Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 13.01.2012, Qupperneq 36
D Dagar Hegningarhússins við Skólavörðu­ stíg sem fangelsis eru senn taldir. Gráta það fáir. Byggingin er orðin 136 ára gömul og þegar hún var tekin í notkun var frekar hugsað um refsingu en betrun þegar fólki var skellt bak við lás og slá, eins og nafnið bendir til. Undanfarin ár hefur Hegningarhúsið fyrst og fremst verið notað sem móttökufangelsi fyrir fanga við upphaf afplán­ unar og fyrir gæsluvarð­ haldsfanga. Í fjárlögum 2010 var gef­ in heimild til að selja hús­ ið. Hófust þá þegar ýmsar vangaveltur um hvaða starfsemi gæti komið þar í stað refsivistunar. Endur­ nýjaður kraftur hefur hlaupið í þær pælingar í kjölfar tilkynningar um samkeppni um hönnun nýs fangelsis á Hólmsheiði, sem gert er ráð fyrir að verði tilbúið 2014. Ekki er ólíklegt að síðustu fangarnir yfirgefi Hegningarhúsið eitthvað fyrr. Aðbúnaður í húsinu hefur lengi verið ljótur blettur á fangelsismálum landsins. Það er ekkert nýtt að byggingar glati hlutverki sínu með tíð og tíma. Breyttar kröfur, byggðamynstur geta til dæmis spilað þar inn í. Þannig geta hús átt sína ævi eins og svo margt annað í heimi hér, bæði náttúrunnar og mannanna verk. Sorglegast af öllu er þegar hús standa tóm vegna þess að enginn vill nota þau. Engin hætta er á því með Hegningarhús­ ið enda stendur það við eina skemmtileg­ ustu götu miðbæjarins. Í miðbænum eru mörg góð dæmi um hús sem gegna öðrum tilgangi nú en þau gerðu áður. Aðalbygging Listasafns Ís­ lands var til dæmis reist sem íshús árið 1916 og þar var um tíma rekinn sá sögu­ frægi skemmtistaður Glaumbær áður en listaverkin fluttu inn árið 1987. Annað reisulegt safn í miðborginni er Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu en þar voru áður meðal annars miklar netageymslur og önnur starfsemi tengd sjósókn. Þriðja sögufræga húsið, sem ef til vill verður safn einn daginn, er Fríkirkjuvegur 11 reist af Thor Jensen sem heimili fyrir fjölskyldu hans. Borgin var þar með skrifstofur til margra ára áður en hún seldi afkomanda hans, Björgólfi Thor Björgólfssyni, húsið fyrir fáeinum árum og sagðist hann stefna að því að opna þar safn um afa sinn. En ekki geta, né þurfa, öll stór hús sem týna tilgangi sínum að verða söfn. Fyrirtaks dæmi er einmitt húsið sem stendur við hlið Hegningarhússins við Skólavörðustíginn. Þar var Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis með höfuð­ stöðvar um árabil. SPRON lauk hins vegar endanlega keppni í hruninu 2008. Þess í stað kom Eymundsson í húsið og nú er sýslað með kaffi, bakkelsi, bækur og tímarit þar sem áður var höndlað með peninga. Þessi innri umskipti voru til mikilla bóta fyrir Skólavörðustíginn og næsta nágrenni. Verslun og kaffihús Eymunds­ sonar er opið alla daga vikunnar, dregur að sér mikið af fólki og setur mikinn svip á götuna. Væntanleg sala og umbreyting Hegningarhússins hefur alla möguleika á að lukkast jafn vel. Góðar og vel stað­ settar byggingar finna sér alltaf nýtt hlutverk. Sögufræg hús Nýtt hlutverk Hegningarhússins Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Fært til bókar Í fótspor drottninganna Vera kann að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi verið full fljótur á sér þegar hann tilkynnti um brotthvarf sitt úr embætti í nýjársávarpinu. Í lok kjörtíma- bilsins hefur hann setið á Bessastöðum í sextán ár, frá árinu 1996. Ýmsir gerðu því skóna að forsetinn ætlaði sér að minnsta kosti eitt kjörtímabil í viðbót, það er setu í 20 ár. Sá tími er ekki langur miðað við þann þjóðhöfðingja sem næst okkur stendur, Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu. Hún er að sönnu ekki þjóðkjörin heldur fékk embættið í arf en það breytir ekki því að hún hefur nú ríkt í fjörutíu ár sem drottning Dana. Hátíðahöld vegna þessa hófust fyrr í vikunni en á morgun, 14. janúar, eru 40 ár liðin frá því að Friðrik 9. Danakonungur, faðir Margrétar Þór- hildar, lést. Seta Danadrottningar er samt lítilræ ði miðað við þrásetu Elísabetar Bretlandsdrottningar í embætti. Í ár eru sextíu ár frá því að hún tók við embætti, en faðir hennar, Georg 6., lést árið 1952. Ólafur Ragnar er hins vegar slóttugur. Hann var hæfilega óljós í orðalagi þegar hann tilkynnti brotthvarfið. Hver veit nema hann finni sig knúinn, vegna fjölda áskorana, til þess að halda áfram. Með því getur hann haldið þjóðhöfðinga- embættinu í áratugi – og fetað í fótspor drottninganna. Heilsa Krúska ehf Saffran Dýraspítalinn Víðidal ehf Karma Keflavík ehf Grófinni 8 Suðurlandsbraut 12 3 ummæli 3 ummæli 6 ummæli 9 ummæli 12 ummæli World Class Spönginni 41 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 2 Topplistinn B orgarfulltrúar í Reykjavík eru sannfærðir um þrennt; að skuldir borgarinnar eru hvergi nógu mikl­ ar, að arðsemi fjárfestinga sé óþarfi og að öllu sé til fórnandi til að kaupa atkvæði. Þar sem svimandi háar útsvarstekjur borgarinnar duga hvergi til að standa undir innihaldslausum kosningaloforðum stjórnmálamanna, fjármagnar Reykjavík­ urborg sig núna samkvæmt mottóinu illu er best slegið á frest. Það þýðir að borgin gefur út lengsta skuldabréf sem gefið er út hér á landi til ársins 2054 til að standa undir gæluverkefnum líðandi stundar. Til að bæta gráu ofan á svart er bréfið svo verðtryggt. En af gæluverkefnum má nefna: „Skemmtilegri sundlaugar“, og nú síðast kemur tillaga sjálfstæðismanna um að taka ný lán fyrir byggingu enn einnar sundlaugarinnar upp á litlar 500 milljónir. Að auki telja sjálfstæðismenn brýnt að bæta verði úr styttuskorti í borginni með styttu af Tómasi Guðmundssyni nokkrum, en fyrir þá sem ekki þekkja til mannsins, þá samdi hann ljóð. Rétt eins og í tilfelli nágrannasveitarfélaganna, sem hafa drekkt sér í eigin sundlaugum, er alls ekki verið að fullnægja eftirspurn þar sem framboð á sund­ vatni er ekki til staðar heldur á nú að byggja við aðra sundlaug sem fyrir er, Vesturbæjarlaugina. Að auki eru svo aðrar hugmyndir um að byggja útilaug við Sundhöllina en í hana koma 30 gestir á klukkutíma að meðaltali. Lítið dæmi um áherslur atkvæðakaup­ manna er dreifing bæklings í hvert hús í borginni um eitthvað sem heitir „Samráðs­ vefur“ sem finna má á vefslóðinni betri­ reykjavik.is. Í bæklingnum eru borgar­ búar hvattir til að koma með hverskyns hugmyndir að nýjum útgjöldum! Útgjalda­ hugmyndirnar skulu ýmist snúast um afþreyingu, leiki eða hjólreiðar. Hvergi er útsvarsgreiðendum árið 2054 þökkuð rausnin og hvergi er óskað eftir hugmynd­ um um sparnað. Í sama anda er borgar­ stjórinn grillaður í Kastljósi fyrir að eyða ekki nógu miklu en spyrjendur hafa engan áhuga á málefnum sem flokka mætti undir ráðdeild. Eins og allir ættu að vita, snúast stjórnmál um lýð­ skrum. Hver getur verið á móti „góðum“ málum í dag og hver nennir að hlusta á tuð um framtíðarvandamál árið 2054? Einu leiðindin á gjalddaga eru að þurfa að borga þrjár krónur að raungildi fyrir hverja krónu sem tekin er að láni fyrir „skemmtilegum“ hlutum í dag, sem þar að auki kaupa atkvæði í næstu kosn­ ingum. Kjósendur ættu hinsvegar að leiða hugann að því að skuldafen eru ekki spennandi undirlag fyrir atvinnu­ uppbyggingu og verðmætasköpun og gildir þá einu þó að lýðskrumararnir geri áætlanir um „skapandi“ og „græna“ borg. Atkvæðakaupmenn Að drekkja sér í sundlaugum Arnar Sigurðsson, starfar á fjármálamarkaði En ekki geta, né þurfa, öll stór hús sem týna tilgangi sínum að verða söfn. Fyrirtaks dæmi er einmitt húsið sem stend- ur við hlið Hegningarhússins við Skólavörðustíginn. 36 viðhorf Helgin 13.-15. janúar 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.