Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 26
Þ etta er í raun og veru fram-hald enda liggur þetta svolítið saman. Í fyrstu bókinni kynnti ég þessa hugmyndafræði og
sjö skref til velsældar. Í þessari bók vinn
ég úr þessu og legg aðaláherslu á það
sem við köllum næringarsálfræði,“ seg-
ir Guðni Gunnarsson lífsráðgjafi. Hann
er að tala um nýju bók sína sem heitir
Máttur athyglinnar – bók sem er fram-
hald rómaðrar bókar sem Guðni sendi
frá sér og heitir Máttur viljans. Og það
vantar ekkert uppá að blaðamaðurinn,
sem hefur í gegnum tíðina iðkað þá
óhollu lífshætti sem blaðamennskunni
fylgir, sé með bísperrt eyrun. Hann
leitar færis, að halda í ósiðina, en Guðni
er fastur fyrir.
Fitandi fólk
Guðni gengur út frá því að allt sem fólk
lætur ofan í sig hafi áhrif, ýmist góð
eða slæm. „Við verðum að skilja að allt
er orka sem við ráðstöfum viljandi eða
óviljandi. Það er til dæmis ekki til neitt
sem heitir óhollur matur heldur bara
fólk sem er annað hvort hliðhollt sér eða
ekki.“ Guðni hafnar hugmyndinni um
að til sé fitandi matur en hins vegar sé
til „fitandi fólk og fólk sem notar mat til
að refsa sér.“
Hann segir bókina gefa fólki tækifæri
til þess að brjótast úr viðjum vanans
með æfingum, fastri umgjörð og verk-
efnum sem ganga meðal annars út á að
fylgjast með mataræði og neysluvenj-
um. „Þessi vani er í raun og veru bara
fjarvera og þegar maður er fjarverandi
þá er maður ekki ábyrgur og bókin
hjálpar fólki að finna út hvað það notar
til þess að ala á fjarveru sinni eða þeim
skorti sem það er háð.“
Guðni segir þau skref sem hann
kynnir til sögunnar vissulega vera skyld
12 sporum AA-samtakanna. „Í skrefi
númer tvö tökum við ábyrgð og hrein-
lega fyrirgefum okkur framferðið og
með því að fyrirgefa sjálfum sér mætir
maður inn í augnablikið og getur öðlast
mátt. Vegna þess að þú ert orka þá
getur þú ekki ráðstafað orkunni viljandi
nema með því að taka ábyrgð á henni.
Þangað til við tökum ábyrgð erum við
í raun og veru bara óviljandi. Við erum
alltaf að skapa og þar sem allt er orsök
eða afleiðing þá berum við alltaf ábyrgð
á tilvist okkar og ef þú ert viljandi þá
hefur þú vit. Ef þú ert óviljandi þá ertu
bara slys.“
Að fá heimild hjá sjálfum sér
Vissulega nokkuð sem vert er að velta
fyrir sér og taka viljandi alvarlega.
Guðni birtir í bókinni matseðil vansæld-
ar en á honum eru meðal annars gos-
drykkir, sælgæti, kaffi, áfengi, unnin
kjötvara, orkudrykkir, skyndibitamatur
og flestar mjólkurvörur. Allt hlutir sem
fólk er umkringt alla daga og freista.
Blaðamaðurinn leitar undankomuleiða
en þegar Guðni er spurður hvort það
sé í raun og veru ekki sjálfsagt að fólki
fallist hendur yfir lista hans og játi sig
sigrað gefur hann ekkert eftir: „Af
hverju fallast þér hendur? Af hverju
öðlastu ekki mátt? Og skilur. Þú myndir
ekki setja ónýta olíu á bílinn þinn. Eða
steinolíu á bensínbíl. Þetta er vani og
það er skorturinn sem vælir þegar hann
fær ekki beinið sitt. Allar breytingar eru
erfiðar fyrir egóið en ekki fyrir hjartað.
Bókin hjálpar til við þetta og er eins og
göngugrind fyrir okkur á meðan við
erum að öðlast mátt til þess að standa á
eigin fótum. Þessi bók gengur út á að þú
getur allt ef þú leyfir þér það. Þú verður
að öðlast heimild hjá sjálfum þér til þess
að vera í velsæld. Þess vegna verður
maður að vinna sig í gegnum skrefin.
Það eru engar skyndilausnir og það
hafa aldrei verið skyndilausnir. Þetta er
markviss lausn.“
Fíkn er fjarvera
Fólk tengir iðulega óstjórnlega löngun
í mat eða drykk við fíkn en Guðni hefur
sínar hugmyndir um rót þess vanda.
„Þetta er ekki fíkn í sykur og koffein
heldur fíkn í fjarveru og við gerum hvað
sem er til þess að öðlast þá fjarveru og
erum þá upptekin af því að vera ekki
neitt.“ Guðni gerir ekki greinarmun á
áfengi og mat í þessu sambandi. „Matur
er náttúrlega stærsta fjarveran. Það er
ekkert sem við notum eins skipulega
eins og mat en það er enginn munur
á því að hella sig fullan eða úða í sig
sælgæti. Freistingarnar alls staðar en
þú þaft ekki að vera einbeittur í þess-
ari vinnu en þú þarft að vera vakandi.
Og þú þarft líka að vilja vera vakandi
og vilja vera í velsæld. Ef maður er
bara fjarverandi slys þá getur maður
ekki verið í velsæld vegna þess að þá
er maður alltaf að reka sig á.Við sem
viljum vita það erum meðvituð um að
flest þau matvæli sem eru hér í búðum
og á borðum eru eyðilögð og rúin allri
næringu.“
Innistæðulaus áramótaheit
Áramótin eru tímamót sem fólk reynir
oft að nota til þess að gera róttækar
breytingar á lífstíl sínum og neysluvenj-
um. Allur gangur er á því hvernig fólki
gengur að standa við heit sín en Guðni
bendir á að ekki sé nóg að lofa sér ein-
hverju hátíðlega. Hugur verður að fylgja
máli. „Ef fólk vill nýta sér þessa bók þá
Göngugrind til betra lífs
Lífsráðgjafinn Guðni Gunnarsson er einna þekktastur fyrir Rope Yoga-kerfi sitt sem hann hannaði þegar
hann starfaði í Bandaríkjunum. Á þeim áratugum sem hann hefur starfað við að beina fólki inn á heilbrigðari
brautir hefur hann viðað að sér reynslu og þekkingu sem hann kýs að miðla áfram með bókum. Fyrir ári
síðan sendi hann frá sér bókina Máttur viljans og fylgir henni nú eftir með Mætti athyglinnar þar sem hann
vinnur markvisst úr hugmyndafræði fyrri bókar. Hann segir nýju bókina gera þá kröfu til lesandans að hann
fari fullur athygli í gegnum þau spor til vitundar og sé virkur í vinnu sinni. Hann segir bókina til dæmis geta
reynst góður stuðningur þeim sem berjast nú við að standa við áramótaheit sín. Guðni tók Þórarin Þórarins-
son á beinið og reyndi að beina honum á rétta braut.
Guðni Gunnarsson fylgir
nú bók sinni Máttur
viljans eftir með Mætti
athyglinnar þar sem hann
kennir fólki að taka ábyrgð
á neysluvenjum sínum og
öðlast þannig velsæld.
gæti það ekki fengið betri stuðning
við áramótaheitin svokölluðu. Ef þú
vilt gera breytingar á tilvist þinni og
lífi þínu þá er þessi bók það besta sem
ég hef séð. Auðvitað er ég að tala fyrir
mína hönd en það er ekki ónýtt að fá
upp í hendurnar verkfæri sem styður
við þig í fimmtíu daga á meðan þú ert
að brölta inn í nýja tilvist. Þegar það
er engin innistæða, engin heimild,
þá er ekkert óeðlilegt að fólk koxi
vegna þess að það veit ekkert hvert
það er að fara. Það gleymist alltaf
í umræðunni að orðið agi þýðir að
segja satt. Þegar maður kann ekki að
segja satt þá er maður fljótsvikinn.
Þessi fræði ganga meira og minna út
á það að maður verður í raun og veru
að öðlast heimild hjá sjálfum sér sem
byggist á hegðun manns og framferði.
Vegna þess að við verðum að vinna
okkur í álit hjá sjálfum okkur og verða
traustsins verð til þess að við getum
treyst okkur.“
Að þola ekki eigin návist
Annar augljós vandi sem blasir við
nútímamanneskjunni þegar hún ætlar
að taka sig taki er tímaskortur en
Guðni tekur ekkert mark á slíkum
fyrirslætti. „Hvert ertu að flýta þér?
Ertu ekki bara að flýta þér í burtu?
Frá sjálfum þér og frá augnablikinu
og upplifuninni? Við erum búin að
samvenja okkur á það að þola ekki við
í eigin návist. Þessi tilhneiging kemur
mest úr því sem við köllum markaðs-
setning nútímans. Það er búið að selja
okkur þá hugmynd að við séum ekki
nógu góð. Það er tækifæri til að sjá við
þessu bulli og láta ekki blekkja okkur.
Flestir sem ég spyr hvort þeir hlakki
ekki til að verða öðruvísi er svarið
alltaf já. Þá er það yfirlýsing um að
við viljum ekki vera eins og við erum.
Þegar maður er svangur verður mað-
ur líka að velta fyrir sér hvort maður
sé svangur í huganum eða maganum.
Ef maður er svangur í huganum þá
er maður í stöðugum skorti og það er
ekki hægt að fylla svengd hugans.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Að taka
ábyrgð
Við tökum
ábyrgð
á þeirri
orku sem
við höfum
unnið úr
eigin orku-
veri. Þegar
við vökvum
blómið okk-
ar, nærum
okkur í vit-
und, öndum
og tyggjum
verðum við
að kjarn-
orkuveri.
Munurinn
á orkuveri
og kjarn-
orkuveri er
vitundin.
... ég vil
geta elskað
allt sem fer
upp í mig.
Ég vil vera í
ástarleik með
næringunni
– alla daga,
alltaf.
26 viðtal Helgin 13.-15. janúar 2012