Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Side 20

Fréttatíminn - 13.01.2012, Side 20
Í dag er Regnboginn eina kvikmyndahúsið sem er eftir í miðbænum og Háskólabíó er í útjaðrinum. Kvikmyndahús eru segull á mannlífið þau eru mikilvæg fyrir verslun og aðra þjónustu. Gestir kvik- myndahúsanna eru mikilvægir viðskiptavinir fyrir aðra þjónustu. Þeir sem sem sækja bíóin eru margir ómótaðir neytendur með mikla kaupgetu. Rekstraraðilar stóru versl- unarmiðstöðvanna gera sér grein fyrir þessu og starfrækja kvikmyndahús með verslunar- og þjónustustarfsemi. Kvikmyndahús í miðborg Reykjavíkur 2011 ÚTSÖLULOK Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Laugardag 11-16 Allt að 50% afsláttur og garða. Borgarmassinn er þétt- býll og með mjög hátt nýtingar- hlutfall sem er ein af forsendunum þess að hægt sé að vera með fjöl- breytta miðbæjarstarfssemi. Þéttleiki borgarinnar hefur áhrif á hversu mannlífið er öflugt. Í þeim borgarhlutum þar sem er lítill þéttleiki er yfirleitt lítið mannlíf. Mikill þéttleiki er vísir að öflugu mannlífi. Þær borgir sem við horfum helst til og berum okkur saman við eiga sér langa sögu sem borgir eða stórir bæir. Um aldamótin 1900 bjuggu í Reykjavík rétt rúmlega 6.000 íbúar en 400.000 íbúar í Kaupmannahöfn. Reykjavík er því rétt að slíta barnsskónum í þeim samanburði. Að byggja sér fortíð „Þetta er miðbærinn okkar. Svona hefði hann litið út hefðum við verið svolítið ríkari en við vorum.” Sagan skiptir okkur öll máli. Fortíðin er okkur mikilvæg. Gamalt umhverfi veitir okkur yfir- leitt vellíðan og öryggiskennd. Gömul mannvirki gefa einnig umhverfinu dýpt. Hjálpa okkur jafnvel með skilning á hlutunum. Hvaðan komum við? Við þurfum því einhverja tengingu við for- tíðina í kringum okkur. Hvernig var hér áður og hvernig lifðu for- feðurnir? Í gömlum hlutum eru einnig verðmæti sem oft sjást ekki fyrr en búið er að hreinsa, laga og jafnvel endurbyggja. En eitt er að skilja mikilvægi gamalla hluta og sögunnar og hitt er að gleyma sér í fortíðinni og hunsa samtímann. Afstaða til sögunnar er breyti- leg eftir tíma og aðstæðum. Þeir sem lenda í miklum raunum vilja helst gleyma því liðna og eyða öllu sem minnir á gamla tíma. Hjá þeim er vilji til að byrja upp á Mannfjöldaþróun í nokkrum nágrannaborgum. Miðborg, eða öflugir borgarkjarnar, eiga að hafa þá burði að hægt sé að sinna sínum erindum á litlu svæði. Þaðan þurfa síðan að vera góðar almennings- samgöngur í nálæg hverfi. Hvar finnum við mannlífið á höfuð- borgarsvæðinu? Hvar heldur fólkið sig? Er það í miðbænum, Kringlunni, Smáralind eða í Skeifunni? Eða er mann- lífinu dreift á alla þessa staði og stór hluti fólksins í bílum að fara á milli staða í óþarfa ferðum? Er nauðsynlegt að vera í bílum þvers og kruss til að sinna erindum? Þarf ekki að stýra starfsemi borgarinnar þannig að ekki þurfi að endasendast borgarenda á milli til að sinna einföldustu erindum? Skipulags- leysi er kannski helsta skýringin á mikilli bílaeign og akstri landsmanna. Nota þarf skipulag meira til að stýra niðurröðun starfsemi í borginni til að minnka óþarfa akstur og ferðir á milli staða . Miðborg Reykjavíkur hefur í seinni tíð smámsaman orðið einhæf sem stríðir gegn eðli miðborga. Miðborgir eiga að vera með fjölbreytta starfsemi. Ýmis mikilvæg starfsemi er horfin úr mið- bænum ásamt stórum vinnustöðum. Miðbærinn er einhæfari en hann var. Í dag einkennist miðbærinn mest af börum, hótelum, veitingastöðum og „lundabúðum“. Almennum verslunum eins og matvörubúðum hefur fækkað mikið, einnig er minna um sérvöruversl- anir sem einkenndu miðbæinn áður fyrr. Áfengisútsölum hefur einnig fækkað. Fyrir 30 árum voru tvær af þremur áfengisútsölum Reykjavíkur í miðborg- inni. Nú er aðeins ein áfengisútsala af sjö í miðborginni. Bíóborgin sem var Reykjavík var einu sinni bíóborg. Árið 1980 voru eftir- talin bíó í miðbæ Reykjavíkur: Nýja bíó, Gamla bíó, Hafnarbíó, Regnboginn, Stjörnubíó og Austurbæjarbíó. Í útjaðri miðbæjar- ins voru síðan Háskólabíó og Tónabíó. Kvikmyndahús í miðborg Reykjavíkur 1980 nýtt. Eftir heimstyrjaldirnar vildu margir eftirlifenda á stríðshrjáðum svæðum byrja frá grunni, byggja alveg nýjan heim með óbilandi trú á framtíðina. Gömlum rústum og borgarhlutum var eytt og byggð ný hverfi sem áttu ekkert skylt við það sem fyrir var. Þessar hug- myndir komu að einhverju leyti til Íslands; að gleyma því liðna, það væri ónýtt og byrja upp á nýtt. Aðalskipulag Reykjavíkur 1962- 1983 er afsprengi þessara hug- mynda. Þessar hugmyndir fengu einnig hljómgrunn hjá þeim kyn- slóðum á Íslandi sem ólust upp við erfiðar aðstæður, skort og bjuggu í lélegu húsnæði. Þessar kynslóðir áttu erfitt með að skilja að einhver verðmæti væru í gömlum húsum. Í dag er fortíðarþrá ráðandi í miðbæ Reykjavíkur. Ríkjandi af- staða til miðborgar Reykjavíkur er að gamalt sé algott og forðast eigi það sem minnir á samtímann. Það sem er framkvæmt á að minnsta kosti að líta út fyrir að vera gamalt. Gömul hús og munir þykja skapa eftirsóknarvert umhverfi en nýtt umhverfi og nýir hlutir eru að sama skapi óæskilegir. Er í lagi að skálda fortíðina, horfa á fortíðina með okkar augum, skapa fortíðina eins og við viljum hafa hana? Fyrir hendi er tilhneiging til að fegra fortíð- ina, eða kannski þrá um glæsta fortíð. Það er auðvitað ljóst að við getum ekki endurskapað fortíðina að fullu. Nýjar kröfur samtímans meðal annars um þægindi og öryggi valda því að ekki er hægt að endurgera hús fullkomlega. Hverju má breyta frá upphaflegri gerð? Höfum við algert skáldaleyfi svo framarlega að þetta sé í gömlum stíl? En hvar liggja mörkin? Eigum við kannski að fá Disney með okkur til að klára miðbæinn? Hvað þýðir það að vernda hús og gera þau upp? Er það sjálfgefið hvaða leið á að fara í endurbygg- ingunni? Íslensk hús ganga oft í gegnum miklar breytingar. Íslenski torf- bærinn var lifandi. Hann krafð- ist stöðugs viðhalds, sífelldrar endurbyggingar vegna óstöðugra byggingarefna. Einnig var sífellt verið að breyta þeim vegna nýrra aðstæðna. Sama gilti um íslensku timburhúsin. Þau voru hækkuð, lengd, bíslög byggð og gluggum breytt. Þegar mannvirki með svo flókna byggingarsögu eru endur- byggð má spyrja: Hvernig eiga þau að líta út eftir endurgerðina? Er það sjálfgefið að þau eigi að vera eins og þau voru upprunalega þeg- ar þau voru nýbyggð? Eða eiga þau að vera eins og sú mynd sem var lengst við lýði? Eða sú gerð sem hæfir best aðstæðum okkar? Staðsetning húss kallar oft á breytingar. Stórir verslunar- gluggar voru settir á sínum tíma á íbúðarhús við Laugaveginn þegar gatan varð að verslunargötu. Í dag eru verslunargluggarnir samnefn- ari götunar. Þeir mynda eina sam- fellu frá Hlemmi niður á Lækja- torg. Nú er búið að breyta húsum við Laugaveg 4-6 aftur til uppruna- legs horfs og stóri „Bieringsglugg- inn“ horfinn. Viljum við að fleiri timburhúsum við Laugaveginn verði breytt eins? Ef endurbygging gamla Lands- bankans við Austurstræti stæði fyrir dyrum: Kæmi þá til greina að rífa allar viðbyggingar húss- ins, fjarlægja efstu hæðina eftir Guðjón Samúelsson og viðbygg- ingar Gunnlaugs Halldórssonar og Guðmundar K. Kristinssonar? Eftir stæði hugverk Christians Thurens, nettlegt, tvílyft hlaðið steinhús frá árinu 1899. Byggðarmynstur og skipulag Sagan einskorðast ekki við einstök hús borgarinnar. Sagan liggur líka í byggðarmynstrinu og skipu- laginu: Hvernig göturnar liggja, formi húsanna, hvernig húsin tengjast götunni, göturýmum og innbyrðis samhengi borgarinnar; mælikvarða, stærð og fínleika mannvirkjanna. Hús borgarinnar þurfa að þola nánd í götuhæð. Þau þurfa að vera þannig úr garði gerð að það sé áhugavert að eiga leið framhjá þeim. Hvers vegna er Smárinn í Kópavogi svona ólíkur miðbæ Reykjavíkur? Starfsemin er lík. Á báðum stöðum eru íbúðir í bland við verslanir og aðra þjónustu. Mismunurinn liggur í skipulag- inu, byggðarmynstrinu og sam- henginu við aðra byggð. Miðbær Reykjavíkur byggðist yfir langan tíma áður en almenn bílaeign kom til sögunnar með fjölbreyttum bæjarrýmum. Byggðarmynstur miðbæjar Reykjavíkur og sam- hengi byggðarinnar við Höfnina og Tjörnina er einstakt. Smárann má kalla „bílaskipulag“ þar sem allt er hugsað og miðað út frá bíln- um. Margra akreina götur, að- og fráreinar, bílastæði og önnur um- ferðarmannvirki yfirgnæfa allt um- hverfið. Hérna vantar umgjörð um mannlífið. Allt sem einkennir gott borgarumhverfi mætir afgangi. Fá skýr bæjarrými afmörkuð eða mótuð af byggð. Fáir eru fótgang- andi eða á hjóli enda mæta göngu- og hjólaleiðir afgangi. Höfum við algert skáldaleyfi svo framarlega að þetta sé í gömlum stíl? En hvar liggja mörkin? Eigum við kannski að fá Disney með okkur til að klára miðbæinn? 20 skipulag Helgin 13.-15. janúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.