Fréttatíminn - 01.03.2013, Blaðsíða 10
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar:
Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og
auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Í aðdraganda alþingiskosninganna í næsta mánuði hafa orðið kyn-slóðaskipti í forystu stjórnmálaflokkanna. Það eru merk tíðindi og tímabær. Landsfundir flokkanna hafa markað stefnu þeirra
og falið forystumönnunum að fylgja henni eftir og leiða flokka sína í
þeirri baráttu sem fram undan er. Mikilvægt er að vel takist til, að við
taki sterk og samhent ríkisstjórn sem hafi burði til að takast á við þau
vandamál sem við blasa. Þau eru mörg og mikil.
Núverandi ríkisstjórn tók við erfiðu búi árið 2009, eftir fall bank-
anna og upplausn í samfélaginu. Ekki skal gert lítið úr þeim árangri
sem náðst hefur. Halli ríkissjóðs hefur minnkað með hverju árinu og
mjög hefur dregið úr atvinnuleysi. Hagvöxtur hefur verið meiri en í
helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting hefur hins vegar ekki verið
næg. Þar munar ekki síst um það að sjávarútvegurinn hefur verið í
mikilli óvissu allt kjörtímabilið sem óhjákvæmilega hefur leitt til þess
að stjórnendur útgerða hafa haldið að sér höndum. Tími og fjármunir
hafa farið í aðildarumsókn að Evrópusambandinu, í máli sem skipt
hefur þjóðinni í tvær fylkingar. Átök hafa síðan verið um breytingar
á stjórnarskrá, verkefni sem ná verður fram í þokkalegri sátt og án
þess að slíkt grundvallarmál sé keyrt í gegn í tímahraki og óvissu um
hvaða áhrif breytingarnar hafa.
Síðasti hluti kjörtímabilsins hefur verið ríkisstjórninni erfiður.
Þingmenn beggja stjórnarflokkanna hafa sagt sig úr þeim svo stuðn-
ingur við ríkisstjórnina hefur undanfarin misseri verið ótryggur, svo
ekki sé meira sagt. Í raun hefur ríkisstjórnin verið minnihlutastjórn í
skjóli þingmanna Hreyfingarinnar og þeirra tveggja þingmanna sem
standa að Bjartri framtíð, nánast setið meðan sætt er. Þar hefur tími
farið til spillis. Kjósa hefði átt fyrr.
Frá sjónarhóli almennings hafa þingstörf á því kjörtímabili sem
er að líða markast af átökum og óbilgirni. Þar má vafalaust mörgum
um kenna en því er ekki að neita að ásýnd ríkisstjórnarinnar hefur
einkennst af hörku og að því er virðist takmörkuðum vilja til mála-
miðlana. Það á við um oddvita ríkisstjórnarinnar, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Steingrím J. Sigfússon. Þau eru þingreyndust allra en hafa
á þessum síðustu – og mestu valdaárum sínum á löngum ferlinum –
að nokkru fært stjórnmálin áratugi aftur í tímann þegar pólitísk átök
voru persónulegri og óvægnari og heiftin meiri en viðunandi er.
Mál er að linni. Þess vegna ber að fagna ákvörðun beggja um að
draga sig í hlé. Ásýnd nýrrar flokksforystu Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna er önnur og nútímalegri en þeirrar sem var. Vonir
eru til þess að Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir, fyrir hönd
Samfylkingarinnar, standi undir væntingum sem og Katrín Jakobs-
dóttir og Björn Valur Gíslason hjá Vinstri grænum. Sömu kröfur eru
gerðar til forystu Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar og
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Bjarni tók við flokknum við erfiðar
aðstæður eftir bankahrunið og Hanna Birna kemur nú upp að hlið
hans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við formennsku í Fram-
sóknarflokknum skömmu fyrir síðustu alþingiskosningar og á nýaf-
stöðnu flokksþingi tók Sigurður Ingi Jóhannsson við varaformennsk-
unni. Mikil hreyfing er á fylgi kjósenda, nú tveimur mánuðum fyrir
kosningar, en kannanir sýna að Framsóknarflokkurinn siglir í byr. Sú
krafa er gerð til forystumanna hans, ekki síður en til annarra, að þeir
standi undir væntingum um frjórra og skilvirkara stjórnmálastarf en
verið hefur.
Af nýjum framboðum virðist Björt framtíð njóta mest fylgis og
ná, samkvæmt könnunum, mönnum á þing. Þar fer fyrir hófsamt og
nútímalegt fólk, formennirnir Guðmundur Steingrímsson og Heiða
Kristín Helgadóttir.
Vonir standa til að þau kynslóðaskipti sem orðið hafa í stjórnmála-
flokkunum verði þjóðinni til farsældar. Til forystumanna þeirra allra
eru gerðar kröfur um bærilega samvinnu og árangur í þjóðarþágu.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Væntingar til nýrra forystumanna stjórnmálaflokkanna
Kynslóðaskipti
Ljósár í burtu
Ég veit ekki hvort margir mættu
þangað í Star Wars
búningum – en í
borgarstjórn
hljóma þeir að
minnsta kosti
oft eins og
þeir séu af
allt annarri
plánetu.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
sendi Bjartri fram-
tíð og þeim framandi
verum sem gengið hafa til liðs við
framboðið frá Besta flokknum
tóninn af landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins.
Skjaldborgin er fundin!
Netklámskjöldur Ís-
lands mun takast á
við hart ofbeldi.
Halla Gunn-
arsdóttir,
aðstoðarmaður
Ögmundar
Jónassonar inn-
anríkisráðherra,
fræddi lesendur
breska blaðsins The
Guardian um klámsí-
urnar sem til stendur á að
setja á internetumferðina á Íslandi.
Kjötið sem hvarf
Við kunnum alls engar skýringar
á þessum mælingum þeirra og
förum nú í nákvæma skoðun á
hvað hefur þarna átt sér stað.
Magnús Níelsson, forstjóri
Gæðakokka, botnar ekkert í því
hvers vegna ekkert nautakjöt var í
nautakjötlokum fyrirtækisins.
Sú sem síðast hlær
En við fögnum ekki
sigri fyrr en á
kjördag.
Vigdís Hauks-
dóttir, þingmaður
Framsóknar-
flokksins, bregst
fagnandi við
fylgisaukningu
flokksins en heldur
þó ró sinni.
Á sjó
Ég er búinn að vera í þessu lengi
og kominn tími á að breyta til.
Svavar Halldórsson hefur sagt upp
störfum hjá Ríkisútvarpinu. Óvíst er
hvað tekur við en konan hans, Þóra
Arnórsdóttir, talaði um að senda
hann á sjóinn að lokinni baráttunni
um forsetaembættið.
Hann er flokkurinn!
Við skulum átta okkur á því að
árásir á hann, eru árásir á okkur,
það eru árásir á
Sjálfstæðisflokk-
inn.
Ólöf Nordal,
fyrrverandi
varaformaður
Sjálfstæðis-
flokksins, kvaddi
á landsfundi
og setti árásir á
formanninn Bjarna
Benediktsson í samhengi.
Naut verður að hrossi
Þetta ástand er allavega óþolandi
og þarf að koma þessu í lag.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, er óhress
með hvernig skjólstæðingar hans
eru blekktir með röngum innihalds-
lýsingum á umbúðum matvæla.
Öðruvísi formaður
En, það er alveg öruggt
að við höfum haft
formann sem er
karl í krapinu og
ég er örugglega
ekki þannig for-
maður.
Katrín Jakobs-
dóttir, nýr for-
maður VG, ber
sig saman við
forverann Steingrím
J. Sigfússon.
Vikan sem Var
Jónas Haraldsson
jonas@ frettatiminn.is
LeiÐari
10 viðhorf Helgin 1.-3. mars 2013