynda fyrir blaðið á tísku- viku. Það vatt síðan upp á sig og myndir Roxanne enduðu með að prýða forsíðu blaðsins auk þess að verða að plakati í miðju þess. „Þannig tvöfaldaðist umferð myndanna með útgáfunni,“ út- skýrir Roxanne. Hún hélt því ótrauð áfram og laumaðist til þess að mynda fyrirsætur bak- sviðs á tískusýningunum. „Ég þekkti nokkrar fyrirsætur og fékk þær til þess að ljúga til um veru mína baksviðs ef einhver spurði. Ég var ekki þekkt svo ég hafði enga passa og fékk alls engin boð. Þær létu sem ég væri hárgreiðslukonan þeirra, jafnvel þær sem höfðu ekkert hár,“ segir hún kímin. Á ferli sínum í dag hefur hún myndað allar þekktustu fyrir- sætur í heimi og tekið myndir fyrir flest Vogue í heiminum. Á meðal þeirra sem Roxanne hefur myndað eru Salvador Dali, Yves Saint-Laurent, Johnny Depp, Scarlett Johansson, George Cloo- ney og Andy Warhol. En mynda- taka þess síðastnefnda er hennar persónulega uppáhald. „Hann elskaði myndavélina. Ég elska að mynda fólk sem elskar að láta mynda sig,“ segir hún. Roxanne segist vera spennt vegna komunnar hingað til lands og þá sérstaklega vegna sköpun- argleði og glaðværðar Íslendinga. „Þeir Íslendingar sem ég þekki eru ótrúlega skapandi, skemmti- legt fólk og algjörlega yndislegt í alla staði. Ég hlakka því mikið til að hitta fleiri.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is  Tíska Roxanne heiðuRsgesTuR RFF Opnar ljósmyndasýningu á Íslandi Stjörnuljósmyndarinn Roxanne Lowitt er væntanleg hingað til lands. Hún mun koma til með að opna sýningu á verkum sínum í Reykjavík í tengslum við RFF. Roxanne er einn þekktasti tísku- og stjörnuljósmyndari heims og hefur á ferli sínum komið víða við. Það var þó aðeins fyrir tilviljun að hún leiddist inn í heim ljósmyndanna. Roxanne segist spennt fyrir komunni til Íslands. Roxanne er einn þekktasti tískuljós- myndari heims. Myndir hennar hafa birst í Vogue blöðum allra landa og hún haldið sýningar á virtustu söfnum heims. Hún sýnir ljósmyndir á RFF. Ljósmynd/Jean Karotkin Roxanne hefur myndað fjöldann allan af þekktum andlitum á glæstum ferli sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.