Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.01.2012, Page 37

Fréttatíminn - 13.01.2012, Page 37
viðhorf 37Helgin 13.-15. janúar 2012 Á síðastliðnu ári voru liðin sjötíu ár frá því að Reykja-víkurflugvöllur var tekinn í notkun af breska flughernum, en það gerðist í maí árið 1941. Var þá liðið rétt eitt ár frá hernámi Íslands. Flugvöllurinn átti eftir að verða aðalmiðstöð íslenskrar flugstarfsemi um rúmlega tveggja áratuga skeið að lokinni annarri heimsstyrjöldinni en varð þegar á stríðsárunum miðstöð innanlands- flugsins. Millilandaflug íslensku flugfélaganna austur og vestur um haf hófst frá Reykjavíkurflug- velli um leið og friður komst á í Evrópu og dafnaði þar fram undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Blómlegt kennslu- og einkaflug hófst jafnframt á Reykjavíkurflug- velli að styrjöldinni lokinni og átti stóran þátt í að gera Íslendinga að flugþjóð. Þegar íslensku flugfélög- in tóku stórar þotur í sína þjónustu á sjöunda áratugnum færðist milli- landaflugið í nokkrum áföngum til Keflavíkurflugvallar nema flug til Færeyja og Grænlands sem enn er stundað frá Reykjavíkurflugvelli. Í sjö áratugi hafa hinsvegar verið uppi spurningar og oft ágreiningur um framtíð Reykja- víkurflugvallar. Margir bæjarbú- ar, þar með talið borgarstjóri, voru áhyggjufullir þegar herflugvöllur var byggður í miðri Reykjavík. Herflugvöllur var augljóslega skot- mark, sem kynni að verða fyrir loftárásum Þjóðverja. Þar var eðli málsins samkvæmt geymt mikið magn skotfæra og eldsneytis. Að styrjöldinni lokinni fór þó að bera meira á þeirri skoðun að landið undir flugvellinum, sem oftast er í heild sinni nefnt Vatnsmýrin, sé svo verðmætt sem byggingarland að ekki sé forsvaranlegt að hafa þar flugvöll. Ýmsar hugmyndir voru settar fram um að byggja þyrfti nýjan flugvöll til að taka við flugstarfseminni, sem fram fór í Vatnsmýrinni. Árið 1967 var birt niðurstaða umfangsmikillar athugunar á byggingu nýs flug- vallar á Álftanesi. Þótti mörgum það vænlegur kostur. Ekkert var þó aðhafst og nokkrum árum síðar var landssvæðinu, sem til greina kom fyrir nýjan flugvöll, ráðstafað til að byggja íbúðarhús- næði. Aðrir staðir voru skoðaðir og var til dæmis Hvassahraun sunnan Hafnarfjarðar nefnt til sögunnar. Þar reyndist hins vegar vera veðravíti og ekki fýsilegt að flytja flugstarfsemina þangað jafn- vel þótt eingöngu væri um innan- landsflug að ræða. Á fyrri hluta níunda áratugarins var þetta mál enn kannað og sáu menn þá ekki aðra raunverulega kosti í stöðunni en að halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni eða flytja alla starfsemina til Keflavíkurflug- vallar. Þegar flugbrautir og annar búnaður Reykjavíkurflugvallar var í endurbyggingu um aldamótin var enn á ný velt upp þeirri spurn- ingu hvort ekki bæri að finna flug- starfseminni nýtt aðsetur. Í frægri kosningu árið 2001, sem rúm 37 prósent borgarbúa tók þátt í, féllu atkvæði þannig að mjög naumur meirihluti taldi rétt að loka flug- vellinum. Þessi niðurstaða hefur verið leiðarljós borgaryfirvalda allar götur síðan. Þetta endur- speglast meðal annars í aðalskipu- lagi Reykjavíkur, þar sem gert er ráð fyrir því að flugvellinum verði lokað í áföngum og að fullu árið 2024. Þrátt fyrir umfangsmikla út- tekt, sem gerð var á Reykjavíkur- flugvelli á árunum 2005 til 2007 í samvinnu Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytisins, hefur lítið gerst í málefnum flugvallar- Málþing Reykjavíkurflugvöllur og innanlandsflugið Þorgeir Pálsson, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR Icepharm a KEMUR HEILSUNNI Í LAG ins. Mikil vinna fór þó í að reyna að koma upp samgöngumiðstöð á flugvellinum, sem mundi þjóna bæði flugi og almenningssam- göngum á landi. Eins og kunnugt er tókst ekki að koma þessu verk- efni á framkvæmdastig og var það að lokum blásið af á síðastliðnu ári. Augljóst er að ekki getur gengið að láta enn reka á reiðanum í mál- efnum Reykjavíkurflugvallar og þeirrar flugstarfsemi sem þar fer fram. Nauðsynlegt er að hægt sé að byggja upp viðunandi aðstöðu fyrir innanlandsflugið, sem er mikilvægur hluti af almennings- samgöngukerfi landsins, í stað bráðabirgðahúsnæðis frá stríðsár- unum. Eitt af því sem kallar á að nú séu teknar ákvarðanir um málefni Reykjavíkurflugvallar er að aðalskipulag Reykjavíkur er í endurskoðun. Ljóst er að ákvæði núverandi skipulags varðandi flug- völlinn eru úrelt og óhjákvæmilegt að endurskoða þau frá grunni. Háskólinn í Reykjavík efnir til mál- þings fimmtudaginn 19. janúar þar sem sjö fyrirlesarar, þar af tveir erlendir, munu halda erindi um mál- efni innanlandsflugs og flugvalla á Íslandi og Reykjavíkurflug- vallar sérstaklega. Þá munu sjö einstaklingar taka þátt í pallborðs- umræðum um þessi málefni frá ýmsum sjónarmiðum. Mál- þingið verður haldið á Icelandair Hótel Reykjavík Natura og hefst það kl. 13.00 næstkomandi fimmtu- dag. Eru allir, sem hafa áhuga á málefn- um Reykjavíkurflug- vallar, hér með hvattir til að sækja málþingið.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.