Fréttatíminn - 13.01.2012, Page 10
Krabbameinsfélagið
Kynlíf og krabbamein
Ræðum málin - við þorum!
Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk., 540 1900, www.krabb.is
Örráðstefna fimmtudaginn 19. janúar
kl. 16:30-18:00
Skógarhlíð 8.
16:30-16:35 Ráðstefnan sett.
Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands.
16:35-17:20 Að viðhalda eða endurheimta nánd í
samböndum í krabbameinsmeðferð.
Woet Gianoten, læknir og kynfræðingur
frá Hollandi.
17:20-17:35 Breyttur líkami - breytt kynlíf.
Hildur B. Hilmarsdóttir og reynsla hennar.
17:35-17:50 Að ná honum upp eftir meðferð.
Steinar Aðalbjörnsson og reynsla hans.
17:50–18:00 Ráðgjöf.
Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir
frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
18:00 Kaffi og spjall.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur
Í samstarfi við:
Fundarstjóri: Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir.
„Mér finnst skelfilegt að lesa tölvu-
pósta frá kornungum, svona tvítug-
um, stúlkum sem eru svo stjarn-
fræðilega hræddar um að eitthvað
skelfileg sé að gerast og hvað? Þær
bíða eftir boðun í ómun sem ræður
því hvort þær fara í aðgerð eða ekki.
Mér finnst þetta ömurlegt,“ segir
Anna Lóa Aradóttir. Hún lét fjar-
lægja frönsku PIP-brjóstafyllingar
sínar með aðgerð 3. janúar og sagði
frá reynslu sinni í Kastljósi Ríkis-
sjónvarpsins.
Anna Lóa er, ásamt Sögu Ýrr
Jónsdóttur lögmanni yfir sextíu
kvenna sem bera fyllingar franska
fyrirtækisins í barmi sér, forviða
á viðbrögðum íslenskra yfirvalda.
Margar kvennanna þurfi áfallahjálp
sem sé ekki í boði. Aðrar séu með
barn á brjósti en fái engar upplýs-
ingar um það hvort það sé óhætt.
Anna Lóa segir fullt af konunum
vilji púðana burt en séu ekki að
hugsa um málsókn. „Þær eru hugs-
anlega ekki í fjárhagslegri stöðu
til að greiða fyrir aðgerð þessa
stundina. Þær eru með alls konar
verki,“ segir hún. „Þegar þær fóru
í brjóstastækkunaraðagerðina var
þeim ekki kunnugt um þessa hættu.
Púðarnir áttu að vera öruggir.“ Hún
segir stöðu kvennanna ömurlega:
„Ég mun berjast hart gegn þessu
fyrirkomulagi sem yfirvöld vilja
setja á til að fjarlægja þessa púða.“
Saga Ýrr segir tuttugu tölvupósta
bíða óhreyfða. Um sextíu konur hafi
þegar haft samband og séu komnar
á skrá yfir þær sem stefni að mál-
sókn. Margar hafi einnig hringt í
hana á lögfræðiskrifstofuna vegna
ótta og skorts á upplýsingum. Þær
sárvanti aðstoð og stuðning.
Með eitur í fæðingarhári
Anna Lóa, sem er ekki einn af skjól-
stæðingum Sögu, segir að hún hafi
stigið fram og sagt sögu sína þar
sem henni hafi fundist að rætt hafi
verið um vandann á léttvægum nót-
um; að sílikonpúðarnir væru gall-
aðir og konur krefjist bóta á gallaðri
vöru. Henni líði hins vegar eins og
eitrað hafi verið fyrir sér og barninu
sínu og henni ekki sagt frá því. „Það
er enginn fókus á veikindin.“ Kon-
ur með PIP-fyllingarnar sem hún
hafi talað við átti sig ekki á einkenn-
unum.
„Mín einkenni byrjuðu sem sár á
fótum. Af hverju átti ég að tengja þau
við sílikon í brjóstum? Um leið og
maður skoðar málið í kjölinn sést að
mikið er af rannsóknum og síðum
þar sem konur eru með ýmsa sjúk-
dóma benda sterklega til sílikons –
ekki bara þessara fyllinga,“ segir
hún. Þetta séu einkenni eitrunar.
„Ég hef verið hjá læknum síðan í
febrúar. Ég var orðin svo rosalega
veik og enginn fann neitt. Mér var
stöðugt sagt að ég væri að ímynda
mér að ég væri veik. Í nóvember
sagði taugalæknir mér að hætta að
hugsa um þetta. Það væri ekkert að
mér taugalega séð,“ segir Anna Lóa.
„Nú er ljóst að þá var ég komin með
sýkingu. Ég hef örugglega verið
með sýkingu í einhver ár. Var alltaf
með vellu og var slöpp og þreytt. Ég
var á sýklalyfjum og þegar ég hætti
á þeim rauk hitinn upp. Ég heyri í
Jens [Kjartanssyni lýtalækni] 22.
desember og aftur 27. desember og
púðarnir voru teknir úr 3. janúar,“
segir hún.
„Í yfirgripi á rannsóknarniður-
stöðum á púðunum mínum, sem
voru búnir að leka í 5 til 7 ár, er
fullt af efnum. Það skýrir í huga
mínum ástæðu þess að sonur minn
var með tin-eitrun í fæðingarhári
sínu. Eftir að ég hafði verið með
hann á brjósti hækkaði magn ars-
eniks, blýs, kvikasilfurs. Þetta eru
eiturmálmar sem eiga ekki að vera
í þessu magni í íslenskum börnum.
Þetta er skaðlegt,“ segir hún.
„Hingað til hafa yfirvöld sett
fókusinn á tengingar púðanna við
krabbamein, en ég vil sjá rannsókn
sem skoðar hvort konurnar séu
með þungmálma í þvagi, svo dæmi
er tekið.“
Leitaði hjálpar í Kanada
Eins og kom fram í Kastljósi sendi
Anna Lóa frönsku sílikonpúðana til
kanadísks sérfræðings sem hefur
rannsakað yfir 16 þúsund sílikonp-
úða. Hún fann hann á netinu eftir
að hafa skannað umræðusíður, þar
sem konur sögðu frá lasleika sínum
og voru á leið í aðgerð til að láta fjar-
lægja púða.
„Þar er sagt frá rannsóknarniður-
stöðum sem sýna sílikon í þvagi og
munnvatni. Þær sem lenda illa í því
snýta þessu sílikoni. Svo sitja land-
læknir og velferðarráðherra um
breskar vefsíður og ýta á refresh-
takkann því þær að sýni fram á að
þessir púðar tengist ekki krabba-
meini. Ég fordæmi þetta. Ég á ekki
til orð,“ segir hún.
Kanadíski sér fræðingurinn
sagði henni að þessi sílikonpúðar
„blæddu“. Það er þeir lækju þótt
þeir rofnuðu ekki. „Þessi púðar eru
gallaðir, þeir blæða og mér finnst
því þessi ráðstöfun [að fjarlægja
aðeins rofna púða] fáráleg,“ segir
Anna Lóa.
„Aldrei,“ svarar hún svo spurð
hvort hún ætli að fá sér aðra púða.
„Hefði ég vitað eitthvað af því sem
ég veit núna hefði ég aldrei fengið
mér sílikonpúða. Nú er ég algjör-
lega sátt við líkama minn.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Finnst að hjálpa eigi konum
með „blæðandi“ sílikon meira
Hvar er áfallahjálpin fyrir konur sem eru stjarnfræðilega
hræddar í kjölfar þess að upplýst var um gölluðu frönsku
sílikonpúðana. Anna Lóa Aradóttir hefur fengið fjölda símtala
og póst frá konum eftir að hún sagði frá veikindum sem hún
tengir gölluðu púðunum. Lögmaður sem hefur yfir sextíu konur
á sínum snærum segir margar leita til sín í von um svör en ekki
málsókn.
Anna Lóa Aradóttir í Kastljósinu.
Sílikonpúðarnir sem voru í brjóstum
Önnu Lóu Aradóttur. Kanadískur sér-
fræðingur segir þá hafa lekið í fimm til
sjö ár. Mynd/einkasafn
Krabbameinsskoðun
sýndi sílikon í kirtlum
Lögmaður sextíu kvenna er slegin yfir sögum umbjóðenda sinna.
„Mér er fyrirmunað að skilja að lög-
gjöfin sé á þá leið að það sé smuga
fyrir lækna sem starfa sjálfstætt að
veita ekki upplýsingar. Ég skil ekki
að yfirvöld geti verið svona sofandi á
verðinum. Mér finnst það ótrúlegt,“
segir Saga Ýrr Jónsdóttir, hæsta-
réttarlögmaður á Vox-lögmannsstofu.
Saga undirbýr málsókn yfir sextíu
kvenna sem hafa frönsku PIP-brjósta-
fyllingar.
„Stór hluti kvennanna hefur leitað
til lækna út af einkennum. Margar
þeirra hafa viljað sýna mér bungur og
annað sem myndast hafa við brjóstin.
Erfiðustu tilfellin eru hjá konum
sem hafa lent í því að púðarnir hafa
sprungið og sílikonið lekið. Mér er
hugsað til einnar sem lét fjarlægja
tveggja ára gamla púða. Hún fer í
krabbameinsskoðun. Þar kemur í ljós
að sílikonið er komið í kirtla. Hún fer í
aðgerð og lætur setja nýja púða og svo aftur síðar í krabbameinsskoðun. Þar kemur í ljós
að sílikonið er enn í kirtlunum.“
Sigurður Guðmundsson, forseti fræðasviðs heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og
fyrrum landlæknir, segir landlæknisembættið fyrst 2005 hafa óskað eftir upplýsingum
um lýtaaðgerðir frá lýtalæknum. Með nýrri löggjöf um heilbrigðisþjónustu 2007 hafi
lýtalæknum verið gert skylt að veita upplýsingar og embættið aftur herjað á þá. „Þrátt
fyrir að lögin séu tiltölulega skýr hefur embættið, að því að mér sýnist, enn ekki fengið
þessar upplýsingar þótt árið sé 2012.“ - gag
Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður.
Lýtalæknar
boðnir og
búnir að
hjálpa
Lýtalæknar funduðu á miðvikudags-
kvöld, án niðurstöðu, um málefni
kvennanna 440 sem eru með
gölluðu, frönsku sílikonbrjóstafyll-
ingarnar. Þar ræddu þeir bæði hvort
afhenda ætti landlækni upplýsingar
úr sjúkraskrám um sjúklinga sína en
einnig hvernig þeir geti aðstoðað
lýtalækninn Jens Kjartansson. Jens
flutti inn gallaða sílikonið, sem var
vottað samkvæmt réttum gæða-
stöðlum en innihélt iðnaðarsílikon.
Ottó Guðjónsson, formaður Félags
íslenskra lýtalækna, segir alla
lýtalækna sem heild boðna og búna
til að hjálpa til. „Það á eftir að koma í
ljós í hvaða formi hjálpin geti verið.“
Hann vill ekki gefa upp afstöðu
lýtalækna til beiðni landlæknis
um að veita þeim upplýsingar um
lýtaaðgerðir. - gag
10 fréttaskýring Helgin 13.-15. janúar 2012